Af gefnu tilefni

19. janúar 2009

Nú eru til mikil undratól sem kallast "íþróttabrjóstahaldarar". Það hjálpar mér ekkert. Hvar fæ ég "íþróttabumbuhaldara"? Verð ég bara að kaupa íþróttabrjóstahaldara með DDDDD-skál og byrja að föndra?


Tjáskipti

Syngibjörg

Ég hef heyrt að meðgöngubelti geti komið sér vel við svona aðstæður.

Ósk

DDDDD-skálar kallast á fagmáli G-skálar

Logi Helgu

Þegar þú mætir í korselett í vinnuna þá smellum við af mynd ;)

Frú Sigurbjörg

Föndrið gæti orðið þér arðbært - margir karlmenn þarna úti sem yrðu þér þakklátir ef e-ð nothæft kæmi út úr því.

inga hanna

ég er alveg viss um að svona fæst í undirfatadeild debenhams... án gríns ;)

Steinunn Þóra

Ég held að meðgöngubelti sé málið. Sjá http://www.stubbasmidjan.is/index.php?option=com_ahsshop&vara=2532&Itemid=32

Hugi

Mér líst alveg ruglvel á þessi meðgöngubelti! Búinn að liggja aðeins yfir þeim og er núna að velja rétta módelið. Frú Sigurbjörg, þakka ráðið - ég ætla að prófa meðgöngubeltið í smá tíma, aðlaga það fyrir loðnar bumbur og kalla það svo "Karlmennskubelti". Það ætti að selja. Ósk, G-skálar?? Ég hélt að við værum þar komin upp í mæleiningar nær botnvörpum.. Logi, ég er búinn að ganga í korseletti síðan 2006. Inga Hanna... Debenhams?

Syngibjörg

Skohh.......vissi það;O)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin