Petrucciani

23. september 2006

Einn af mínum uppáhalds píanistum er Michel Petrucciani. Ég ætla ekki að fjölyrða um hann (Wikipedia veit meira um líf hans en ég) en hann fæddist mjög fatlaður og varð dvergvaxinn. Þegar hann lék á tónleikum var hann borinn inn á sviðið eins og hvítvoðungur og settur á píanóstólinn, þar sem hann lék á píanóið með aðstoð sérsmíðaðs tækjabúnaðar til að ná niður á fetlana. Engu að síður hafði þessi maður skapað sér nafn sem einn besti djasspíanisti veraldar þegar hann lést árið 1999, aðeins 36 ára gamall.

Þetta myndband af Petrucciani er til áminningar um að það er sama hversu mikla erfiðleika maður glímir við, það er alltaf hægt að sigrast á þeim.


Tjáskipti

baun

alveg makalaust:)

Barbie

Svona lætur mann hætta að væla yfir grísatám.

Þór

Magnað. Alveg magnað.

lindablinda

Ég skammast mín fyrir ljótuveikina undanfarna daga. Brill píanisti.

Mjása

Já, hver vissi að sköllótt fólk gæti spilað á píanó :)

Mjása

I'm going to hell...

Hugi

Já, hann var magnaður. Ég hef mikið vælt yfir því að hafa litla fingur í gegnum tíðina, en Petrucciani fær mann til að skammast sín fyrir að hugsa um svoleiðis smámál (stuttir fingur eru líka stundum kostur þegar ná þarf til þröngra staða o.þ.h.). Já Mjása, það er svolítið magnað með skallafólkið :). En frábært að þú ferð niður, við getum þá eytt eilífðinni saman þar. Bestu partýin í Helvíti verða í gígnum mínum :-).

Geztur

Þá mun nú búningurinn sem þú notar sem sólbaðsvörn koma sér ákaflega vel. Er hann ekki annars hitaþolinn líka? Það verður stuð, stuð, stuð.

Siggi Óla

Ég er svei mér þá farinn að halda að þú gætir náð langt í píanóleik þrátt fyrir að vera rauðhærður. Þetta myndbrot gerbreytti áliti mínu á fötluðu fólki.

Þór

Er rauður litur fötlun ? Vá... þá er ég lítillega fatlaður á hökunni. Ætli ég fái bætur hjá TR ?

Carlo

Muna að gefa rausnarlega til Styrktarfélags rauðhærðra!

baun

rauðhærðir eru líka fólk.

Geztur

Já, en litlir eru ekki fólk. Eða er einhver algerlega búinn að gleyma Randy Newman? Short people (got no reason to live), national hit í BNA árið 1977.

Carlo

Heightism er líka áberandi í því landi. Þeir hafa ekki kosið sér stuttan forseta í áratugi.

Hugi

Hah, ég hlæ nú að svona. Eftir skamman tíma verð ég orðinn forseti og get þá loksins byrjað þjóðernishreinsanir á Íslandi eftir hárlit. Siggi, bara vingjarnleg aðvörun: Skolhærðir eru fyrstir.

Carlo

Var ég búinn að segja hve mikið ég dáist af rauðhærðu kve... eh... fólki. Ha?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin