Styður mig einhver í þessu?

18. febrúar 2006

Það á að fjarlægja "y", ypsilon, úr íslensku ritmáli, ekki seinna en í gær. Þetta er óþarfur bókstafur og til einskis annars fallinn en að fjölga gráum hárum á höfðum íslenskukennara.


Tjáskipti

Stefán Arason

Nei, tek ekki þátt í þessu. Inn með z-etuna aftur!

DonPedro

Ég stið þig í öllu sem þú tekur þér firir hendur. Pétur

Harpa

yyyyy, hvað meinarru? Zjís

Hugi

Takk Pétur minn, þú færð að halda í höndina á mér þegar ég fer í Aðgerðina. Lifi einfalt i! Hey, Harpa, gaman að sjá að þú ert byrjuð að skrifa aftur :-).

Jóhanna

Ekki sammála. Ég er ein þeirra (eða eru þeir ekki fleiri) sem harma það að hafa ekki lært z stafsetningu.

Hugi

Nei hvur bölvaður, nú sárnar oss. Ættum vér þá ekki bara að taka upp þéringar aftur í íslenzku?

Sveinbjörn

Búúúú!!!! Inn með zetuna, fjölgum íslenskum stöfum, verndum epsilonið og tökum aftur upp tvítölu!!!

Hugi

Ég þarf að fara að endurskoða þennan vinahóp minn alvarlega. Og hanga meira með Pétri.

Kristín Björg

Ég skal vera vinur þinn! Út með ypsilon!

Hugi

Já sko, nú eru nýju vinirnir byrjaðir að streyma inn skv. pöntun, Kristín Björg við tökum þetta! :-)

Hrönn

Rosalega skrifar þú mörg y af manni sem vill losna við það!!

Hugi

Ó, gleymdi ég að nefna að ég er líka íslenskufasisti? :-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin