Ég var svikinn

29. mars 2006

Ég kom heim eftir söngtörn í gær, hungraður eins og úlfur. Anna reddaði málunum snarlega og ég fékk alveg sérstaklega ljúffenga máltíð á efri hæðinni. Rölti svo niður í íbúð og réðist beint í eftirfarandi samningaviðræður við sjálfan mig.

Hugi 1: Jæja Hugi, nú förum við að vinna.
Hugi 2: Ertu eitthvað geðveikur? Við fórum á fætur klukkan hálf-sex í morgun. Farðu í sturtu og hunskastu í rúmið, þú lítur út og lyktar eins og hundsrass.
Hugi 1: En, en, ég verð að klára nokkur verkefni. Þjóðin treystir á mig.
Hugi 2: Hugi. Sko. Ef líkaminn fær ekki nægilega hvíld, þá veldur það átröskun, dreyrasýki, hárlosi, augnþurrki, morgunógleði og hræðilegri viðvarandi geðveiki.
Hugi 1: Viðvarandi geðveiki? Lýsir hún sér í löngum rökræðum við sjálfan sig?
Hugi 2: Haha, touché, góður punktur, djöfull erum við ruglaðir.

(báðir hlæja, svo smá þögn)

Hugi 1: En í alvörunni. Drífum okkur í vinnuna
Hugi 2: Andvarp. Sko. Ég veit ekki um þig en ég verð að fá hvíld. Leggjum okkur í tvo tíma og þá verðum við endurnærðir og til í slaginn. Díll?
Hugi 1: Díll.

(10 tímar líða)

Hugi 1: ZzzzzzZzz, hrot *gasp* ehm. Ahhh. HVAÐ Í...! ÞÚ GABBAÐIR MIG!
Hugi 2: Haha, ég fékk heilastúkuna í lið með mér, þú áttir aldrei séns á að vakna eftir tvo tíma. Sucker.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi lati drullusokkur leikur mig grátt. En á morgun mun hann heyra sögunni til. Hann hefur ekki hugmynd um hvað bíður hans, MÚHOHOHO.


Tjáskipti

Lindablinda

Lindablinda 1: Almáttugur, Hugi er orðin galinn! Lindablinda 2: Já, svona varst þú á tímabili. Lindablinda 1: Tímabili?

Knúturinn

Hvernig væri að fá sér í glas?

Hugi

Fallegt boð Jón en ég er að vinna í kvöld. Stefnum þó tvímælalaust að því fljótlega.

Kibba

Vinna schminna.... það er alltaf tími fyrir einn öllara Það segir mamma alltaf a.m.k.

Einar Solheim

hehehe.... frábært blogg! ég get huggað þig við að þú ert ekki sá eini sem þarft að eiga við svona óskynsaman gaur. Það skrítna er að óskynsami gaurinn vinnur alltaf riflildið... hvað segir það manni?

Simmi

Dare I say it.... frontal lobotomy?

Hugi

Well, I'd rather hafe a bottleinfrontofme than a frontal lobotomy. </Tom_Waits>

Kibba

Mæli með lobotomíunni. Hef farið í tvær og hef aldrei verið hressari.

Hugi

Þú segir það, já, kannski ein lobotomía væri málið. Er þetta ekki stresslosandi? Einu sinni hafði ég alltaf tíma fyrir einn öllara. En nú er ég breyttur maður og hef ekki smakkað áfengi síðan í hádeginu.

Kibba

Já þetta er hugsunar- og dómgreindarlosandi líka. Allt sem ung dama þarf á að halda í lífinu.

Hugi

Ég þarf tvímælalaust að slaka á dómgreindinni. Ég er með svo mikla dómgreind að ef hún væri meiri, þá væri ég dómari. Eða dóminókubbur. En ég er hinsvegar ekki ung dama.

Hugi

Reyndar, sem vefforitari hef ég líklega meiri DOM-greind en dómgreind. Höhö. (þið sem skiljið þetta: ég samhryggist)

Kibba

hugtakið "DOM" er nú líka notað í öðrum skilningi skoh *hóst*

Kibba

ennnnn.. þar sem ég er herrakona þá ætla ég ekki að fara nánar út í þá sálma.

Hugi

Já, almáttugur, Dom Perignon er dónadrykkur og hæfir ekki herrakonum.

Kibba

Segðu! Ég var reyndar orðin býsna gömul þegar ég áttaði mig á því að Dom Perignon var ekki óperusöngvari.

Sveinbjörn

Hmm...eina dónalega sem Wikipedia segir á disambiguation síðunni um DOM er: "Dom" -- The Dominant partner in a BDSM relationship. Við skulum vona að Hugi hafi ekki þannig DOM-greind ;)

Kalli

Fyrsta hit á Google vísar á w3schools og fjallar um Document Object Model. Grunar að það sé paydirt.

Óskar

Þegar þú drepst úr ofvinnu má ég þá eiga íbúðina þína? Ef svo er þá er best að ég byrji strax að pakka niður í kassa.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin