Kanamellurnar

9. desember 2007

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að aldrei hefur jafn fallegur og kynþokkafullur hópur fólks hist til að spila kana. Í sjö klukkutíma. Á föstudagskvöldi.

Tek fram að myndavélarklukkan gaf mér réttar tvær sekúndur til að stökkva í hópinn og planta mér í fangið á Elmu. Það er auðvitað aðeins á færi atvinnumanna að setja upp svona aulasvip á þeim tíma


Tjáskipti

baun

þegar saman koma kynþokki, gáfur, fegurð og útgeislun í þessu magni, rís upp ljóskeila alla leið til Júpiter. friðarsúlan er batteríslaust vasaljós í samanburði við þennan hóp. lifi keisarinn!

Hugi

Þú mælir lög baun - þetta er hreinlega hættulegt! Værir þú á myndinni yrði til útverminn endódextrískur greindarháður kynþokkasamruni á slíkum skala að alheimurinn mundi falla saman og hreinlega enda. Viðburður sem hámenntaðir kasakstanskir vísindafræðingar kalla "Sexy Time".

Daníel

Er þetta þá hinn margumtalaði kvartett Huga Þórðarsonar? Það hlýtur að vera gaman á æfingum.

Hugi

Nei, Daníel - þetta er hinn sígildi, upprunalegi Kanamelluhópur Umferðarstofu Og já, það er gaman á kanaæfingum, því þetta yndislega fólk er pínulítið klikk - eins og ég.

Bjarni Þór Haraldsson

Mér finnst þú bara anzi gáfulegur á svipinn og hananú Bjarni

Hugi

Takk Bjarni minn, það er mikil huggun að heyra það frá smekkmanni eins og þér :-).

Agnes

...takk Hugi minn fyrir frábært kvöld eins og alltaf þegar við hittumst:) ....við erum náttla alveg hægt hahahhahaha

Hugi

:-) Við erum áberandi fallegasta fólkið í kanabransanum.

Elman

Shi..fyndið, skrítið, skemmtilegt, kalt, heitt, meira fyndið og helling meira skrítið, bull, rugl og skrítnar hugleiðingar. Bara venjulegt kanamellukvöld. Luv u guys.

Hugi

Elma... :-) Þetta eru vægast sagt aldrei leiðinleg kvöld!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin