Rauðkálsflóttinn mikli

25. nóvember 2007

Skrapp í heimsókn til vinkonu minnar áðan. Talið barst að plöntum (ég er svo ótrúleg uppspretta spennandi samræðna) og þá rifjaðist upp fyrir mér þessi snarruglaði rauðkálshaus hér að neðan. Ég gleymdi honum á eldhúsborðinu meðan ég var að heiman í tvær vikur eða svo, en á meðan gerði hann einhverja þá hetjulegustu flóttatilraun sem ég hef séð gerða af hálfu grænmetis.

Síðan þá hef ég ekki getað treyst rauðkáli.


Tjáskipti

baun

en fallegur rauðhaus;-)

Hugi

Urrrrr, það er sama gamla sagan. Sætu stelpurnar velja alltaf einhvern kálhaus ;-). En ég kláraði víst ekki söguna. Kálhausinn náði að flýja og situr á þingi fyrir sjálfstæðisflokkinn í dag.

Miss G

Vá. Formið minnir á hreindýr. Er ekki til myndasamkeppni fyrir sturlað grænmeti? Dæs. Þú átt alveg eins útvarp og ég. ;;)

hildigunnur

þessi var greinilega ekki geislaður og steindauður. Við eigum líka svona úbart, bara grænt. Töff.

hildigunnur

(já og það heitir Palli og er í Framsóknarflokknum...)

DonPedro

Þú. Drepur. Mig. Mig langar að gera (langa) bíómynd um flóttann í anda "The Great Escape"

Bullu-Kolla

"Við" sætu stelpurnar veljum alltaf vitlaust!! *andvarp* ;o( Endum alltaf í kálhausum; rauðum, hvítum, grænum eða...blómkáli?? Skiptir ekki máli. Nú ætla ég að breyta um aðferð; Sný mér að ávöxtunum. Ástaraldin...gggrrrrr........ það hljómar vel.... ;o) Suðrænn og seiðandi...

Fríða

Mig langar í svona útvarp

Hugi

Hmmm, myndasamkeppni. Þú segir nokkuð... Altént það tilkynnist hérmeð að héðan í frá kallast salat "sturlað grænmeti" á mínu heimili Og þið eruð smekkstúlkur þegar kemur að útvarpavali :-). Mitt útvarp er óflokksbundið - en það er með geðklofa - kynnir sig sem Brodda Broddason á kvöldin og Jón Thordarson á morgnana. Algjört met... Er annars hægt að kalla rauðkál grænmeti. Er það ekki rauðmeti?

Hugi

Pedro, ég er með. Ég er líka með hugmynd að barnaævintýri sem heitir "Jói og rauðkálshausinn" sem væri gaman að skoða. Fríða, <a href="http://www.tivoliaudio.com/product.php?productid=161&cat=266&page=1">skelltu þér á útvarpið</a>. Hið fullkomna Rásar 1-útvarp. Já, Kolla - þið sætu stelpurnar lendið iðulega í þessu :-). Ávöxtur... Á-vöxtur. Hljómar eins og annað orð yfir eitthvað hræðilegt kýli eða vörtu.

Bullu-Kolla

Hjálpi mér.... Hugi.... ég er búin að lenda í þessum "Á-vexti"....mannstu var skorin af mér höndin sem óx útúr bakinu á mér. Það var ekkert sexý og seiðandi við það! Fjandakornið...þá er ég búin að prófa það líka!! Hhhhjjjjááállllpppp.....anyone....

Kolla

....nema náttúrulega þegar ég afklæddist fyrir lækninn.. Það var nú svolítið sexý..... eða... ekki... hann gretti sig....

Logi Helgu

Gaman að þú skyldir eiga mynd af þessu, man alltaf hvað ég varð hræddur þegar ég mætti hausnum heima hjá þér um árið. Ef þið ákveðið að kvikmynda mæli ég gamaldags hrollvekju; dramatísk tónlist og skipt á milli kálshaussins og fórnarlamba hans :)

Hugi

Jú, þú hefur vissulega borið ávöxt, Kolla :). Úff, Logi - þetta var scary kálhaus. Og þú mátt leika fórnarlamb í kvikmyndinni.

Ósk

mér þikir blómið þitt fallegt

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin