Viltu styrkja háskóla?

19. janúar 2009

Bara rétt að minna á að ef þú skráir þig úr þjóðkirkjunni - og utan trúfélaga - þá renna sóknargjöldin sem þú greiðir (yfir 10.000 krónur á ári) óskipt til Háskóla Íslands. Og Háskólinn þarf allsvakalega á fjármagni að halda núna.

Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út eitt eyðublað og skila niður í Þjóðskrá í Borgartúninu.

Ég gerði þetta fyrir nokkrum árum og er ekki enn orðinn að saltstólpa, svo þetta virðist vera óhætt.


Tjáskipti

hildigunnur

amm, ég gerði þetta fyrir ári og sé ekki eftir því! mætirðu ekki í kvöld, annars ;) Eða dugar barnakórinn...? :D

Hugi

Hehe :-) .. Mig langar alveg viðurstyggilega mikið að fara í þetta með ykkur en ég er í badmintoni til kl. 20:00 á mánudögum þannig að ég næ þessu víst ekki - búhúhú :-(

Halldór Eldjárn

Ég ætlaði alltaf að stofna Church of the Flying Spaghetti Monster á Íslandi, skrá það sem trúfélag, fá fullt af fólki til að skrá sig í það og nýta mér síðan peningana sjálfur :D

Hugi

Halldór, það er auðvitað grátlegt að það sé enginn FSM-söfnuður á Íslandi. Enda hefur hans núðlugleiki algjörlega yfirgefið okkur á þessum síðustu og verstu....

Logi Helgu

Já, ég verð að fara að drífa í þessu...það gengur ekki að vera kaþóliki kominn á fertugsaldurinn...veit bara ekki hvort ég ætti að fá syndaaflausn fyrst, svona til vonar og vara ;)

Hugi

Heyrðu, þú ert kaþólikki! Hvar fæ ég aflátsbréf á góðu verði í dag? Mig vantar mörg.

Þór

Mér finnst vanta að ég geti valið til hvaða málefnis peningarnir eigi að renna. Mér finnst t.d. skjóta skökku við að ef ég segi mig úr þjóðkirkjunni, þá renni peningarnir í að mennta presta. Ég vildi geta valið að þeir rynnu óskiptir til Tölvunafræðiskorar HÍ, því ég er asskoti hræddur um að sú deild fari að leggjast af í skjóli afdankaðra verkfræðinga sem ekki þola samkeppnina...

Hugi

Já, segðu... Annars er það (sem betur fer) þjóðsaga að sóknargjöldin renni til guðfræðideildar. Þau renna til Háskólasjóðs sem ráðstafar þeim svo til ýmissar starfsemi innan háskólans, sjá nánar um ráðstöfun háskólasjóðs hér: http://www.vantru.is/2006/03/09/07.30/

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin