I'm not dead yet...

30. janúar 2007

...bara önnum kafinn við að sinna vinnunni, skólanum, vefverðlaununum, SVEF, einkaverkefnunum sem munu gera mig ríkan (peningalega) - og svo kannski pota stöku einkalífi hér og þar. Það er búið að vera alveg endalaust mikið að gera. Þetta rennur samt merkilega þægilega hjá. Trúi því ekki að janúar sé að klárast, ég sver það, það er varla vika síðan ég sat með fjölskyldunni og horfði á fulla Íslendinga skjóta ekki upp flugeldum á gamlárskvöld (þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir).

En já, lífið er semsagt dásamlegt. Finn samt að ég þarf að fara að þamba kaffi aftur, ég er ekki nógu stressaður yfir þessum önnum. Ætli ég sé að verða gamall?


Tjáskipti

inga hanna

þú ert kannski bara svona über þroskaður!

Hugi

Heh, þetta fannst mér afar ósennileg tilgáta.

inga hanna

ókei, þá svona rólegur af því þú átt ríkidæmi næsta víst.

Sveinbjörn

Hugi er ekki stressaður því hann er siðlaus. Við vitum öll hvað Max Weber sagði um "the Protestant Work Ethic". Ef hann er ekki stressaður, þá er hann ekki að taka lífinu alvarlega. Og ef hann er ekki að taka lífinu alvarlega, þá er hann siðlaus. Quod erat demonstrandum

Hugi

Sveinbjörn. Ég hef ekkert að gera við svona fróða vini sem vita allt um mig. Farðu! ;-) Og Inga Hanna, ríkidæmið sem ég ætla að enda með er ekki peningalegt. En hitt hjálpar :-).

Miss G

Nirvana? Já, það er alveg ókeypis.

Hugi

Miss G., hvernig geturðu haldið að ég ætli að enda spilandi með rokkhljómsveit, ha? Ég er djasshundur. Og hvað ætti ég sosum að gera við leifarnar af Kurt Cobain þegar ég verð tíræður?

Miss G

Nei, nei, nei, nei. Og passaðu þig á Courtney Love. Ég var að tala um Algleymið. Sagðirðu, om?

Hugi

Svoleiðis Nirvana, suss, náði því fyrir löngu síðan. Og þú líka er það ekki, sá ég þig ekki á aðalfundi Nirvanian-samtakanna um daginn? Alltént - voðalegur rólegheitafundur. Lítið um átakamál. Hvernig væri nú annars að stofna íslenskt trúfélag um Hinn Mikla Om?

inga hanna

ég hefði frekar stofnað samtök um ba, en átta mig ekki alveg á hvað myndu margir vera með í þeim.

Hugi

ba?? British Airways? Eða ertu Egypti?

baun

held þú sért að verða gamall. veist ekki hvað ba er.

Hugi

Jæja jæja, nú verður einhver að upplýsa mig. Mér er farið að líða fremur illa hérna.

baun

ég er gömul sjálf. ekki spyrja mig.

Miss G

Jú, það var einmitt ég, með naglabrettið og slöngurnar. Ég mæti á þennan stofnfund, ekki spurning. Og ég er alveg á egypsku línunni með þetta ba.

Hugi

Úff, baun, þú hræddir mig. Hélt að allir vissu hvað "ba" er nema ég. Og þú ert ekki gömul. En já, "ba" var víst einn af sjö hlutum sálarinnar samkvæmt því sem fornegyptar trúðu. Segir a.m.k. Wikipedia (og Inga Hanna skuldar mér stórt - þegar farinn klukkutími í Wikipedia-lestur um fornegypska guðfræði). Og Miss G. það er Om-stofnfundur á Hagmelnum í næstu viku - mættu með skjaldbökuna þína.

inga hanna

það er þetta ba sem ég átti við - japan, ekki egyptaland! http://www.cyberartsweb.org/cpace//cpace//ht/thonglipfei/ba_concept.html hvað skulda ég mikið?

Miss G.

Með skjaldbökurnar? Já, best við leggjum þá af stað núna. Á ég að koma með eitthvað, kannski amrita?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin