Sem háaldraður einhleypingur fæ ég mikið af áhugaverðum spurningum sem krefjast óáhugaverðra svara. Þessu ætla ég að bæta úr. Af biturð.
Hugi, ertu hommi?
Konan át í græðgi sinni eplið af skilningstrénu og ber þannig ein alla ábyrgð á erfðasyndinni og allri bölvun mannkyns frá upphafi. Vill einhver sjálfviljugur umgangast svoleiðis fólk?
En svarið við upprunalegu spurningunni er nei, ég er ekki hommi.
Hvernig stendur þá á því að þú ert einhleypur?
Limurinn á mér er lítill og snúinn, blár á litinn, alsettur bólum og kýlum og lyktar eins og skemmd sítróna. Hefur þú áhuga á að búa með slíkum grip?
Hvenær ætlarðu að ná þér í konu?
Hið hefðbundna nörd verður yfirleitt ekki kynþroska fyrr en um tvítugt og fengitíminn er eftir það aðeins einu sinni á sjö ára fresti, burtséð frá því hvort mökun heppnast eða ekki. En næsta tímabil hjá mér er 17. til 19. mars 2007 og ég lofa að það mun ekki fara fram hjá neinum, því mökunardans nördsins er tilkomumikil sjón. Ég er þegar búinn að kaupa latexgallann.
Er ekki frábært að vera einhleypur, laus og liðugur?
Jú. Ég eyði öllum mínum dögum í að hlaupa nakinn um í skóginum og velta mér hlæjandi upp úr dögginni. Jibbí!
En hvað er eiginlega með þig og [kvenmaður x]?
Jæja, ég játa það. Eins og allir vita er vinátta fólks af gagnstæðu kyni ekki möguleg. Við x erum í raun einu félagarnir í hinu íslenska oculolinctus-félagi og sitjum heilu dagana uppi í sófa og sleikjum augun í hvort öðru.
Ég á frábæra vinkonu sem væri fullkomin fyrir þig. Á ég að kynna ykkur?
Ég gekk nýverið í vísindakirkjuna og þurfti þá að gelda mig og éta af mér eistun, svo nema vinkona þín sé að leita að kontratenór eða briddsfélaga, þá held ég að hún hafi ekki áhuga.
Ef þú gætir valið milli konu og frotté-handklæðis, hvort mundir þú velja?
Það veltur að sjálfsögðu á gæði frottésins og mýkingarefninu sem notað var við þvottinn. Þ.e. á handklæðinu. En líklega mundi ég velja handklæðið því þau má einfaldlega setja í suðuþvott þegar sveppagróðurinn fer að grassera í þeim.
Og hananú.
...þetta er hreinskilið og gott netl. Má ég vera með í oculolingus félaginu? Ég er með ómótstæðileg brún augu...
Stebbi kær, við verðum eiginlega að taka það fyrir á næsta aðalfundi. Ég sleiki ekki augun í karlmönnum, hvað heldurðu eiginlega að ég sé - pervert?
Frekar geng ég um blautur en að þurrka mér á handklæði sem hefur verið meðhöndlað með mýkingarefni.
Hugi á í mjög sérstöku sambandi við frotté. Nú get ég alls ekki farið að sofa fyrr en eftir klukkan 1. Maður espast svo upp við að hlæja fyrir svefninn. Kannski að ég fái mér nátthúfu (þýðing á nightcap í ótilgreindri kvikmynd). Hvað myndum við gera án þín? Ef ekki væri fyrir þessa skemmtun væri maður bara að gera einhvern óskunda. Eins og að hringja í fólk sem maður ÞEKKIR. Takk fyrir mig :)
Já, Elías, svona þegar þú nefnir það, þá hef ég alltaf verið frekar blautur. Þetta er kannski ástæðan? Ég biðst innilega forláts Gestur, vona að nátthúfan reddi málunum (góð hugmynd, kannski ég geri það sama :-). Og í almáttugs bænum, ekki fara að umgangast fólk sem þú þekkir - það er bara til vandræða.
Ég vissi það! Hugi er Vúlkani eftir allt saman og þá líklega sá eini þeirra sem er ekki svarthærður. Gott að ég er vel að mér þegar kemur að mökunarvenjum Vúlkana en samt ekki þannig sko...
Kalli: vúlkanar eru ekki alltaf dökkhærðir. og þeir eru í raun afar blóðheitir þótt þeir hafi lært að halda tilfinningum sínum vandlega í skefjum. Hugi - samúðarkveðjur. þessar sífelldu spurningar hljóta að vera þreytandi. haltu þínu striki - konur eru vandræðagripir. láttu mig þekkja það.
Þar sem ég er með diplóma gráðu í vúlkönskum fræðum frá Laugarásvídeó verð ég að biðja þig, hæst virta baun, að vísa fram heimildum um Vúlkana sem eru ekki dökkhærðir. Og þá meina ég fyrir utan Huga að sjálfsögðu.
Sko. Líf piparsweinsins er stórlega ofmetið, nema að piparsweinninn sé þrautþjálfaður og kunni að notfæra sér þetta ástand. Ég var hræðilegur piparsveinn, stopult kynlíf, reglusamur, og fyrirsjánlegur. Gat ekki beðið eftir að komast í gott langtímasamband. Þekki piparsvein sem sængar aldrei hjá sömu konunni tvisvar,ferðast hnatthólfa á milli og á nóg af peningum. Hann hefur ætíð verið ímynd hins fullkomna piparsveins, ltiinn öfundaraugum af okkur giftu körlunum. Ég hitti hann um daginn, og hann sagði mér glaseygur að hann langaði að kaupa hús og eignast börn. Hann langaði að verða stabíll fjölskyldumaður eins og ég, skafa skorpuna af lifrinni, og eiga einhverja að koma heim til. Hvað frotté varðar, þá er ekkert sem segir að gott langtímasamband geti ekki innihaldið dágóða virðingu og eða fetish fyrir frottéhandklæðum. Maður á ekki að þurfa að velja.
Þetta er náttúrulega óendanlegt misrétti og spyrli til örgustu skammar að spyrja þig hvort þú sért hommi. Þó þú sért orðinn aldraður, hrumur og kvennmanslaus þarf það ekki að vera = samkynhneigð! Hvenær lærir fólk? Það eru miklu fleiri spurningar sem á að spyja. Hann gæti verið tvíkynhneigður, sjálfssínshneigður, dýrahneigður, getulaus, hormónasnauður og fjölmarkt fleira. Þessar spurningar eiga mun meiri rétt á sér heldur en spurning um hommaskap.
iss.... ef þú værir í sambandi væri þetta ekki hótinu skárra... -hvenær á að koma með eitt lítið? vísbending..eitt lítið á EKKI við um 1)jólatré 2)hægðir 3)gæludýr og mundu að ef þú lendir í gildrunni hjá hinu kyninu...verður óléttur... fæðir... þá fyrirgefst þér engan veginn að skíra barnið Emilía Rós, Anton Darri, Amelía Brá eða Alexander Gnýr! Hvað þá að tala um börnin sem prinsa eða prinsessur sem er ógeðslega væmið og einkar mikið í móð þessa dagana... Einnig leyfist þér ekki að tala um afkvæmið sem snúllu...rúsínudúllu eða eitthvað álíka hryllilegt...... úbbs...spól til baka! Ég biðst afsökunar..var komin aðeins of langt inn í framtíðina og búin að ímynda mér hluti sem varla gerast. Ef þú skyldir fjölga mannkyninu einn daginn þá veit ég að barnið muna heita einhverju góðu og gildu nafni eins og Jón...vera rauðhært með krullur og helst þybbið. Það væri ídealt og skal ég verða stolt frænka! Hugi- bestur einhleypur, óvæginn og eðallúði!
Hugi gæti verið asexual, það er ókynhneigður og almennt áhugalaus um kynlíf og kynferðisleg málefni. Það er kannski hans val að lifa einn, einangraður og óþjakaður af kynlífsþráhyggju nútímans. Spurning um lífsstíl. Hans sprelli er bara til að spræna með. Efast samt um það....bara nafnið á heimasíðunni gefur annað en kynleysi til kynna.
vá, ég veit nú ekki alveg hvernig tilfinningalíf ykkar strákanna er, en þar sem ég er nú kona er það kannski frekar skiljanlegt að ég hafi alltaf séð fyrir mér líf fullorðna sem maður og kona (eða samkynhneigt par - þú ræður) og fullt af litlum krílum sem orga og rífast og maður reynir að ala upp. Það er svo skemmtilegt! Svo er fjölskyldan líka eitthvað sem þú átt að eilífu, það er svolítið kósí tilhugsun. En það er líka rétt að nördar ganga venjulega ekki út fyrr en í kringum þrítugt. Eða það finnst mér af þeim nördum sem ég þekki. Sem eru ekki margir. Þú og Gulli maðurinn minn.
Alveg rétt hjá henni Ollu, spurningarnar hætta ekkert þegar maður er í sambandi, þær breytast bara aðeins. Annars er nú litið mál að gifta sig og stofna fjölskyldu með einhverju fávita, er ekki vandamálið að finna einhvern sem maður nennir að horfa og hlusta á í 50 ár? Betra er autt rúm en illa skipað :)
Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég ætla að kommenta á þessa færslu. Er komin með ritfóbíu á kommentasíðuna, en er haldin masókisma og er því að komennta samt. Pedro! Númer hjá þessum ágæta manni með peningana og settlegu hugleiðingarnar? Ég er nefnilega orðin leið á spurningunni: " Er ekki kominn tími á þig aftur, eða ætlarðu að renna út á söludegi?"
Kalli: sá ljóshærðan vúlkana í Star Trek mynd, man því miður ekki í augnablikinu hvaða mynd það var. hef séð þær allar og lesið tugi Star Trek bóka. OG farið á ST ráðstefnu (beat that!) er alræmdur Trekker og efast um að þú hafir roð í mér á því sviði...
Að vera einhleypur á þínum aldri, Hugi, ber vott um einstaka skynsemi. Eins og Nietzche sagði, þá er markmið konunnar ávallt að unga út, og heilbrigður karlmaður vill ekk þurfa að skerða bjórpeninginn sinn til þess að sjá fyrir einhverju sjálfselsku, egósentrísku, öskrandi og freku kvikindi sem setur mann síðan á elliheimili.
Baun: þú mátt alveg eiga þennan heiður að vera meiri trekkari en ég. Ég er t.d. ekkert trekkari, takk fyrir. Ráðstefnu??? Þú ert samt alveg viss um að þetta hafi ekki verið Sela, hálfur maður, hálfur Romulan, sem var í TNG? Og bækur teljast ekki með. Ekki canon material ;)
Kalli klári, ég legg niður rófuna (eða baunaspíruna). Þetta er alveg rétt hjá þér. Sem betur fer fyrir lesendur þessarar síðu heyra þeir ekki klingonskt iðrunaröskur mitt, sem fær mjólk til að súrna í glösum og blóm til að halda fyrir eyrun.
Baun og Kalli, við rauðhærðu vúlkanarnir erum ekki margir, staðreyndin er sú að ég er kynblendingur frá því að móðir mín, Amiel Shk'tal, svaf hjá írskum setter. Hún var fyrir þetta gerð útlæg frá Vúlkan og send til Neskaupstaðar. Pedro, ég er afleitur piparsveinn, allur sá tími sem ég ætti að vera að nota í kvennafar fer í forritun, ráðstefnuhöld, píanóleik og lestur. Ég þarf alvarlega að taka mig á í þessum efnum, heldur þessi vinur þinn námskeið? Jafnvel verkleg? Olla, þú átt alla mína samúð. Júlía, tek undir þína framtíðarsýn, húrra, fjölskyldan ofar öllu! Vandinn er að finna hinn hausinn á fjölskylduna. Linda, ég var kominn með tjáskipta-fóbíu líka, en tókst að sigrast á henni og stíg nú stoltur fram á ritvöllinn aftur. Ekki hef ég grænan grun um hvað þú ert gömul, en hef á tilfinningunni að það verði ekki þín örlög að renna út og vera hellt niður. Það er nú bara eitthvað að í heiminum ef það verður tilfellið :-). Sveinbjörn: Áhugavert sjónarmið. Áhugavert. En ég þakka stuðninginn öll, það er ekki auðvelt að berja stöðugt frá sér vafasamt kvenfólk og góðviljaða vini. En slíkt er hlutskipti einhleypingsins.
Svona okkar einhleypinganna á milli eru The New Pornographers ákaflega góð til að hlusta á meðan maður hleypur um nakinn í skóginum og veltir sér hlæjandi upp úr dögginni.
og manninum þótti eplið líka gott
Hvaða skóga ert þú að tala um Kalli? Lúpínuakrana í Heiðmörk? That's a real forest... .yeah baby yeah
Þetta var fallega sagt Hugi. Ég er líka viss um að lífið á eftir að koma þér á óvart einn daginn.
Ekkert vera að gera lítið úr skóginum í Heiðmörk - við erum nú ekki öll há í loftinu....:-)
ég get nú ekki einu sinni kommentað á þetta hjá ykkur.....ég hlæ svo mikið af þessari vitleysu....... Hugi: ertu í alvöru spurður að þessu hehe ómg........
Kalli, mér finnst skemmtilegast að hlusta á Grieg á meðan ég er á hlaupum í skóginum, það er tónlist sem bara grópar á hlæjandi barnslega nekt. En mun þó tékka á pornographers, þótt ekki sé nema bara út af heitinu. Adda, það var samt kvenmaðurinn sem freistaði karlmannsins. AÐ VENJU. Takk, Linda - lífið er reyndar stöðugt að koma mér á óvart :-). Við Austfirðingarnir hlæjum nú að skóginum í Heiðmörk, Simmi! Skutla: Stöðugt. :-)
hmmmm..........ætla að reyna passa mig á að koma ekki með svona spurningu :D skil nebbla ekki hvað liggur alltaf á hjá öllum að koma vinum sínum í samband, hvað þá að finna fyrir þá maka, eða hafa áhyggjur af því hvort mar sé með maka, hvort mar ætli ekki að fara ganga út, hvort mar er gay og framvegis.....ætli þetta sé svo það sé frekar hægt að bjóða manni í matarboð þar sem bara pör eru í mat, fjölskylduvænuferðalögin, fjölskylduboðið, barnaafmælin og framvegis :D annars með þennann mökunardans í latexgallanum............hentar ekki betur fyrsta helgin eftir verslunarmannahelgi 2006 :D *úppppsssss*...........(nú urðu puttarnir á mér óþekkir) já nei nei Mars hljómar miklu betur, þá á ég líka afmæli ;) híhíhíhí
Nokkrar sögur: Einu sinni var ég með myndarlegum strák. Einn daginn henti hann nammibréfi út í náttúruna. Ég skammaði hann en honum var alveg sama. Ég hætti að vera hrifinn á honum á þessari stundu. Einu sinni horfði ég á þátt með Attenborough. Flóðhestur ropaði á hann. Attenborough sagði: "Oh my!" og hló þannig að kakíbuxurnar hristust allar. Ég var orðin ástfangin. Einu sinni voru James May og Richard Hammond (aka The Hamster) í Topgear að keppa í pílukasti þar sem pílurnar voru bílar sem var kastað í loftið með þar til gerðu áhaldi. Markmiðið var að hitta hjólhýsið í miðju píluspjaldsins. Hammond hélt því fram að hann hefði náð 15 stigum í einu kastinu. May neitaði og útskýrði fyrir honum af hverju. Hammond hlustaði og viðurkenndi síðan að hann hafði haft rangt fyrir sér. Gekk síðan að stigatöflunni og breytti 15 stigunum sínum í 10. Ég hef verið skotinn í hamstrinum frá þessari stundu. Tilgangur þessara smásagna er óljós. Mig langaði bara að deila þessu með ykkur.
Ég vil vekja athygli á því að ég tek Hamsterinn til fyrirmyndar í tískumálum. Er samt ekki dvergvaxinn, nota ekki hair products í tunnuvís né hef ég látið hvítta í mér tennurnar. Finnst samt May lang bestur af þeim. Eins og hann sagði um hina: When you [Hamster] wake up you stick your head in a vat of hair product and you [Jezza] don't like brown beer. Svo hefur hann bara miklu betri smekk en hinir. Nema auðvitað á skyrtum... Og Hugi, það er galli í kommentakerfinu. Maður getur sent inn tóm komment!
hæ og hó Hugi. var að sjá fyrir tilviljun spurningu frá þér á kommentakerfi mínu sem ég hafði ekki séð áður. ég keypti þessa frábæru kaffivél í Art Form á Skóavörðustíg. Kostar ekki nema 25 þús kall og lagar fínasta kaffi :o)
og mér finnst Diane Krall æðisleg. vissi ekki að hún og Costelló væru ætem
Það er ekki galli að geta sent inn tóm komment, það er kostur. Hvað annað á maður að gera þegar maður hefur ekkert að segja?
Skutla, ég hef lengi íhugað að fá mér uppblásna dúkku og binda hana við úlnliðinn á mér til að taka með á skemmtanir, og tala þá um hana sem "hana Siggu mína". Þá held ég að fólk færi örugglega halda sig í öruggri fjarlægð. Og trúðu mér, ef þú ert ekki reiðubúin að eignast börn þá viltu vera víðs fjarri þegar dansinn fer fram því hann er algjörlega ómótstæðilegur. Nokkurskonar blanda af breikdansi og ballett. Mjása, góðar sögur :-). Kalli og Elías, það er einmitt málið. Stundum hefur maður ekkert að segja. Og þá er bara um að gera að láta vita af því. Heyrðu, takk Baun - kannski maður kíki í búðir á næstunni. Og já, hún Díana mín er frábær.
hehe ég er sko við öllu búin :D á 2 nú þegar og mig munar sko ekkert að bæta í hópinn ef það er issjú hjá þér ;) ég verð nú fljótari að járna þig við mig þar sem ég á tvenn svona *arrrrrr* mér gengur nefnilega ágætlega að rölta um 107 með hálfann Huga til stemma hann við karlpeninginn sem þar býr og gerann að "heilum Huga" :D er með járnin á mér btw ;) þannig að þú verður að vera snöggur að útvega þér þessa dúkku !
Iss Skutla. Þegar þetta er sagt við íslenskan karlmann á þrítugsaldri, þá er hefðbundið svar "nú? ekki nema tvö?" :-). Og hvað segirðu, handjárn? Hmmmmm....
hey já og spáðu í það Hugi...........þessi 2 börn mín sem flokkast víst undir karlpeninginn eru samfeðra og geri aðrir betur í dag *glott* handjárn..............jáhá og það tvenn *blikk* *blikk*
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin