Extreme wakeupping

5. janúar 2009

Slæmhugmynd: Að geyma sneisafullt vatnsglas á nátthillunni fyrir ofan rúmið sitt.

Afburðaslæmhugmynd: Að stilla því upp við hliðina á 220 volta útvarpsvekjaranum.

En svo maður líti á björtu hliðarnar, þá kann ég núna alveg frábæra aðferð til að rífa mig frammúr á mánudagsmorgnum. Það jafnast ekkert á við hressandi ískalda vatnsgusu og gott raflost til að koma sér í gang í morgunsárið.


Tjáskipti

inga hanna

snillingur ertu!

Hugi

Þakka þér sömuleiðis :-). Ég held reyndar að maður gæti stórgrætt á að fá patent á þessu. Svona "Vaknaðu hress!"-vekjaraklukka fyrir B-fólk. Bara fyllir hana af vatni og tengir þig með startköplum áður en þú ferð að sofa á kvöldin.

Bjarni Þór

Gleðilegt ár gamli! Getur maður skráð sig einhversstaðar til að fá tilkynningu þegar "Vaknaðu Hress" kemur út?

Hugi

Ekki málið Bjarni, ég skal láta þig vita. Þú gætir líka haft áhuga á "Vaknaðu jafnvel hressari!"-viðbótinni sem stingur flökunarhníf í lærið á þér í hvert skipti sem þú snúsar.

Atli

Hahaha .. einmitt ástæða þess að mín vekjaraklukka keyrir á 3 voltum :)

Hugi

Þremur voltum?? Iss, maður vaknar ekki af því.

Atli

Nei það er rétt, ég ætti kanski að fara að skipta svo ég sé líka í stuði á daginn.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin