San Francisco

7. júní 2008

Alsæla. Ég lenti fyrir nokkrum klukkutímum í San Francisco, þar sem ég verð næstu vikuna í embættiserindum. Kíkti aðeins í bæinn áðan og hitti lítinn og lokaðan alþjóðlegan nördahóp sem ég tilheyri - og uppgötvaði þá að ég er búinn að vera í miklum tölvupóstsamskiptum við Jóhannes í Bónus undanfarin ár vegna hugbúnaðarþróunar. Það var... Óvænt.

(ath. að hann er ekki með svona stóran haus í raunveruleikanum. Heads may be larger than they appear)


Tjáskipti

lindablinda

Bíddu............vorum við ekki búin að sammælast um að ég træði mér í einhverja tösku??? (búin að kaupa kafarabúning, sleipiefni og allt. Svo ert þú bara eitthvað að dillibossast með Jóa! Hrrmmmpppff

Hugi

Ah! Ég vissi að það var eitthvað sem ég gleymdi, var búinn að taka frá pláss í töskunni og allt. Kemstu í frakt? Annars er "Jói" mjög ruglaður í ríminu. Heldur því stöðugt fram að hann heiti "Dominique" og reki hugbúnaðarfyrirtæki í Frakklandi - og vill ekkert tjá sig um Baugsmálið. Held að réttarhöldin hafi farið mun verr með hann en nokkurn grunaði.

baun

þú meinar að hausinn á Jójó sé stærri en hann sýnist á myndinni? og þinn líka? ahhh...blóm í hárið.

Sveinbjörn

"embættiserindum" ... já, er það já? *ehm* *ehm*

Hugi

Baun, jú er það ekki? Á myndinni er hausinn á mér með, hvað, kannski rétt um 2ja sentimetra radíus - ég er nú vel rúmlega það. Og ójá, það er blómastemning hérna! Sveinbjörn, ójá... Þú hefðir gaman af að vera hérna - fyrsta deginum af WebObjects-ráðstefnu var að ljúka og hausinn á mér er þegar orðinn talsvert stærri. Eiginlega bara sárt. Nördaráðstefnur eru bestastar í heimi!

Sveinbjörn

Ah, the sweet joy of nerding. Það á sér engan jafnoka.

Eva

Mín reynsla er nú reyndar sú að margur hafi minni haus en maður hélt við fyrstu kynni.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin