Varúðarráðstafanir

24. júlí 2006

Aðeins tvær vikur þar til ég yfirgef þetta land og fjölmenni á ráðstefnu um hugbúnaðarsmíðar í San Francisco. Dásamlegt.

Eins og ég hef áður sagt frá sólbrann öll húðin og einn útlimur af mér þegar ég hætti mér síðast þarna út, enda Kalifornía ögn sólríkari en Reykjavík. Auk þess sem ég og sólin höfum lengi eldað grátt vetni úr helíumi með kjarnasamruna saman - mín kenning er sú að hún öfundi mig, því ég skín skærar en hún þegar ég fer úr fötunum.

En ég er búinn að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og pantaði mér í dag geislavarnargalla til að fara í á ströndina. Ég er samt efins. Þessi gerð, sem er toppurinn í dag og fékk fimm stjörnur í Red Hair Weekly, á vissulega að veita eðlilegu fólki fullkomna öryggistilfinningu og vernd gegn áhrifum alfa-, beta- og gammageisla, en mig grunar að ég eigi samt eftir að sólbrenna.


Tjáskipti

baun

vona að þú sólbrennir ekki gegnum túðurnar, þær eru settar á viðkvæma staði... mundu líka Hugi minn: rautt hár er fallegt og enginn er prýddur rauðu hári nema vera maður til að bera það:)

Hugi

Heyrðu já, ég vona að það sé sterkt gler í þessum túðum. Og auðvitað er ég stoltur af rauða makkanum mínum, jafnvel þótt hann gæti þýtt að ég yrði brenndur á báli ef galdraofsóknir hefjast aftur á vegum þjóðkirkjunnar.

Vælan

já ég myndi nú hugsa um að skella mér í loreal meðferð sem snöggvast, það var nú ansi mikið um galdraáróður á Skálholtshátíð um helgina.. heyrði meðal annars í Jóhannesi Páfa Tjisen og Kalla kúl ræða um hugsanlegt samstarf í náinni framtíð, víst hagkvæmara ef kirkjudeildirnar sameinast um timburkaup og þess háttar, jafnvel skiptast á brennum, alveg hægt að henda einum rauðhærðum kaþólikka með ef það er verið að brenna hjá þjóðkirkjunni á annað borð og öfugt.

Simmi

Þetta er rugl Hugi - þetta verður aldrei nóg Ég mæli því eindregið með - http://media.bonnint.net/apimage/ca3e18ec-90a7-4492-92e9-9c04cb6b6a10.jpg borgar sig ekki að taka of mikla sénsa svo ég mæli með svona 90 SPF sólarvörn sem þú berð á þig áður en þú ferð í gallann....

Siggi Árni

Ég held að þetta eina lausnin fyrir þig: http://www.youtube.com/watch?v=SCTSCAQzY9k

Hugi

Já, Væla, líklega rétt að fara varlega í þetta. Annars ágætt að heyra að hagkvæmnissjónarmið eru orðin ráðandi hjá Þjóðkirkjunni. Spurning hvort þeir gera ekki bara samning við Sorpu, eru ekki brennslustöð þarna í Gufunesi? Lol, Simmi, mér líst vel á þennan búning. held að hann henti betur í strandblakið, virðist hreyfanlegri en hinn. Já, Siggi, blár fer vel við rauða hárið á mér, mér líst vel á það.

Lindablinda

Ég á bara eitt orð.......öfund. Þú ert heppinn dúddi. (þetta voru víst 10 orð......15....uu ogh.... crap)

Skutlan

Ég þurfti nú ekki að fara nema í stykkishólm í heilaviku til að vera brún og fín, það var nú bara steik þar :D en samt náttla heitara í an Francisco

Kibbster

jæjah Hugi. Ertu búinn að taka upp hippagallann og setja blóm í hárið?

Hugi

Já, Linda, ég mundi öfunda mig líka :-). Skutla, ég þurfti ekki nema klukkutíma í sundlauginni Stykkishólmi til að geta húðflett mig daginn eftir. Þú varst kannski á sólstólnum þarna við hliðina á mér? Ertu ca. 165 á hæð og með málin 90-60-90? Kibba, það er jú að vísu einn hippi í Neskaupstað. Fínn náungi. En hann segir að það sé erfitt og slítandi að stunda frjálsar ástir einn. Hippaskapurinn hefst fyrir alvöru um næstu helgi.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin