Hilmir snýr heim

13. júní 2008

Búinn að pakka. Flugvélin fer eftir 10 tíma og ég verð kominn heim eftir rúman sólarhring.

Ég ætlaði að vera viðurstyggilega duglegur að skrifa hérna úti, enda nóg að skrifa um. Ó já. En auðvitað gafst aldrei tími til skrifa, alltof gaman. Dagarnir fóru í fróðleiksþamb, forritun, nördaskap og kjaftagang en kvöldin fóru í átveislur með nýbökuðum vinum og kunningjum.

En svo maður líti á björtu hliðarnar, þá á ég altént núna útistandandi nokkur heimboð - þar af tvö sem ég er staðráðinn í að nýta sem fyrst; til Victoriu í Kanada og Wellington í Nýja Sjálandi. Þessi tvö valdi ég ekki vegna staðsetningarinnar, heldur vegna þess að pörin sem buðu mér á hvorn stað voru vægast sagt yndislegt fólk (og mig grunar líka að þau ætli að nýta mitt heimboð til Íslands - eða það vona ég).

Vika. Og aldrei þessu vant langar mig ekkert sérstaklega heim. San Francisco er... næs.


Tjáskipti

Bjarni Þór

Hey hey hey, þú átt líka útistandandi heimboð til Danaveldis. Taka þetta í réttri röð ;-)

Barbie

Get sko sagt yður að Wellington er örugglega eins og himnaríki nema vitað er að Wellington er til. Skellið yður.

Kalli

Hvað er þetta? Ég lít af þér í nokkra daga og þú ferð á WWDC? Það er eins gott að þú komir með eitthvað fallegt handa mér þaðan.

Hugi

Bjarni minn, þú ert alltaf fyrstur og fremstur :-). Barbie, mig grunti það, eins og við segjum fyrir austan. En er þetta ekki fimm sólarhringa flug eða eitthvað álíka? Kalli, jájá. Það átti að koma á óvart, en ég keypti mjög sæta eyrnalokka handa þér. Perlur :-).

Kalli

Geggjað. Einmitt það sem mig vantaði. Mér hefur ekki fundist ég vera fallegur lengi.

Hugi

Kalli, þú ert alltaf fallegur. En lengi getur gott batnað!

Þórhildur

ef þú ferð að flækjast til Wellington þá geturðu alveg bætt Cairns í Ástralíu við.

Hugi

Jájá, ég mæti. Put the shrimp on the barbie bara.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin