Bremsur hvað...

4. október 2007

Jæja, Blakkur er bilaður. "Sjálfvirki strekkjarinn" er víst ekki að "strekkja" allt sem þarf að "strekkja" þarna undir "vélarhlífinni". Letingi sem hann er. Hefði átt að hlusta á ömmu í æsku, "Maður á aldrei að treysta sjálfvirkum strekkjara" var hún vön að segja, eða "Pappakassar þessir sjálfvirku strekkjarar". Og skellti svo í góm.

Svo ég tók aðra törn á Golfinum Göbbels í dag, reif undan honum afturdekkin, fór úr að ofan (var reyndar í bol undir skyrtunni) og barði bremsuskálarnar sundur og saman með berum höndum (eða hugsanlega sleggju) - og tókst eftir talsverðar barsmíðar að frelsa skálarnar undan oki handbremsubarkans! Sigri hrósandi festi ég dekkin undir aftur, settist í ekilssætið, rúllaði bílnum út á Hofsvallagötuna og steig gasolíufetilinn í botn svo drundi í báðum hestöflunum. En. Fljótlega uppgötvaði ég að ég hafði losað bremsurnar aðeins of vel - það virkuðu engar bremsur á bílnum yfir höfuð. Sem var slæmt.

Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því hvað það að stoppa er mikilvægur hluti af því að keyra.

Svo ég ók varlega aftur heim í hlað, skóf leifarnar af gömlu konunni sem ég keyrði á af stuðaranum, hirti þær matvörur sem mig vantaði úr pokanum hjá henni, gróf líkið, lagði bílnum og rölti blístrandi upp í íbúð til að laga mér tebolla.

Volkswagen-gúrúið mælir með að ég skoði stöðu bremsuvökva og rannsaki innihald bremsuskálanna. Geri það í vikunni.

Kostnaður við Göbbels þegar hér er komið:

  • Flutt frá fyrri færslu: kr. 13.950.-
  • Matvörur (þ.á.m. Royal-búðingur, mysa og pralín-brjóstsykur): kr. -930
  • Gervitennur, lítið notaðar: kr. -1.000.-
  • Samtals: kr. 12.020.-

Alltaf að græða.

Mig vantar samt ennþá bílskúr.


Tjáskipti

Daníel

Þetta er allt mjög spennandi, en svo maður bregði sér nú aðeins í nördahaminn: - af hverju fær IE ekki að downloada screen3.css? Þegar hann biður um það skjal fær hann aldrei nema screen2.css, og síðan birtist þess vegna án alls css. - af hverju birtist content af hugi.karlmenn.is sem (null) í Google RSS readernum mínum? - Svona út frá leitarvélarvænleika; ætti ekki meginmálið að koma á undan valmyndinni? - Hvar er Valli?

Daníel

p.s. að sjálfsögðu er heimilt að koma með athugasemdir um dabs.forvit.is síðuna, og þetta var ekki hugsað sem eitthvað niðurrifskomment. Þvert á móti, enda má sjá ef grannt er skoðað að margt á dabs.forvit.is er fengið "að láni" frá hugi.karlmenn.is. Segir ekki einhversstaðar að "ritstuldur" sé hreinasta aðdáunarformið?

Hugi

Þjófur! ;-) Þér að segja þá skoða ég síðuna mína aldrei í IE, enda þekki ég svo fáa sem nota þannig. En ég skal tékka á þessu á morgun þegar ég kemst á einhverja tölvu sem keyrir svoleiðis dót. Varðandi RSS-ið þá er það pottþétt encoding-mál, þar sem ég var að byrja að nota UTF-8 fyrir alvöru núna. En varðandi contentið, þá er auðvitað ekki spurning um að contentið ætti að koma á undan valmyndum. Hefur kannski ekki mikið með leitarvélar að gera (svo ég viti? fræddu mig ef eitthvað nýtt hefur gerst) en fyrir sjónskerta með lesvélar skiptir það öllu.

Hugi

Heyrðu annars, takk fyrir allt andskotans niðurrifið, leiðinlegheitin og skítkastið *hóst* ég meina, allar uppbyggilegu athugasemdirnar. Neinei, takk Daníel minn :-). Maður þyrfti nú að lifa fjandi vernduðu lífi til að taka svona góðar ábendingar nærri sér.

Daníel

Mig grunti svosem að þú reyndir að halda þig sem lengst frá IE. En hver veit nema þú eigir eftir að sjá ljósið einn góðan veðurdag. Ég tók einmitt eftir að nú birtist fyrirsögnin líka eðlilega í Google readernum. Mér sýnist reyndar að description tagið sé tómt hjá þér, en það er a.m.k. það sem birtist sem meginmál út úr RSS-inu hjá mér. Hvað varðar staðsetningu á contenti og leitarvélar, þá sagði ólyginn mér að leitarorð fengju meiri vigt hjá leitarvélum ef þau kæmu fyrir framarlega í skjalinu, og að það gæti jafnvel farið svo að leitarvél skanni ekki allt skjalið heldur bara fyrstu x bætin. Sel þetta nú samt ekki dýrara en ég keypti. Keypti þetta einmitt mjög ódýru verði.

Bullu-Kolla

Ég á bílskúrsrétt. Ef þú nennir að byggja bílskúr fyrir alla skranbílana þína, þá er það velkomið. Ég fengi jafnvel að geyma skíðin mín þar og jólatréð...og fótanuddtækið...og bumbubanann...og..??

Hugi

Kolla, bílskúrsréttindi eru gulls í gildi - vatnsréttindi borgarbúans! Ég skal smíða fyrir þig bílskúr. En fyrst vantar mig bílskúr undir öll verkfærin sem ég þearf. Daníel - kominn með annað doctype á vefinn, IE var af einhverri ástæðu ekkert sáttur við að ég væri að nota XHTML strict. Altént, þeir sem nota IE *skyrp* ættu núna að geta verið sáttir :-).

Daníel

Hann styður allavega þetta hér: <!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Strict//EN"> ef þú vilt vera strict. Sem er auðvitað möst.

Daníel

Ahh, auðvitað birtast goggarnir ekki: &lt;!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Strict//EN"&gt;

Theodór

halló allir, hefur þú verið að hugsa um hvernig þú getur fengið öruggt lán fyrir sjálfan þig, til að leysa fjárhagslegan stöðugleika þinn? ertu að leita að láni fyrir meðferð? viðskiptalán eða hvers konar lán ? þá er hér frábært tækifæri fyrir þig til að fá lán á innan við 24 klukkustundum því þetta fyrirtæki er hér okkur til aðstoðar til að hjálpa okkur að leysa fjárhagsvanda okkar, og í dag fékk ég lánsupphæðina mína upp á 10.000 evrur, og svo líka hjá mörgum sem hafa fengið lánin sín frá þessu sama fyrirtæki, sendu beint tölvupóst í dag pennymacfinancialservices@aol.com og sæktu um skyndilán þín í dag, og öll lönd eru ókeypis og hægt að sækja um sama dag, sóttu um lán núna og þakkaðu mér seinna. Theodór

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin