Fór í badminton í gær. Eftir harða viðureign við andstæðinginn teygði ég mig í vatnsflöskuna mína og fékk mér sopa. Parið á næsta velli horfði á mig stórum augum - líklega ekki vant rauðhærðum, hugsaði ég.
Eftir leik númer tvö teygði ég mig aftur í vatnsflöskuna. Enn stækkuðu augum á parinu.
Það var ekki fyrr en nálægt lokum tímans, þegar ég var búinn að teyga megnið af flöskunni, sem maðurinn á næsta velli hóstaði vandræðalega og sagði, "hérna, afhverju ertu að drekka vatnið okkar".
Og viti menn, vatnsflaskan mín reyndist vera hinumegin við völlinn. Full. En hvers vegna fólkið lét sér nægja að horfa vandræðalega á mig á meðan ég þambaði vatnið þeirra skælbrosandi veit ég ekki. Ætli ég sé svona ógnvekjandi, verandi næstum því 1.80 á hæð og með líkama eins og jarðýta? Eða a.m.k. gaffallyftari? Eða snjóskófla?
En.... Ég gleymdi að spyrja fólkið hvaða hræðilegu sjúkdómum ég gæti átt von á að smitast af og sit núna og bíð spenntur eftir einkennum.
Ef þú ert heppinn færðu syfilis. Smitast það ekki annars svona?
held þú gætir smitast af óframfærni
Smitast af hjónabandi? voru þau gift?
Já, Syfilis, það væri frábært! Bætir vel við pikkupplínlagerinn. "Sæl, ég á svolítið sem þú átt ekki". Eða bara gamla góða "Á ég að smita þig af sárasótt í kvöld?". Haha, já, baun, það er ekki ósennilegt. Vona að hún sé ekki bráðsmitandi þó. Örugglega ekki Elín, lifir þetta unga fólk ekki meira og minna í synd í dag?
Nú fer ég í Íslendingabókina... þú ert deffenetlí frændi minn. Er ekki Norðfjörður og Vopnafjörður sami staðurinn næstum því ;)
Jújú Eva, Vopnafjörður og Norðfjörður eru bara LIKE THIS sko :-). Tékkum á þessu, hvenær ertu fædd? Eða þykir það enn dónalegt að spyrja stelpur að svoleiðis í dag? (ég er svo úr sambandi við straumana í samfélaginu)
Vá ég vona það svo sannarlega, þeirra vegna. Hvað er gaman ef maður lifir ekki í synd?
Mmmmm....lifa í synd. Good times.
Algjört unglamb, 1975. Held að það sé ekkert dónalegt, allavegana er ég afskaplega lítið móðguð :Þ
Humm ... ég sé minnst á Huga og ættfræði í sömu setningu og verð forvitinn og fletti honum upp í Íslendingabók. Það sem ég sá hræddi mig. Hann er nógu ungur til að geta verið sonur minn, þeas, hann fæddist meira en 9 mánuðum eftir að ég missti sveindóminn. Meira að segja um það bil ári síðar. Já, og varðandi sýfilis, þá las ég einhvers staðar að tabúið sem er svo ríkt í Vestur-Evrópubúum, að nota ekki drykkjarílát, gaffla eða skeiðar beint út úr öðrum hafi orðið til á 16. öld þegar sýfilisfaraldurinn mikli gekk. Í sömu grein las ég að þessar smitleiðir hafi verið mjög algengar á Balkanskaganum í lok 19. aldar.
Syfilis er víst að gera stórt kommbakk í Austur Evrópu. Virðist hafa endurheimt vinsældir sínar um líkt leyti og A-Evrópubúar uppgötvuðu Eurovision.
Mmmm, já, líf í synd er alveg málið. Svo iðrast maður bara á dánarbeðinum og málinu er reddað. Eva, við erum skyld en fjarskyld. Börnin okkar yrðu a.m.k. ekki mjög vansköpuð :). Elías, skrappstu nokkuð til Norðfjarðar í kringum það sem þú misstir sveindóminn? Og ég er svooo viss um að ég er kominn með syfilis, það er bara mín heppni í hnotskurn. Þetta par leit einmitt út eins og það gæti hafa hist á vefnum sem stefnir saman fólki með sömu kynsjúkdóma (og ég man ekki hvað heitir).
Nei, og ég er mjög viss um að þú sért ekki launsonur minn, það er of margt sem mælir gegn því, t.d. tími, staður, útlit, og margt fleira sem ég ætla ekki að fara út í að sinni. Ég held ég hafi tölu á öllum mínum launsonum.
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin