Heppinn...

11. desember 2007

Ég fór í badminton í gærkvöldi. Það var í oddalotu að ég tók undir mig stökk og sveiflaði handleggnum tignarlega til að taka stórkostlegasta sigursmass lífs míns - en það fór ekki betur en svo að ég missti spaðann og henti honum í tannlækninn minn sem var að spila á næsta velli.

Og ég á pantaðan tíma hjá honum á miðvikudaginn. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann sé að pússa stóra borinn sinn með sljóa oddinum núna.


Tjáskipti

baun

"að ég missti spaðann og henti honum í tannlækninn minn.....á næsta velli" búðu þig undir ái, æi, fokk og fjandinn á morgun í stólnum. the name of the game is pain (leim rím hjá mér en þú veist hvað ég meina)

Hugi

Úffff, ég veit, ég veit - grátur og gnístran tanna. Geri ráð fyrir að fá greiningu í stíl við "því miður, þetta er fremur stór skemmd - ég neyðist til að fjarlægja neðri kjálkann á þér með þessu kúbeini hérna. Viltu deyfingu?".

Lína

ok,ok,ok.. þér hefur tekist að endurvekja ættleiðingarhvötina í mér.. vantar þig hjásætu, fyrir tannlæknaheimsóknina á morgun? yfir og allt um kríng Lína

hildigunnur

úpppppsss :O

Hugi

Lína, það má ekki bara bjóða þér að fara í staðinn fyrir mig. Þetta er svaka fínn tannlæknir - Þorsteinn Hængsson. Reyndar svo mikið gæðablóð að ég treysti því að hann fari vel með mig. Samt veit maður aldrei, það eru alltaf þeir geðveikustu sem virðast geðþekkastir. Hildigunnur, jebb - úpppppsss...

Miss G

Iss. Stórir skarar af kvenfólki eru til í að passa þig fyrir vonda tannlækninum og standa fyrir utan stofuna með heykvíslar og kyndla á meðan þú ert í stólnum. Það verður Miðaldastuð!

Sveinbjörn

Það hefði nú verið skemmtilega írónískt ef spaðinn hefði þotið í höfuðið á honum og mölbrotið í honum framtennurnar.

Hugi

Já, heldurðu það Miss G? Ég geri þá fastlega ráð fyrir að téð kvenfólk ætlaði að brenna mig og reka mig á hol þegar ég loksins kem út :-). Haha Sveinbjörn. Já, það hefði verið skemmtilega íronískt. Jafnvel íronískara hefði verið ef ég hefði verið að bora með borvél og misst hana á hann, þannig að hún hefði borað í góminn á honum. Eða ef ég hefði misst kúbein ofan á hann og óvart rifið úr honum alla endajaxlana. Ég skulda þessum tannlækni ýmislegt. Og ég er væntanlega dauður maður ef hann les þessa síðu.

Miss G

Tjah, ef það verður slegist um þig (sem ég geng út frá) gætirðu hugsanlega orðið fyrir hnjaski. En tannsi er skotmarkið. Verst með beljuna þína, ég fyllti hana með eplum, rúsínum, negulnöglum, piparkökum, brie, hunangi, kanil, kryddsíld, banönum, pönnukökum og lýsisonnaise og heilsteikti hana með spörfugl í skoltinum. Úpps. Æ. Æ. Ég reyni að bæta þér það upp seinna.

Hugi

Ætli það verði nú ekki seint slegist um mig Miss G. Kannski ef það skellur á nýtt atómþorskastríð og við lendum í miklum kjötskorti - þá verður skrokkurinn á mér eflaust gagnlegt kjarnafóður og þess virði að berjast fyrir. Heyrðu, þetta er sama beljuuppskrift og ég nota! Nema ég nota síróp í staðinn fyrir hunangið - það er ódýrara. Annars er fastur ég í fremur undarlegum aðstæðum einmitt núna. Þeir sem eiga leið framhjá Umferðarstofu geta séð í þjónustuverinu ungan rauðhærðan karlmann, beran að ofan, að pikka á tölvu. Svolítið sérstök tilfinning.

Miss G

Ég komst ekki inn á síðuna þína í gærkvöldi, snökt, annars hefði ég farið og tékkað á umferðinni við Umferðarstofu. Ber að ofan við lyklaborðið? Hvað ætli Gillz og Kolb myndu segja við þessari samkeppni?

Hugi

Jú, afsakið - hreindýrið mitt reif tölvuna mína úr sambandi og ég tók ekki eftir því fyrr en í morgun. Agalegt alveg hreint! Held annars að Gilllz Og Kollbz eigi ekki séns í Hugz...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin