Bless, steypugólf

28. ágúst 2004

Gólfefnaflóran á Hagamelnum hefur alltaf verið heldur fátækleg og tilheyrir sérstöku tímabili í innanhússarkitektúr - nánar tiltekið síðari hluta kró-magnon-tímans. En fljótlega get ég hætt að ljúga í gesti og gangandi að ég sé nýfluttur inn, því ég er búinn að ganga frá kaupum á parketi.

Um er að ræða eðal-eik sem ég tími ekki að eyðileggja með því að leggja sjálfur og fæ því smiði til að gera það. Þetta er alveg dásamlega dýr framkvæmd og líklega kem ég til með að þurfa að selja líkama minn og betla á götuhornum til að borga fyrir þetta - en ég verð þá a.m.k. betlari með sjálfsvirðingu og parketlagða íbúð.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin