Smá misskilningur

17. október 2006

Rölti svefndrukkinn fram í eldhús í átt að tekatlinum klukkan sjö í morgun. Á leiðinni rak ég augun í risastóra háhælaða kvenmannsskó við hliðina á mínum skóm og hugsaði "Ó nei, Hugi, hvað hefurðu nú gert". Ég var um það bil að fara aftur inn í svefnherbergi og athuga undir sængina þegar rann upp fyrir mér ljós.

Note to self: Muna að ganga frá blessuðum grímubúningnum.


Tjáskipti

Daníel

Hva það er nú bara notalegt að vera með grímubúning uppivið. Býður upp á ákaflega skemmtilega ísbrjóta þegar kemur að samræðum: "Jæja Hugi, varstu á grímuballi?" "Nei ég er orðinn klæðskiptingur".

hildigunnur

HAHAHAHAHAHA! :-D

Barbie

Dásemd. Best ég kaupi stóra karlmannsskó bara svona til að hafa við rúmið mitt. Notaleg hugmynd.

baun

skondið hvernig þú lætur í veðri vaka Hugi, að þetta séu einu háhæluðu skórnir þínir. það duldist engum sem sá þig ganga í þeim að vanur maður var á ferð. þú ert allavega betri í því að dansa á háum hælum en ég. respect!

Finnur

Það er von fyrir fólk eins og þig... http://gingerkids.org

Hugi

Hehe, já, ég ætla að hafa grímubúninginn uppi við. Jafnvel bara vera í honum, þetta er svo þægilegt, t.d. þegar maður þarf að skreppa á snyrtinguna. Engir rennilásar eða annað vesen. Baun - ég varð svolítið hræddur við hvað hælarnir fúnkeruðu vel. Held að það sé áralöng þjálfun í fótaburði í badmintoninu sem orsakar þetta. Eða það vona ég - vil helst ekki komast að því að ég sé split personality... Takk Finnur, mikils metið. Eins og þú sérð hér fyrir neðan hef ég þurft að þola þetta frá unga aldri. (og eins og foreldrar mínir klæddu mig - púff, mér var alltaf ætlað að verða nörd, átti aldrei séns) <img src="/sw_pictures/1001115" />

Finnur

Ertu með ábrysti og kanil í bauk þarna?

Eva í sveitinni

Ohh hvað það er gott að vera komin í netsamband og hlegið dátt yfir síðunni þinn :) Þú myndir nú sóma þig vel á kvenfélagsfundum hér í sveit í kjólnum þínum - svei mér þá ef einhverjar eru ekki með skeggbrodda ;) Kveðja frá Kántrý-Evu (næ bara útvarp Kántrýbær - ekki slæmt það!)

Fríða

Þessi síða sem Finnur bendir á er meiriháttar!!!

Elín

Smart krakki.... áttu ennþá tíglapeysuna?

Carlos

Mig langar í svona peysu. Ég er viss um að ég geti gert hana cool. Tea partay!

Hugi

Finnur, góð tillaga, en þetta er ekki ábrystir. Mig grunar að þarna sé um að ræða ísblóm, en þau slógu algjörlega í gegn í minni heimasveit. Velkomin aftur Eva, saknaði þín! :-). Takk fyrri frábært boð í kvenfélagið, ég skal kippa kjólnum með næst þegar ég á leið norður. Og einhverjum geisladiskum kannski líka, er ekki aaalveg viss um hvernig Útvarp Kántríbær mun leggjast í mig... Já takk Elín, það var alltaf altalað fyrir austan hvernig ég leiddi hátízkuna fyrir ungu kynslóðina :). Og nei, ég er búinn að týna þessari peysu, alveg hábölvað - einmitt tízkuvara af bestu gerð á ferðinni þarna.

Carlo

Hvað í ósköpunum er ábrystir?

dj

"Hvað í ósköpunum er ábrystir?" ... Það er eitthvað mikið að þegar manni fannst þetta drepfyndið comment (og veit svarið) ;)

Carlo

Hljómar eins og gamalt húsráð til brjóstastækkanna.

Carlo

BTW. þá hefur það ekki virkað því ég er búinn að sjá Huga í kjól.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin