Velkominn

6. febrúar 2009

Og vertu hjartanlega velkominn, þú sem varst rétt í þessu að detta hingað inn á leitarorðunum "Sundlaugar og skapahár". Verðugt áhugamál.


Tjáskipti

Daníel

Já takk takk.Hef lengi verið að spá í þessa hluti.

Hugi

Þetta eru líka spáverðir hlutir. Öll förum við í sund, og erum mörg með skapahár.

Esther

Oh, tracking er svo gott áhugamál. Mömmu fannst ekki vitund fyndið þegar ég sagði henni einu sinni frá því að einhver hefði gúgglað "vændiskona" og ratað inn á bloggið mitt.

Hugi

Esther :-D Ég er að fylgjast með leitarvélartraffík af pervertískri nákvæmni þessa dagana, smá vinna í SEO-hluta vefa sem ég er að vinna að. Það er alveg óhugnanlega gaman, ekki síst vegna þess hvað árangurinn skilar sér hratt. GoogleBot er mjög duglegur þessa dagana.

inga hanna

það var sko ekki ég! ég hef greinilega aðrar hvatir :)

Hugi

Já, er það virkilega, Inga Hanna? Hvernig stendur þá á því að þegar við hittumst er það alltaf eeeeeendalaust blaður um sundlaugar og skapahár, sundlaugar og skapahár. Stöðugt talað um sundlaugar og skapahár. Það eru nú til fleiri hlutir í heiminum.

inga hanna

hugi - sumt átti að vera trúnaðarmál!

Syngibjörg

Mér finnst þú fyndinn.

Hugi

Fyrirgefðu Inga Hanna :). Betra að vera fyndinn en hlægilegur, Syngibjörg.

Logi Helgu

Gott að vita að þú ert að fylgjast með leitarniðurstöðum, það má ábyggilega koma með einhvern enn undarlegri cocktail ;)

Hugi

Ójú. Ég renndi aðeins yfir leitarorðin af vefnum í gær og manni rann hreinlega kalt vatn milli skinns og hörunds. Leitarorð á Google gefa innsýn í myrkustu hliðar sálarlífs fólks.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin