Bara annar dagur í vinnunni

9. maí 2008

Þegar ég mætti í vinnuna í morgun var mér tjáð að geðsýkisglampinn í augunum á mér væri óvenju kraftmikill og lifandi. Ég veit bara ekkert hvað þetta fólk er að meina.

Í tilefni föstudagsins finnst mér svo rétt að nefna að mér finnst "búðingur" alveg sérstaklega fyndið orð og ætla framvegis að nota það meira í daglegu máli. Það er góður og fallegur siður að bæta við og efla orðaforðann sinn og hlúa þannig að íslensku máli.


Tjáskipti

Kalli

Pappakassi er náskylt búðingi, í meiningu, og mjög skemmtilegt líka.

Hugi

Algjörlega, gæti bara ekki verið meira sammála. Ég var einmitt að mæla með því við vinkonu mína að hún færi á grímuball sem búðingur - það væri þá svona grímubúðingur.

Einar Bárðarson

Þú ert alveg eins og stelpan í Nylon, þessi þarna að neðan til hægri: http://edda.is/img/Width500/2609.jpg

Kalli

Mér finnst Hugi mun kynþokkafyllri en Nælonstelpan. Svo er Hugi líka músíkalskur.

Hugi

Ég vil bara taka undir allt sem Kalli segir, enda er þar á ferðinni með eindæmum skarpgáfaður og fallegur maður með góðar skoðanir, réttar hugmyndir og einstakt auga fyrir karlmannlegri fegurð.

Sveinbjörn

"Gobbledygook! Write that word down, Darling, I shall want to use it more often."

Hugi

Sveinbjörn, já! Ég þarf algjörlega að eignast svona "Captain Darling" sem ég get látið skrifa niður allt sem ég hugsa. Þusa út í loftið allan daginn og gef svo kannski allt út, alveg eins og Hitler. Hvað ætli það kosti að kaupa svona þræl í dag? Er þetta ekki orðið ferlega dýrt eftir að krónan féll svona? Farinn að refsa karlmönnum með badmintonspaða, úha.

baun

svo geturðu líka farið að safna þjóðbúðingadúkkum.

Hugi

Þú segir nokkuð, það jafnast jú ekkert á við góðan þjóðbúðing. Og það sem meira er, okkur bráðvantar íslenskan þjóðbúðing! Heyri alveg fyrir mér auglýsingarnar: "Íslenski þjóðbúðingurinn kominn í verslanir - Nú með meiri hnoðmör!". Heimta að stjörnvöld komi samstundis á fót þjóðbúðingaráði.

Hugi

Á óskyldum nótum, þá hef ég nú líka alltaf verið svolítið svag fyrir kvenfólki í einkennisbúðingum. Væri ekki leiðinlegt að vera fluga á vegg í búðingsklefa lögreglunnar.

Magnús St. Einarson

Það er alltaf skemmtilegt að fá nýyrði í Íslenska tungu svo sem "Blogbúðingur" Maggi

Hugi

Maggi, gaman að sjá þig gamli! Margar virkilega fallegar myndir á vefnum hjá þér, vissi ekki að þú værir svona mikill ljósmyndari.

baun

sjálf hef ég alltaf verið veik fyrir íslenskum glímubúðingi.

Magnús St. Einarson

Sömuleiðis bara smá myndabúðingur ekki neinn alvöru fromage. þarf að heyra í þér varðandi forritunarverkefni.

Kalli

Til hamingju með afmælið, Hugi minn: http://www.flickr.com/photos/offiof/2445582787/

Hugi

baun, baun, baun. Veit ekki hvað það er með ykkur kvenfólkið og karlmenn í sundbolum. Maggi, bjallaðu bara í mig ef þig vantar þjóðráð í hugbúnaðarbúðingi Kalli.... Þú þarna... Karl Gunnarsson... Grrr... Þessi mynd, góður drottinn veit kirkjan af þessu?...

Logi Helgu

Búðingur: Ástand getnaðarlims karlmanns fyrir reisn, þegar limurinn hefur byrjað að gildna og taka til sín blóð.

Hugi

Logi, þú ert pervert! Á góðan hátt, en þú ert pervert!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin