Það er fátt leiðinlegra en andleysi (nema hugsanlega myndin The Net 2.0). Það er afleitt að setjast niður með það að markmiði að skrifa eitthvað skemmtilegt til að létta skapið, en það eina sem manni dettur í hug er álíka hressandi og dánarfregnir og jarðarfarir.
Hvað veldur því að stundum þegar maður sest niður streymir þvælan endalaust af fingrum fram án nokkurrar fyrirhafnar, en í önnur skipti verða skrifin eins og klósettferð hjá tíræðu gamalmenni með garnaflækju sem endar í heimsins stærsta gyllinæðargúlpi, ekkert kemur út, sama hvernig maður rembist og blánar og roðnar?
Þetta er ósanngjarnt. Ég vil fá endurgreitt.
ekki að ég þurfi að segja þér það, en hið neikvæða er nauðsynlegt til að við kunnum að meta hið jákvæða. tökum því hinu neikvæða fagnandi! ;)
Er farinn að þekkja það :-)
Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin