Upptekinn

17. nóvember 2006

Smá vitleysa við píanóið á miðnætti. Var að leika mér að I Should Care og hér hafið þið fimmtán mínútna gamla upptöku af furðulegum (lesist: röngum) hljómum og langdreginni spilamennsku.

Lofa að gera þetta betur síðar - og laga þá líka upptökuna. Það er ekki alveg að virka að stilla tölvunni ofan á píanóið, hljómar eins og ég sé fastur ofan í baunadós að spila á lírukassa.


Tjáskipti

Elías

Mjög flott! Fáðu þér einhvern ódýran condenser mic og endurtaktu. Fyrir nokkrum árum keypti ég svona pínulítinn condenser mic sem maður getur fest á sig með klemmu sem er eins og bindisnæla. Hann er hörkugóður fyrir upptökur, en kostaði bara rúmlega þúsundkall. Mig minnir að hann sé frá Vivanco. Annars eru Sennheiser bestir.

Hugi

Takk Elías :). Ég ætla að kíkja upp í Rín um helgina og athuga hvað ég finn. Maður hlýtur að geta fundið eitthvað lítið og nett.

Elías

Kíktu líka á Pfaff við Grensás.

Elías

Eða hvað það heitir, raftækjaverslunin sem er beint á móti Hreyfilshúsinu.

Daníel

Svo hef ég líka heyrt að Vogue sé rosa góð búð.

SævarJökull

Svo ekki sé nú talað um Victorias secret! Mér finnst þetta flott hljóð... eins og undirspil í gamalli svarthvítri kvikmynd.

Ms. G

Ég vona að baunin móðgist ekki yfir þessum ávirðingum um æskuheimili hennar.

Ms. G

Annars þakka ég fyrir flotta tóndæmið :)

DonPedro

Bjó Baunin í Pfaff?

Carlo

Nú þarf Hugi bara að fá sér hvítan dinner jacket til að fullkomna stemmninguna þegar hann skemmtir dömunum eftir sælkerakvöldverðinn. Og svarta slaufu. En Pfaff heitir það, held ég, sem er gegnt Hreyfilshúsinu. Það er a.m.k. húsið sem maður sækir sér Sennheiser í.

lindablinda

Varð að ímynda mér hljóðið - tölvan spilar þetta ekki - og mér fannst þetta bar nokkuð gott. Millikaflinn var eitthvað skrítinn - gæti verið vegna þess að þá fór ég að syngja "downtown" í huganum..... veit ekki.

baun

ég er ekkert móðguð þótt hér hafi verið talað með niðrandi hætti um baunadósir... Hugi, mér finnst þetta ljúft og fallegt. ætla að ráða þig til að spila í brúðkaupinu mínu, ef ég finn einhvern tímann alminlegan mann... (ekki eyða kaupinu strax, ég er enn að leita)

Fríða

Þetta er fínt :) En fimmtán mínútur skiluðu sér nú ekki til mín.

Ms. G

... fimmtán mínútna gömul, lengdin er 01:59 ...

Fríða

haha! ég hafði lesið þetta eins og það væri gömul, 15 mínútna upptaka

Barbie

Svo lovvlí. Meira takk:)

Sveinbjörn

Heyr heyr, lélegu upptökugæðin gefa þessu svona oldies sjarma

hildigunnur

nokkuð flott, bara :-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin