Reynslan

18. maí 2006

Ég sit hér og horfi koffínlaus á verkefnalista næstu daga. Og nú skil ég loksins hvernig Guffa leið þegar hann vissi af konu í bráðri neyð en átti engar ofurhnetur.

Alltaf gaman þegar lífsreynsla sýnir manni nýjar hliðar á persónum í skáldverkum sem maður hefur lesið.


Tjáskipti

Simmi

Já, ég náttúrlega gleymdi alveg nokkrum valkostum ef hugmyndin er að hætta kaffidrykkju. 1. Borða súkkulaði húðaðarkaffibaunir - svínvirkar 2. Kaupa Vivarin - fæst í öllum trukkastoppum USA - ein tafla er ígildi 2 kaffibolla 3. Skipta yfir í Mountain Dew - bræðir ekki bara í þér tennurnar heldur inniheldur það meira koffín en flestir aðrir gosdrykkir, en hefur þann kost að vera ódýrara per lítra en orkudrykkir. 4. Fara til læknis og kvarta yfir sljóleika og því að þú sért síslefandi á lyklaborðið og fá hann til að ávísa á örvandi:-) Stuðkveðjur Góðar stundir

Kalli

Ofurhnetur? Scoobysnacks?

Hugi

Takk fyrir hugmyndirnar Simmi (mmmh, súkkulaðihúðaðar kaaaaffibaunir) en ég ætla að reyna að þrauka vikuna án örvandi lyfja af nokkru tagi. Ég er búinn að fá mér gúmmídúk á hnappaborðið svo þetta er ekki jafn mikill vandi og áður. Og svo kemur ósköp góð stelpa hérna öðru hvoru og þurrkar slefið af hökunni á mér. Fráhvarf dauðans er í rénun, ég var fullkomlega ónýtur í gærkvöldi og sofnaði fljótlega eftir kl. 10 en vaknaði úthvíldur kl. 5. Það hefur varla gerst frá því ég var fóstur. Það hangir yfir mér stóísk ró og ég finn hjá mér ríka þörf til að ganga á fiski, breyta brauði í vín og endurfæðast sem Dalai Lama. Þekkirðu ekki Ofur-Guffa, Kalli? Eina alvöru ofurhetjan. http://www.weirdspace.dk/Disney/Goofy.htm

baun

það er bráðnauðsynlegt að koma líkama sínum á óvart við og við

Steinunn Þóra

Það gleður mig að sjá að þú ert greinilega á bólakafi í heimsbókmenntunum ;o)

Lindablinda

Djöfull ertu í krefjandi djobbi maður!!!

Elín

Vá ég er að hugsa um að hætta að reykja, það hlýtur að vera pís of keik miðað við þetta kaffidæmi þitt.

Sveinbjörn

Af hverju ertu annars að hætta að drekka kaffi, Hugi? Þessa dagana þykir það svo sjálfsagt að menn séu alltaf að "hætta" hinu og þessu -- hvað er svona hrikalegt við kaffein? You've done OK so far, hví skyldirðu sparka siðnum? Heilbrigt fólk verður oftar fyrir bílum, vissirðu það ekki?

Þór

Hversvegna ætti maður ekki að hætta drekka kaffi spyr ég nú bara ? :) Það er alveg hægt að vera veruleikafirrtur án þess að fá í kaupbæti taugaveiklun, niðurgang, magabólgur, bakflæði, hjartsláttartruflanir, svitaköst og vonda svitalykt ( sem eru bara örfáar aukaverkanir kaffis ). Ef í harðbakkan slær getur maður gert sér upp veruleikafirringu og notið þess að leyfa fólki að vorkenna manni :P Ég hef amk tekið eftir því að af fólki sem drekkur allt of mikið kaffi er mjög ákveðin römm lykt, svona eins og kaffikanna sem er búin að vera ALLT of lengi á hellunni... Ég er ekki að segja að Hugi eigi við það vandamál að stríða, enda með endemum snyrtilegur ungur maður, en ég hef orðið var við þetta annarsstaðar :) Hvernig væri að stofna samtök ? CAA - Coffee Addicts Anonymous ? :) Standa upp í hóp.. "Sæl verið þið. Ég heiti Jón Dó og ég er koffínfíkill. Ég hef verið án koffíns í sólahring... AAAAAAAaaaaaghhhhhh..."

Sveinbjörn

Hugi, þú verður að losa þig við þetta andlit af síðunni. Sorrí, þessi alvarlegi svipur er í algjöru ósamræmi við innihaldið, sem er generally hilarious -- þess utan ertu svona "pretentiously" alvarlegur, ekki eins og gaur sem er miffed út í heiminn. Skelltu inn mynd af sjálfum þér að lyfta eða e-ð....eða nöktum að hlaupa um hálendi Íslands. Það myndi allavega meika sens.

baun

athyglisverðar hugmyndir þarna á ferð hjá Sveinbirni...nakinn karlmaður að hlaupa um hálendi Íslands held ég hafi svei mér þá heyrt vitlausari tillögur um ævina

Sveinbjörn

Já, þessi hugmynd mín er auðvitað sannkallað "stroke of genius", líkt og annað sem úr kolli Sveinbjarnar kemur. Annars verður mér alltaf hugsað til klisjunnar um að vera barinn af handrukkurum þegar ég heimsæki þessa síðu: "Oh, no, please, NOT THE FACE!!!"

Kalli

Jújú Hugi, ég las dönsku Andrésblöðin af miklum dug í æsku.

Hugi

Steinunn, ég er jú mikill bókmenntaspekingur. Ég tók öll gömlu Andrésblöðin mín með mér að austan um síðustu jól og glugga oft, kannski aðeins of oft, í þau. Linda, auðvitað er ég í krefjandi djobbi - ég er ríkisstarfsmaður! Hvað hélstu að ég væri, einhver bankagutti sem gerir ekkert fyrir samfélagið annað en að vera með flott hár? Elín, ég segi af reynslu að níkótínfíknin er hjóm eitt við hlið koffínfíknarinnar. Eða nei, kannski ekki - ég er slæmt dæmi þar sem ég hef aldrei verið mikill reykingamaður (vindlar fjúka gjarnan í miklu magni yfir göróttum drykkjum) en ég hef hinsvegar neytt koffíns í óhófi frá því ég man eftir mér. Sveinbörn, það eru gildar, jafnvel feitar, ástæður fyrir koffínbindindinu. Það er magnað hvað koffínið er eitrað ef maður drekkur það í réttu magni. Annars svindlaði ég oní mig tveimur bollum í dag, svona rétt svo ég gæti haldið mér á lífi á vinnutímanum frá 5-16 :-). Og hvað er svona taðskegglingur eins og þú, sem drekkur ekki einu sinni kaffi, að ybba sig! Þór - einmitt :-). Ég þekki stóra svitalyktarmálið vel, yfirleitt kemur bara jarðarberjalykt undan höndunum á mér en í koffíntörnunum fer ég að lykta eins og kúkableiudeildin í Sorpu. Og já, ég er sjálfur orðinn ansi pirraður á þessu leiðinda andliti þarna og ætla að skipta því út á næstu sólarhringum. Baun, farðu varlega í hvers þú óskar - ég á ruglaða fjallgöngufélaga. Og þeir eiga myndavélar :-). Kalli. Ég vissi alltaf að þú værir smekkmaður.

Kalli

Hver eru þessi sveinbörn?

Þór

Börnin hans Sveins á Hóli? Sennilega ekkert ósvipuð tilvitnun og "Hermannsson" í lok síðari heimsstyrjaldar? :)

Harpa

Mér finnst þetta hálfa andlit hérna ógissla hipp og kúl og flott og allt solleiss. Ef þú tekur það í burtu verð ég verulega svekkt. Hættu að hlusta á hitt fólkið Hugi. Ha! Ég hefði svosem ekkert á móti seinni hugmynd Sveinbjörns. Hefur mitt leyfi til að hrinda henni í framkvæmd hið allra fyrsta.

Daníel

Málið með heimsbókmenntirnar er auðvitað að þar er alltaf hægt að sjá nýjar hliðar á persónunum. Og það verður bara að viðurkennast að Guffi er ein alflóknasta persónan í bókaflokknum um Andrés og Mikka.

Sveinbjörn

Ég drekk kannski ekki kaffi, en ég er mikill advókat fyrir óhóflegri neyslu á mind-altering efnum, hvort sem það er kaffi eða annað.

Hugi

Ég beini alltaf reglulega litlum fróðleiksmoulum til sveinbarna til að fyrirbyggja að þau endurtaki mistök sem ég hef gert í gegnum tíðina. Eins og "Sveinbörn, rakspíri á aðeins að notast eftir rakstur á efri hluta líkamans" eða "Sveinbörn,þvoið hvítan þvott alltaf í sér vél, nema bleikur og lillablár séu uppáhalds litirnir ykkar". Takk Harpa en ég held að þessi hálfi Hugi verði að fá að víkja fyrir öðrum fljótlega. Mér er vel við mig, en þessi ég hræðir mig. Daníel hefur lög að mæla, Guffi er ein flóknasta persóna tuttugustu aldar bókmenntanna. Hvar annarsstaðar finnur maður hund með ofurkrafta sem á í platónsku samkynhneigðu ástarsambandi við mús?

baun

OMG - ertu að meina að Guffi og Mikki séu....? mér finnst hálfi hausinn á þér ekkert skerí - stór spurning hvort heilt andlit væri meira eða minna ógnvænlegt, get bara ekki sagt til um það

Kalli

Mikki og Guffi, Tinni og Kolbeinn (eða var það Kolbeinn og Vandráður?) og svo má lengi telja.

Sveinbjörn

???

Hugi

Sveinbjörn, lestu kommentið aftur. Veeel og vandlega.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin