Forboði?

4. apríl 2006

Auk þess að vera draumóramaður er ég mikill draumfaramaður og stend yfirleitt upp eftir nætursvefninn með einhvern nýjan fáránleika í hausnum. Yfirleitt er það eitthvað bráðskemmtilegt, en stundum ekki, og í nótt fékk ég einhverja þá kröftugustu martröð sem ég hef á æfinni fengið. Ég rykktist kófsveittur hálfur upp í rúminu með öskri um hálf-þrjú og leið svo illa að ég gat ekki hugsað mér að sofna svo ég fór fram í eldhús, lagaði mér te og reyndi að lesa til að sefa hugann. Ég hafði engan áhuga á svefni aftur fyrr en í morgunsárið.

Martröðin var löng og fjallaði, þótt merkilegt megi virðast, ekki um olíuborna vaxtarræktarmenn. Ég man bara nokkrar dimmar glefsur, sérstaklega situr ein eftir en það var skelfilega afskræmd hálf kú sem hékk flækt í girðingu, lifandi en skorin í tvennt lóðrétt eftir endilöngum skrokknum, svo ég sá beint inn í hana. Hún horfði á mig þjáðum brostnum augum, froðufelldi og öskraði hræðilegum skerandi mennskum kvenmannsöskrum á meðan ég stóð grátandi og horfði á og gat ekki hjálpað henni þótt mig langaði til þess.

Þetta hljómar kannski spaugilega, en stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum og ég fæ enn gæsahúð þegar ég hugsa um þetta.

Hvað eiga svona draumfarir eiginlega að þýða?


Tjáskipti

Kibba

Þig var að dreymi mig esskan ;)

Hugi

Nei Kibba mín, þetta var sko ekki þú, ég get lofað þér því :-).

Lindablinda

Var nokkuð chilli eða óhemjumagn af jalapeno involved? Hef tekið eftir því að ef ég innbyrði mjög sterkan mat að kveldi þarf ég yfirleitt að takast á við slæma drauma. Annars er spurning hvort að það sé verið að benda þér á að þú sért að vanrækja sveitina og holdgerfingur hennar (beljan) birtist þér og virkar á þig sem sundurskorin og vansæl vegna vanrækslu?? Eða þá að þetta er það sem koma skal. Kellingarbelja sem emjar á þig sí og æ og fer í óhemju magn af lýtaaðgerðum????? Hvað sem það var þá hljómar það ekki skemmtilegt.

Hugi

Nei, ekkert capsaicin með í spilinu, bara eintómt mildmeti. Og já, gæti verið landsbyggðarþrá. En ég er nú frekar að vona að þetta sé forboði og þarna hafi verið um að ræða framsóknarbeljuna og væntanleg örlög hennar.

baun

sko, fletti upp í draumabókinni minni táknunum og ráðning þeirra er svona: grátur: boðar mikla gleði girðing: fjallháir erfiðleikar verða á vegi þínum ef þig dreymir miklar og lítt yfirstíganlegar girðingar. verstar eru gaddavírsgirðingar. kýr: órólegar kýr eru fyrir leiðindum innan fjölskyldunnar. (Draumarnir þínir, Hörpuútg. 1995) svo er bara að túlka þetta, hmmm... leiðindi innan fjölskyldunnar leiða til erfiðleika sem færa þér mikla gleði? erfiðleikar og leiðindi gleðja þig?? kannski best að leyfa öðrum að spreyta sig...

Siggi Óla

Svarið er einfalt. Þú ert geðveikur. But then.....who isn't? Ég legg til að við föðmum geðsjúklinginn í sjálfum okkur og förum á Zappa tónleikana í júní til að sjá hverju vel beisluð geðveiki fær áorkað! (By the way......Ég er búinn að kaupa miða handa þér....þú skuldar mér 5900 kall! Múhaha!)

Hugi

Vá, takk baun. Erfiðleikar og leiðindi leiða til gleði. Hmmm, gæti þá verið að mig hafi verið að dreyma fyrir Bónusferðinni á morgun? Ég var reyndar að koma heim aftur og lesa yfir draums-lýsinguna, og hallast að því að kenning Sigga sé á réttum slóðum. Þetta er líklega bara eitt einkennið á hægfara en öruggri leið minni til algjörrar geðveiki. Siggi: Fimmþúsundogníuhundruðkrónur!? Neinei, þetta verður snilld. En af forvitni, veistu hvert gangverðið er á nýrum á svartamarkaðnum í dag?

Kibba

Ég seldi annað mitt á 3200 kall með VSK og fékk disk með Bubba í kaupauka

Hugi

Hmm, gott, gott, það dekkar megnið af kostnaðinum. Svo tek ég nokkrar kvöldvaktir í ríkisvinnunni minni og þá á ég fyrir miða á Frank Zappa. PS: Er lagið "það fossar blóð í nýrnanna slóð" á diskinum?

Siggi Óla

Í ljósi þess hvað þú drekkur mikinn bjór, þá held ég að þú þurfir á báðum nýrum að halda (stops...takes large swig of dark ale...continues blogging). Ég mæli frekar með því að selja vinstra heilahvelið. Égur geddi það og hefur ekki tekkið eftir naunum aukakverkunum. It's bliiiiiss!

Kibba

já lagið er á þessum annars forláta disk ásamt hinum alræmdu slögurum: "ég er Idolið þitt" "Bullukollublús" "Boxum saman því það er svo ógeeeeðslega gaman" Síðan þarftu ekkert á nýrunum að halda í sambandi við bjórdrykkju. Nóg að hafa sæmilega hressa lifur og góða partíblöðru. Nýrun eru bara beside Ðe point

Hugi

Heyrðu, góð hugmynd, örugglega fínt að vera án rökhugsunar vinstra heilahvelsins og halda eftir ástríðu- og listahvelinu. Act 1, Scene 2: Hugi án vinstra heilahvels kemur inn á fund hjá Ríkisskattstjóra og tekur í höndina á Málfríði Þórarinsdóttur, deildarstjóra þungaskatts: "Sæl, ég heiti Hugi. Vá hvað þú lyktar vel af pappír og stimplum. Ég er ástfanginn af þér og vil að þú eignist börnin mín, viltu giftast mér? Ekki? Vá, hvað ég er þunglyndur. Ég ætla að ganga í klaustur og finna guð í gegnum blómarækt. En fyrst ætla ég að mála fegursta málverk allra tíma - af þér - með eigin blóði. Heyrðu, hafiði skoðað ljóð.is? Vá hvað það er heitt hérna."

Hugi

Einmitt Kibba, til hvers líka að hafa nýrnavélar ef maður notar þær ekki.

Kibba

akkúrat. Það er nóg að eiga bara góðan nýrnahettustrekkjara.

Orri

Málstöðvar í vinstra hveli strákar. Seljiði frekar hægra. Þið hættið að vísu að rata heim til ykkar en þið getið alla vega bullað áfram...og það er fyrir öllu.

Lindablinda

Er Orri litli að nema fræði lækna, eða finnst honum bara gaman að fletta upp læknisfræðilegum staðreyndum??

Stefán Arason

Orri (Orko) er menntaður og starfandi sálfræðingur, og mér finnst afar traustvekjandi að hann hefur auga með ykkur á þessari síðu.

Hugi

Ég borga honum mánaðarlega háar fúlgur fyrir eftirlitið. En finnst að hann ætti frekar að borga okkur fyrir að fá að fylgjast með okkur.

Lindablinda

Kannski er hann að skrifa bók!!!!!!!!!!!!!!

baun

iss, þetta vissi ég nú líka...og ekki er ég læknir, en reyndar talmeinafræðingur veit allt um mál og vandamál

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin