Fleiri páska, takk

14. apríl 2006

Mér finnst að það ætti að fjölga páskum á árinu. Ég gæti alveg vanist því að gera ekkert nema ganga á fjöll og leika á píanóið, milli þess sem ég ligg á náttfötunum og les, forrita í skemmtilegum verkefnum og elda góðan mat.


Tjáskipti

Kalli

Má ég flytja til þín? Við gætum haft þetta svona eins og náttfatapartí fyrir stráka. Ekkert ghey sko. Annars var það aðallega maturinn sem heillar. Ég skal koma með bjórinn og vínið :p

Hugi

Bjór og vín? You're making a very strong case here. En við sleppum þó flöskustút og "sannleikurinn eða kontó"?

Sveinbjörn

Merkilegt hvernig menn vilja hátta fríinu sínu. Hugi vill fleiri....<i>páska?</i> Ég verð að segja að mér hefur alltaf þótt asnalegt hvernig vinnuvikan er skipulögð. Fimm dagar af vinnu vs. tveir dagar af hvíld. Hví ekki öfugt? Fimm dagar af hvíld og tveir af vinnu? *Það* væri framför.

Hugi

Já, þetta eru grundvallarmistök í sköpunarsögunni. Rétta útgáfan er þannig að á fyrsta og öðrum degi skapaði guð himinn og jörð, á þeim þriðja og fjórða datt hann alveg hrikalega í það, fimmti dagurinn fór í að hugga Evu og skýra fyrir henni að hann væri ekki að leita eftir langtímasambandi, en sá sjötti fór í hvíld og svo sá sjöundi í að þrífa íbúðina eftir allt partýið.

Lindablinda

Hugi.........þú ert snillingur!

DonPedro

Vssturbæjarlaugin er opin. Ég ætla í pottinn.

Hugi

Heyrðu, það er bara alveg hárrétt, laugin er opin. Ljómandi hugmynd að kíkja á smá sundsprett. Og ég er nú ekki stóri snillingur, en takk sömuleiðis, Linda :-).

Gestur

Mér finnst að það eigi að gefa þessa Nýju sköpunarsögu út. : D Var Guð þá með Evu? Hvar var Adam? Hver beit í eplið? O.s.frv.? Þá er laugardagur sem sagt hvíldardagur og sunnudagur tiltektardagur. Miðvikudagar og fimmtudagar eru partídagar og föstudagar fyrir tilfinningalegt svigrúm.

baun

hei! guð með evu? hver var með Maríu? nú er ég alveg rugluð. takk.

Hugi

María "mey" kom náttúrulega ekki til fyrr en löngu síðar. Sagan segir að guð hafi aldrei fengið að snerta hana, en ég hef alltaf verið á því að "meyfæðingin" hafi nú bara verið eitthvað lagalegt hókus-pókus svo hann slyppi við að greiða meðlög. Gestur, ég mundi kaupa mig inn í þessi trúarbrögð. Kirkja hinna heilögu frídaga. Ég ætla aðeins að setjast niður með fyrstu Mósebók núna og sjá hvort ekki er hægt að gera hana lesendavænni. Viðeigandi iðja yfir páska.

Gestur

Kirkja hinna heilögu frídaga! Já, ég ætla að skrá mig núna, takk. Kirkja hinna síðari heilögu frídaga, kæmi líka til greina af minni hálfu. Ég held að þetta yrði mjög skrautlegur söfnuður, allir velkomnir. Og algert skilyrði að frotté komi einhvers staðar við sögu.

Gestur

Ef að prestarnir yrðu í náttfötum VEIT ég að Kalli yrði impressed, til að mynda.

Hugi

Prestar í frotté-náttfötum. Nei, nei - heil KIRKJA úr frotté!

Kalli

Engan flöskustút... drekkum bara veigarnar og búum til pýramída úr flöskunum. Annars fylgir þessari flöskustúts athugasemd mjög sterkt flashback í Drawn Together... Er ég annars eitthvað spenntur fyrir náttfötum? Já, eða PRESTUM í náttfötum?

Gestur

Tja, varstu ekki að espa Huga upp í eitthvað náttfatapartígeim, ágæti Kalli?

Hugi

Jújú, ég sat hér einn frameftir í myrkvaðri íbúðinni og beið eftir kalla, horfði á kaldan matinn og leyfði augnskugganum að renna niður kinnarnar með tárunum.

Kalli

Við erum sko ekkert gay... hvernig augnskuggi var þetta annars?

Kalli

Já og Gestur... er það ekki orðið morgunljóst að ég man ALDREI hvað ég sjálfur hef sagt? Ef ég er ekki besta eiginmannsefni í heimi... alltaf hægt að klína upp á mig að ég hafi sagt eitthvað og verði því að standa við það án þess að ég fái rönd við reist.

Hugi

Nei, við erum ekkert gay. Þetta var Chanel, nýja línan.

Gestur

Þið eruð frábærir!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin