Grámann

27. júlí 2005

Ágæta samkoma. Nú fer ég bara að gefast upp. Ég var einmitt passlega farinn að huga að kaupum á flösku af Bollinger eða einhverjum álíka hátíðlegum drykk til að halda upp á að ég er að ná þeim aldri sem ég hef litið út fyrir að vera á undanfarin 10 ár. Nema. Í gærmorgun varð mér litið í spegil (nokkuð sem ég hef reynt að sleppa á þessum síðustu og verstu) og hvað sé ég þá, annað en uppreisnarlegan hóp grárra hára að troða sér út úr vanganum á mér. Já, 25 ára gamall að byrja að grána í vöngum, ekki amalegt það.

Þetta er allt samkvæmt áætlun. Þegar ég verð þrítugur, þá verð ég væntanlega svipaður meðfylgjandi mynd.


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin