Nördaskapur

7. apríl 2006

Ég er búinn að vera að nördast í tjáskiptakerfinu í kvöld og setti þar inn hálfmeltan fjanda ykkur til glaðnings. En nú skilst mér að hingað sé á leiðinni maður með öl, svo það verður ekki verður um meiri nördaskap að ræða að sinni. Góðar stundir.


Tjáskipti

donPedro

hér er ég

donPedro

tjáskiptapungurinn er helböggaður. Mér finnst að maður eigi að skrifa undir kommentin sem þegar eru komin, frekar en að lesa sig niður, upp aftur til að svara.

Gestur

Ég vona að þetta verði ekki neitt fimm frotté-handklæða kvöld hjá þér. Og nei, ég er ekki með neinn dónaskap.

Kalli

Fimm handklæði? Hefur Hugi getu og þol í slíkt? Hefur það nokkur maður? Hugi, hátindur karlmennskunnar. Lotning.

Gestur

Hugi kveðst vera svo grátgjarn (á öðru bloggi), að hann þurfi frotté-handklæði þegar sorgin hellist yfir hann. Oft er talað um fimm-klúta konumyndir með tilfinningaþrunginni atburðarás. Sem svo var breytt í frotté-handklæði, til þess að laga að Huga. En þetta gat hafa átt við eitthvað allt annað.

Siggi Óla

Flott myndin af þér í mogganum á fimmtudaginn. Þú ert kominn með kinnbein drengur! Á sama tíma og mína eru að hverfa. Oooooooo.....mig langar líka í kinnbein (sulk, sulk) :-)

Hugi

Gestur, ég nefndi frotté-handklæði í allt, allt öðru samhengi á síðunni hans Kalla um daginn svo misskilningurinn er auðskilinn. Skemmtilega fjölhæft efni þetta frotté. Vissuð þið til dæmis að ef maður notar rétt mýkingarefni getur eitt frotté-handklæði gegnt 72,8% þeirra hlutverka sem kvenmaður mundi annars gegna í lífi karlmanns? (heimild: Men's Weekly, 2. tbl 2006, bls. 72, "Living your life with Mrs. Frotte") Kvöldið í gær komst þó ekki nærri því að vera fimm handklæða í hvorugum skilningnum. En í kvöld er kvöld hinna þúsund handklæða. Þjóðverjar kalla þennan tíma árs "Tuchnacht", ég kalla hann "þvottadag". Óumflýjanlegur fjandi, ég er kominn aftur að bleiku joggingbuxunum í fataskápnum. Og takk Siggi :-), ég keypti kinnbeinin hér: http://www.profilesandcontours.com/cosmetic-surgery/cheeks.cfm Ef þú hefur ekki efni á því, þá geturðu gert lítil kraftaverk þegar þú farðar þig á morgnana: http://beauty.about.com/library/bltips565.htm .

Gestur

Mér hefði nú þótt þetta mun meira sexí rökstuðningur ef sambúðin ætti við Miss eða Ms Frotté, ekki Mrs. En allir hafa sinn smekk. Og velkominn á fætur.

Gestur

Varðandi misskilninginn, var ég með hugann við mörgæsirnar. En það er gaman að þessu frotté.

Hugi

Ég er herramaður og færi aldrei út í óvígða sambúð. Ég er bara að bíða eftir rétta handklæðinu. Og velkomin á fætur sömuleiðis :-).

Gestur

Lol! :-)

Hugi

Jájá, hlæðu bara. Þú ættir að vita hversu erfitt er fyrir karlmann á mínum aldri að finna gott handklæði, þau virðast öll vera of gróf eða of mjúk, jafnvel orðin slitin eða götótt.

Gestur

Já, satt segirðu. Ég dreg allt tilbaka og held að hér sé kominn fyrirtaks góðgerðamálstaður fyrir karmaskuldina, vefurinn handklæði óskast.is.

Kalli

Finndifrotte.is er náttúrulega mun lénvænna :)

Kalli

Finndufrotte átti þetta að vera... Hugi, hví byrjar textabendillinn, eða hvað hann nú heitir, eins og einu tabi inni í textaboxinu þegar ég smelli á það?

Hugi

Góð lén, bóka þau :-). Úps, þetta bil kemur inn sem aukaverkun af Tidy, svikahugbúnaði sem ég nota til að þykjast nenna að skrifa vefinn í XHTML. Verð að reyna að vinna mig í kringum þetta.

Lindablinda

Víða um borg leynast ágætis handklæði úr ýmsum efnum . Þau hafa hins vegar mörg lent í einstaklingum sem ákváðu að nota þau sem gólfmottur, snýtuklúta, öryggisteppi og eitthvað þaðan af verra. Er það miður. Því hafa þau ákveðið að finna sér góða hillu að hvíla á, þar sem enginn getur nálgast þau, misnotað og/eða farið illa með þau. Þú finnur þau stundum á laugardögum í betri deildinni í Habitat.

Gestur

Já, bendillinn er í miðjum kassanum í fyrstu línunni. Var einmitt að spá í það, en kannski skiptir það ekki máli fyrst textinn kemur rétt út þegar maður er búinn að senda. Mér finnst flott að hafa fjölda kommenta með færslunni inni í kassa og hver tjáði sig síðast. PS. Lifi handklæðin, úr frotté eða otherwise. Lénið hans Kalla hefur vinninginn.

Kalli

Annars, Hugi... vildi ekki setja út á en ég var viss um að <i>frotte</i> væri <i>flannel</i> á ensku. Ég ákvað að slá frotte inn í orðabókina og útkoman var mjög skemmtileg. Prófaðu bara sjálfur; það er Oxford American sem fylgir með Tígra.

Lindablinda

Please share...........??

Kalli

Æi... bíddu smá... ég er að reyna að veiða upp viðbrögð úr Huga... :p

Gestur

Frotté er víst danska, eins og svo margt annað. Og flannel er með ull. Held ég sleppi ullarhandlæðum, sama hvert notagildið á að vera.

Hugi

*hóst, hóst, spurt*, hjálp! Kaffi, allsstaðar! Frotteurism! Ég er búinn að finna nýja köllun í lífinu.

Gestur

Akkúrat! Var líka að átta mig á því að ég er búin að eyða næstum heilli helgi í frotté. Hló yfir mig að þvottinum og refsaða flyglinum og ætlaði að blanda mér í leikinn, en sá svo að það hefðu orðið aðrir 2-4 dagar. Maður þarf nú að sinna heimilinu.

Gestur

Afsakið, handlæða, átti náttúrlega að vera með k-i. En þegar maður hugsar út í það, er auðvitað hægt að láta það merkja eitthvað allt, allt annað.

Hugi

Heimili eru ofmetin. Og ég er búinn að sjá að ef maður lætur húsverkin í friði í nógu langan tíma, þá myndast náttúrulegt jafnvægi á heimilinu, mitt eigið litla ecosystem. Ég kýs að líta á það sem framlag mitt til sjálfbærrar þróunar, ekki leti. Já, og handlæði eru skemmtileg líka :-).

Sveinbjörn

Hugi, þú þarft að láta cookies setja sig fyrir .karlmenn.is en ekki bara nákvæmlega lénið -- því það er hægt að accessa síðuna þína bæði gegnum karlmenn.is, hugi.karlmenn.is og www.karlmenn.is, en cookie sett á einu léni virkar bara fyrir það en ekki hin.

Hugi

Ah, skarplega athugað Sveinbjörn, ég bæti þessu við þegar ég kem úr vinnunni.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin