Enginn skaði skeður

9. september 2006

Herramennirnir í Tónlistarskóla FÍH virðast ekki erfa stóra trommuprófamálið við mig, því prófið skilaði mér inn í hljómsveit. Og skemmtileg hljóðfæraskiptan, básúna, trompet, saxófónn, bassi og trommur - og ég á píanó. Sem betur fer. Ég hefði alveg trúað þeim til að setja mig á trommur eftir þessa þvælu um daginn. Það hefði ég gert í þeirra sporum.


Tjáskipti

Elín Björk

Til hamingju með árangurinn. Þú verður svo að plögga alla tónleika. P.s. rifsberin fuku ekki, svo þú getur náð í annan skammt.

kristín björg

Flott hjá þér drengur minn - ég skal vera gesta söngvari any time.....

Harpa

Alltaf flottastur. Til hamingju :-)

Geztur

Já, smaladrengurinn okkar er bestur. Hvað sem hver segir :-)

baun

til hamingju Hugi, glæsilegt:) og hvað á bandið að heita? Hugi og hinir?

Knúturinn.

Til hamingju með þetta, Hugster! Er þetta ekki fyrsta djassbandið þitt?

Hugi

Þið eruð nú alveg mögnuð :). Þetta er nú ekki mikil tímamótahljómsveit, aðeins til samspils í náminu. En mig grunar að það líði ekki langur tími áður en ég geri tilraun til að stofna lítið tríó, ég nýt þess einfaldlega allt of mikið að sitja við píanóið. Og þú verður velkomin sem gestasöngvari hvenær sem er ungfrú Kristín Björg. Bara heiður fyrir okkur :). Baun "Hugi og hinir" hljómar vel. Ég fæ það samþykkt. Knútur, ég hef nú spilað hér og þar, en þetta er nú líklega skemmtilegasta samsetning sem ég hef komist í hingað til.

Geztur

Nú er nánast uppselt á tvenna tónleika: Huga og hina og Baun og barnið. Jess, mikil tónleikatíð framundan. Ég ætla að fá helling af miðum :)

Barbie

Búmmsjaggílaggílaggí - til hammara! Er svo stolt af þér af einhverjum spes ástæðum!

Hugi

Mamma? Ert þetta þú? :)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin