Óverndað umhverfi

7. apríl 2008

Ég bý í vernduðu umhverfi í Vesturbænum. Þegar ég segi "vernduðu", þá meina ég að umhverfis mig býr aðallega dauðvona (eða dáið) fólk og mesta hættan sem ég lendi í dags daglega er að vera kæfður úr umhyggju og náungakærleik.

Dauðvona (eða dáið) fólk er mjög vingjarnlegt.

Það kom mér því agnarlítið á óvart þegar ég steig í morgun út úr vernduðu íbúðinni minni og gekk niður verndaða stigann minn, að finna miða með eftirfarandi texta hangandi á vernduðu útihurðinni minni.

Notice the person to put his key into other people's door:

I heard that you tried to open my door many times,
I am always at home.
Please do not put your key into the wrong door again if you make a mistake.

Otherwise, I call police to arrest you.

Ég las miðann tvisvar. Svo klóraði ég mér í hausnum, geispaði, kjammsaði aðeins á tungunni og leit svefndrukkinn í kringum mig til að athuga hvort ég hefði fyrir einhverja undarlega óheppni flutt í Breiðholtið um nóttina. Svo virtist ekki vera.

Svo nú bý ég við nýjan raunveruleika í Vesturbæ óttans. Og ég er ekki enn búinn að gera upp við mig hvort hræðir mig meira. Morðóða þrjóska gamalmennið sem gengur í hringi í blokkinni og reynir ítrekað að troða lyklinum sínum í allar skrárnar, eða móðursjúki útlendingurinn sem er ALLTAF heima hjá sér og situr titrandi, horfir á dyrnar og tautar tárvotur "you no put your key in my wrong door, I call police".

Það er svo spennandi að búa í svona siðlausu glæpahverfi...


Tjáskipti

Halldór Eldjárn

Hahaha! I know this guy!

Hugi

Hvað segirðu Halldór! Áttu sömu rugluðu nágrannana?

baun

þetta er vaðandi symbólík, greinilega syndir hér fiskur í mysunni. blessuð manneskjan. agalegt.

Hafsteinn

Gaman að vita hvað Freud hefði haft um þetta að segja

Sveinbjörn

Freud myndi segja að viðkomandi aðila langi að sofa hjá mömmu sinni... ;)

Hugi

Á maður að tilkynna svona til Stígamóta?

anna

Sá þetta í kvöld. Spes.

Logi Helgu

Bankaðu hjá honum og skilaðu miðanum...og ef hann svarar ekki þá skaltu kalla "I KNOW YOU ARE IN THERE...I'VE GOT SOMETHING FOR YOU" =D

Kalli

Hann lifir! Slæmt að heyra að Vesturbærinn þinn sé að fara til fjandans en ég er þó glaður að þú lifir, og bloggir, til að sjá það gerast.

Hugi

Snilldarhugmynd Logi. En af ofsóknarbrjálæðisstiginu að dæma grunar mig að ég gæti átt von á haglaskoti í magann í gegnum hurðina. Maður veit aldrei upp á hverju þessir útlendingar geta tekið, algjörlega óútreiknanlegir. Jújú Kalli, ég er eins og hinar rotturnar - kem fram í dagsljósið þegar skútan er að sökkva :-).

hildigunnur

jei, hann lifir :D

Finnur

Mig rámar í atvik þar sem við hittum á vitlausa hæð í húsinu þínu eftir að hafa samplað long island ice tea ótæpilega.

Hugi

Smooooooo

Hugi

Jú, Finnur - eitthvað rámar mig óljóst í það líka :-)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin