Brúkaður kjaftur

31. ágúst 2006

Hringvöðvinn fyrir neðan nefið á mér kemur mér stöðugt á óvart. Endalaus uppspretta undrunar og gleði.

Fór í badminton í fyrrakvöld. Eftir lokaleikinn settumst við mótspilarinn að venju niður og spjölluðum. Meðan við sátum á bekknum gengu tveir menn framhjá okkur, annar þeirra leit á okkur og sagði brosandi "Haha, var þetta erfiður leikur, þið eruð svo sveittir og rauðir".

Ég ætlaði að skjóta til baka einhverju léttu gríni, en mér til mikillar undrunar sagði ég "Þú ert sjálfur bæði ljótur og illa vaxinn".

Ætli þetta sé reiðivandamál?


Tjáskipti

Einar

Hehehe :) þetta heitir húmor. Ef "fórnarlambinu" fannst þetta ekki fyndið, þá er einmitt svo frábært að þú hafir þetta blogg svo við hin getum a.m.k. hlegið af þessu ;)

baun

lol :D (smá kennsla í líffærafræði: þú ert með fjóra hringvöðva fyrir neðan nefið)

Hugi

Elín, fórnarlambið brosti nú. En þegar ég kom inn í sturtuna á eftir, þá lá hann grátandi í hnipri úti í horni og endurtók í sífellu "ég er stór strákur, mamma". Spurning hvort ég hef eitthvað skemmt hann? Baun, ég vissi bara um þrjá, hver er sá fjórði? (og ég sver að það er aðallega sá sem er næst fyrir neðan nefið sem veldur undrun og gleði).

baun

einn efst í vélinda, magaopið, einn lítill og sætur anus og svo þessi "vandræðagripur" sem þú hefur fyrir neðan nefið... (sjitt, hvað ég sé í anda möguleika á útúrsnúningum í svona hringvöðvaumræðu)

Einar

Hugi - Hvort heldur þú að ég heiti Elín eða að Elín kunni ekki að skrifa nafnið sitt og skrifi það "Einar"?

Hugi

Takk baun - og já, það er löngu kominn tími á eitt gott hringvöðvablogg. Úps Einar :-). Vantar greinilega meira kaffi í kerfið..

hryssa

gæti verið vottur af tourette... skemmtilegur vottur þó.

Geztur

Tourette?

Geztur

Æ, sá ekki hryssu. Vinsamlegast leiðréttið.

Barbie

Tja fólk sem spilar Badminton er nú spes út af fyrir sig. Hann hefur mjög líklega verið ljótur og illa vaxinn. Þú varst bara hreinskilinn og sagðir sannleikann.

vælan

hahahaha þetta fannst mér fyndið :D

Hugi

Hef reyndar í nokkur skipti verið sakaður um Tourette - spurning hvort maður fer að taka það alvarlega. Barbie, hvað <em>Meinarðu</em>? Við sem spilum badminton erum almennt fallegt og stælt fólk. Og núna er ég að rannsaka hvaða leiðir ég hef til að setja einhverskonar lögbann á þig hérna á vefnum. Svona yfirlýsingar, hnuss...

Simmi

Ef þetta var satt - þá er þetta ekki vandamál - þú ert bara að prófa að fylgja boðorðunum 10;-)

Simmi

Bara svo það sé á hreinu hvað ég átti við með boðorðunum 10 (stundum líka kölluð boðorðin 15 af innvígðum) þá vitna ég hér í "8. boðorð: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Í fyrstu virðist sum lygi vera mjög saklaus, t.d. ef þú segist vera 12 ára til að komast á bíómynd sem er bönnuð inna 12 ár en þú ert bara 11. Við verðum að hafa í huga að alltaf þegar við ljúgum erum við í raun að sverta okkur. Þó að það sé ekki stórfelldur glæpur að bæta einu ári við aldur sinn þá er alls ekki víst að vinur þinn trúi þér þegar hann hefur heyrt þig ljúga að einhverjum öðrum. Það er líka mjög slæmt að ljúga einhverju upp á náunga sinn og það getur haft ýmis leiðindi í för með sér. " http://krakkar.sik.is/knet/Bodordin/bodord8.asp

Geztur

Mér sást algerlega yfir þennan. Þetta er ekki reiðivandamál. Við skulum sleppa einu i. Er James eitthvað daufur? Thank god it´s Friday.

ester

Sit ein og skoða hitt og þetta blogg út í bæ og hló svo hátt að kötturinn fældist...

Elías

Mannslíkaminn inniheldur að minnsta kosti 42 hringvöðva. Flestir eru smásæir og stjórna flæði vökva um ýmsar rásir, t.d. þvagrás, gallrás og þannig.

Geztur

Veit einhver hvað varð um vinalega skógardýrið okkar, sem fær mann svo oft til þess að frussa á tölvuskjáinn sinn!?!?

Geztur

H.Þ. Phone home!

Hugi

Ríng ríng! Afsakið, afsakið, brá mér á alþjóðlega ráðstefnu skógardýra í Stykkishólmi. Ég held að þú hafir alveg hárrétt fyrir þér Geztur, vandamálið er líklega með einu færra i. Reyndar held ég að þessi tvö vandamál séu nátengd.. Simmi, auðvitað, ég er svo guðlega þenkjandi. Fyrir utan þetta með þjófnaðina, hórdóminn og að girnast ambátt nágranna síns. Anna á alveg frábæra ambátt sem ég girnist mikið. Hún eldar besta kartöflugratín í HEIMI. Velkomin ester, gaman að gleðja :). Takk fyrir fróðleikinn Elías, legg þetta á minnið fyrir næsta hringvöðvablogg. Meira að vinna með :)

Brynja

Ég hefði...skothelt og án efa öskrað "PÍKA" á þennan ljóta og illa vaxna gaur. Sennilega er ég með tourette.

Hugi

Tjah, Brynja sérðu, þar liggur grundvallarmunurinn á herramanni og almúgamanni eða -konu. Ég hefði getað kallað manninn þessu ljóta nafni sem þú nefndir, hann átti það eflaust skilið - ég hefði jafnvel getað kallað hann "villimann" sem er ljótasta orðið sem við herramenn tökum okkur í munn. En ég gerði það ekki. Og þannig, frú mín góð, virkar herramennska.Við meinum illa en segjum vel.

Elías

Mikilvægasti hringvöðvinn og sá stærsti stjórnar flæði heimsku um heiminn.

Hugi

Eru Sameinuðu þjóðirnar hringvöðvi?

Elías

Eins og allur stór mannsöfnuður, einungis samansafn af hringvöðvum.

Hugi

Elías, þetta er raunar djúp pæling. Og vá, hversu mikið slæmt hefur komið frá hringvöðvum í gegnum tíðina? "Blut und boden!" "Peace in our time!" "Wipe them out. All of them!" Og svo er það auðvitað "Hankey the Christmas Poop". Hvers vegna hefur enginn áður bent á hringvöðvann sem uppruna alls ills? Umskurðir, ennisblaðsbrottnám, þunglyndislyf, herpes 1, gyllinæðar... Allt hringvöðvavesen. Legg til að hringvöðvabrottnám verði allsherjarlausn 21. aldarinnar.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin