Til sölu

5. október 2007

Alveg rétt, ég steingleymdi að nefna að ég er með '96 módel af Volkswagen Golf í mjög, mjög góðu ástandi til sölu.


Tjáskipti

inga hanna

er blakkur ekki til sölu líka?

Guðjón Helgi

hmm 96 golf það fæst 15 þus fyrir hann í skilagjald

Hugi

Inga Hanna, Blakkur til sölu!? Suss, nei. Mundir þú selja börnin þín? Guðjón, fimmtánþúsund? Ertu eitthvað vitlaus, veistu hvað það er mikil saga og sál í þessum bíl? Og það er líka fjöldamargt í honum sem virkar. T.d. virkar rúðuþurrkan að aftan mjög vel þegar hlýtt er í veðri. Fimmtánþúsund. Hnuss.

baun

fylgir pakkning af Royal búðingi með?

Hugi

Ójá. Með karamellubragði - og þeyttum rjóma ofaná.

Miss G

Gæti ég fengið að sjá dagsetninguna á þessum rjóma?

Hugi

Hvaða hvaða Fröken G, treystirðu mér ekki? Hvað er að verða um heiminn í dag, vantar allt traust hjá fólki. Þetta er alveg frábær rjómi, alls ekki rjómaferna sem ég fann á bakvið eldavélina hjá mér og rann út snemma á sjöunda áratugnum.

Mjása

Sjálfskiptur?

Daníel

Getur rjómi verið sjálfskiptur? Ég þarf greinilega að fara að lesa meira af nýtísku uppskriftarbókum.

Hugi

Daníel, hefurðu aldrei smakkað sjálfskiptan rjóma?!? Þetta er rjómi búinn til með því að láta broddmjólk standa við stofuhita á borði í góðan tíma. Mjólkin skilur sig sjálf og rjóminn flýtur á yfirborðið.

Hugi

Nei, Mjása, hann er ekki sjálfskiptur. En þú þarft samt aldrei að skipta þar sem gírar 2-5 virka fremur illa - best að hafa hann bara í fyrsta gír.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin