The world's largest hemorrhoid

17. febrúar 2006

Ég fór í kjölfar síðustu færslu að velta fyrir mér stærstu gyllinæð veraldar. Ég varð að vita, er hún fundin, og ef svo er, hefur tilvist hennar og útlit verið skjalað með fullnægjandi hætti fyrir komandi kynslóðir. Ég kíkti á Google til að fá úr þessu skorið. Sem var ekki góð hugmynd. Ég þurfti að skrúbba augun í kortér upp úr klór áður en ég hætti að sjá fyrir mér þessa óguðlegu ... hluti ... sem brenndust inn í hornhimnurnar á mér.

Ég ætla að skreppa núna og fá mér eitthvað trefjaríkt.


Tjáskipti

Sveinbjörn

Ég held að goatse gaurinn sé búinn að fá stærstu gyllinæð veraldar.

Hugi

Goatse er eins og Rembrandt-málverk við hliðina á því sem ég var að skoða í morgun. Ég er þreyttur en er að reyna að halda mér vakandi, ég óttast að þetta slæðist inn í draumana hjá mér.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin