Húrra!

7. desember 2007

Litli hamingjustaðurinn minn: http://ruv.is/podcast/

Það er svo mikill unaður að geta hlustað á hádegisfréttirnar og "Orð skulu standa" hvenær sem er að það er perralegt. Já, argasti perraskapur og óbjóður segi ég. Þegar ég fann þessa síðu varð ég hamingjusamur í fyrsta skipti á ævinni.

Mæli með þessu.


Tjáskipti

Lína

Þú, minn bróðir Brútus... Þú, Hugi, sem átt að minnsta kosti tvær umsætur* sem bítast um athygli þína. Að þú skulir leita hamingjunnar annars staðar.. er erfiðara en orð fá lýst Ég segi af mér. Lína *(e. stalker, (ísl.kvk) beygist eins og heimasæta)

Hugi

Hvaða hvaða, ég get orðið hamingjusamur aftur. Umsæta.... Gott orð. Betra en eltihrellir.

Hugi

Umsæta... Umsæta... Karlkyns stalker er þá væntanlega umseti og "stalking" er umsátur. Is good, yes. I like.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin