Leiðrétting

26. nóvember 2007

Hvers vegna heita flest lönd svona leiðinlegum nöfnum, ég meina - "Republic of Iceland" - hvað er það eiginlega? Það svoleiðis lekur mysan og vellingurinn af þessu nafni að maður tárast.

Við náum aldrei árangri nema við hugsum stórt og ég legg því til að við endurskírum landið. Mér dettur t.d. í hug "Intergalactic Empire of Iceland", það fer mjög vel í munni.

Sammála?


Tjáskipti

SSkoppur

Það þarf ekki að taka fram hver þjóðlagið yrði, reyndar enginn texti....engin þörf á því.

Hugi

Textinn úr "Hver á sér fegra föðurland" passar reyndar ágætlega við lagið :-). {macro:km:picture id="1000494"}

baun

loksins lætur á sér kræla maður með framtíðarsýn, maður með raunhæfa drauma, stórhuga maður... Hugi, keisari Þvergeimlega keisaraveldisins Ísland. segir sig sjálft.

Sveinbjörn

Ég er alltaf hrifnastur af FYROM -- Former Yugoslav Republic Of Macedonia ;) Now *there's* a mouthful.

Siggi Árni

Ég gæti ekki verið meira sammála þér :D

Siggi Óla

The Former Danish Colony (but not any more! Now we've even bought Magasin. Soon they'll lick the muck off our boots!), Currently Republic if Iceland, soon to be The Intergalactic Mega-Empire of Iceland (All will tremble before us!)

spennt

..vá ég er búin að týna þér í myrkrinu!! skuggadísin...

Hugi

Góðar tillögur! Og baun, ég axla glaður þá ábyrgð sem fylgir þvergeimslegri keisaratign minni. Ég ætla að byrja á að koma mér upp kvennabúri. Einhverjir sjálfboðaliðar?

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin