Atferlisrannsókn

31. maí 2006

Úr því ég er búinn að rífa lokið af ormagryfjunni og byrjaður að viðra þann siðlausa viðbjóð sem á sér stað í búningsklefum karlmanna um allan bæ, þá er líklega rétt að klára dæmið.

Í búningsklefum karla eru oft naktir karlmenn, það vita flestir. Nema þeir sem lifa mjög vernduðu lífi.

Við mannlífsrannsóknir mínar í þessum búningsklefum hef ég tekið eftir mörgu merkilegu, en þó sérstaklega einu sem mér finnst alveg gríðarlega áhugavert. Það er að í hvert skipti sem karldýr mætir öðru nöktu karldýri, þá virðast augu þess svo að segja undantekningalaust alltaf hvika í sekúndubrot niður á milli fótanna á hinu dýrinu.

Ef þið trúið þessu ekki, þá legg ég til að þið gerið ykkur ferð í næsta búningsklefa og framkvæmið ykkar eigin rannsókn. Athugið samt að ef tilraunin á að takast verður rannsakandi að vera karlkyns því ef hann ert kvenkyns munu flestir í klefanum missa allan áhuga á kynfærum kynbræðra sinna og hafa augun límd við rannsakandann.

En nú spyr ég, hver er ástæðan? Stundar kvenfólkið það sama? Þekkist þetta meðal annarra dýra eða erum við mennirnir einir um að heillast af bókstaflegum limaburði kynbræðranna?

Ég ætla að demba mér í sund á næstunni og reyna að komast að því á hvaða aldri þessi árátta hefst. Og þegar ég sé næsta mann gera úttekt á settinu á mér, þá ætla ég að brosa til hans, horfa fast í augun á honum og spyrja "Ertu sáttur við það sem þú sérð, elskan?".


Tjáskipti

Þór

Ég skal veðja við þig bjórflösku að kvenfólk mælir: brjóst, mittismál og rass.

Alda

Já og nei. Konur tékka út aðrar konur en í meirihluta tilfella held ég að þær séu fremur að einbeita sér að hinum ýmsu fitulögum ("er hún með meiri /minni maga, læri, rass... en ég") frekar en að þær séu að pæla í kynfærunum. Hmm... enda mun flóknara fyrir okkur en svo að það dugi rétt að kíkja augnablik - maður (uh, kona) þyrfti að stinga hausnum milli læranna á konunni í næstu sturtu til að geta gert einhvern alvöru samanburð...

Gestur

Hefur einhver sagt "heppinn" við þig við þessar aðstæður?

Elín

Geturu nokkuð tekið þessa rannsókn upp á myndband og póstað hér? Bara svona til að hafa þetta sem nákvæmast..skiluru...

Hugi

Alda, fróðlegt, afar fróðlegt. Hlýtur að taka dágóðan tíma að fara í gegnum allan þennan tékklista :-). Annars ætla ég að leyfa þér að sleppa með þessa "konur í sturtu, hausar á milli læra"-athugasemd í þetta skipti, en ef þú gerir þetta aftur þá gæti ég þurft að setja þig í bann vegna sóðaskrifa. Gestur nei, merkilegt nokk, þá hef ég aldrei fengið þessa athugasemd. Sem er náttúrulega furðulegt! En ég hef hinsvegar verið spurður hvar ég læt flétta mig. Er með voða fínar fléttur þarna og rauðar slaufur bundnar í endana á þeim.

Hugi

Elín, auðvitað, ég skal athuga hvað ég get gert. Spurning hvar ég á að fela myndavélina samt...

Daníel

Mér dettur strax í hug einn mjög góður staður til að fela myndavélina.

Lindablinda

Konur skanna konur.....alltaf. Nánast ávallt með tilliti til þess hvort að hún sé potential threat. Fitulag spilar þar stóran þátt ásamt brjóstalagi. En þetta gerist á nokkrum sekúndubrotum og getur skipt sköpum um hvort að sundferðin verði ánægjuleg eður ei. Þær gera þetta líka á skemmtistöðum, í Bónus, á kaffihúsum.......að vísu ekki naktar. En þú mátt hinsvegar þakka Guði fyrir að karlmenn gera það ekki og eru ekki að góna á slátrið á þér til dæmis í bókabúðum. En þú gleymdir............. gerir þú þetta líka??

Elín

Daníel mér líka! Fannst bara svo dónalegt að segja 'up yours' við Huga, þess vegna sleppti ég því :)

Hugi

Hemm, Linda, svona úr því þú nefnir það, þá tók ég eftir því að ég geri þetta vissulega líka *hóst*. Skemmtilega ósjálfrátt viðbragð. Og get sagt frá því að það eru ekki bara konur sem skanna konur í stíl við það sem þú lýsir, það geri ég líka - og þá ekki til að athuga hvort þær séu potential threat (nema ég sé að keppa við þær í badmintoni). Heilinn á það til að fara í stutt frí stundum og eftirláta öðrum líkamshlutum stjórn á augunum Elín, gef hérmeð opið dónaskaparleyfi. Ég skal svo meta hvenær fólk fer yfir strikið og svara þá fyrir mig af innlifun.

Kalli

Eins og maður er duglegur að reyna að horfa svo áberandi sé í allar aðrar áttir en að slátrum samsturtufara...

Daníel

Elín varstu ekki annars að meina undir handarkrikanum? Allavega var það það sem mér datt í hug. Sé reyndar ekki hvað er svona dónalegt við það.

Elín

"samsturtufara" Ég las þetta orð þrettán sinnum og áður en ég tók eftir að það stendur "sturtu" þarna á milli :) Daníel, já auðvitað var ég að meina handarkrikann...augljós kostur.

Hugi

Ha? Ég er búinn að lesa þetta hundrað sinnum og ég sé ennþá "sturtusamfara". Er ég að missa af einhverju?

Elín

Kalli í hvaða sundlaug ferð þú? og má ég koma með?

Þór

Kalli: góð leið er ef það eru skilrúm milli strtna ( eins og í laugardalslauginni ) að snúa sér AÐ sturtunni. Þá getur maður einbeitt sér að því að þvo sér, og fær að hafa eigið slátur í friði. Muna bara að beygja sig ekki eftir sápurnni :-P

Hugi

Elín, ég legg til að við fáum Kalla til að taka okkur í hópferð í laugina. Ég held reyndar að ég hafi séð téða sundlaug í afar fróðlegri kvikmynd sem ég sótti á Netið fyrir ekki alls löngu. Þór, rétt,maður beygir sig aldrei, aldrei eftir sápunni. Það er orðin svo þekkt sturtuklisja að það jafnast á við að fara að kvenmanni og bjóða upp á drykk eða kveikja í sígarettunni fyrir hana.

Elín

Góð hugmynd Hugi. Ég ætla að safna skeggi og föndra á svo mig slátur úr gömlu bjúga svo ég fái inngöngu í kallaklefann.

Kalli

Hva... voðalega eru þið feimnir með slátrin ykkar. Manni verður bara hugsað til Veggfóðurs.

Óskar

Sko... ég hef tekið eftir þessum augnagotum líka og verð að viðurkenna að ósjálfrátt gerir maður þetta sjálfur, að einhverju leiti en ég skal sko segja ykkur það.... ha... ha... að einsusinni fór ég í vesturbæjarlaug í góðum fíling. Fór í laugina og skemmti mér vel með fljölskyldunni. Eftir sturtuna fór ég að skápnum mína, var litið á eldri manninn við hliðina á mér og það er líklega (og vonandi) í eina skipti sem ég hef fengið störu við að horfa á karlmanns kynfæri. Þetta voru þau mögnuðustu adamsepli sem ég hef nokkurntíman séð. Þetta voru engin venjulega smáepli heldur stærðarinnar granatepli á sterum eftir áratuga ofvöxt. Þau voru svo rosaleg að þegar hann snéri sér frá mér til að þurka fæturnar þá sáust þau að svo til öllu leiti aftanfrá. Ímyndið ykkur tvö avocado í standard glærum plastpoka hangandi frá mitti. Þetta var ótrúleg upplifun í alla staði og ég er enn ekki samur. Eftir þetta hef ég lítið verið að skjóta augum og kanna samkeppnina.

Þór

Öh... Var Húsdýragarðurinn kannski að hleypa Guttormi í laugina ? :-? Maður bara spyr O.O

Sigga

Konur fara yfir tékklistann eins og fram hefur komið. En eitt vekur meiri athygli en annað í kvennaklefanum, þar er gerð markviss athugun á rakstri ! Ég hef oft orðið vitni af því að konur, sérstaklega í eldri kantinum, eiga það til að fá störu á "vel snyrtar" konur, það getur orðið allt að því pínlegt að fylgjast með þessu. Það hefur komið fyrir að mig langi að pikka í störu konuna og benda henni á það að hún sé við það að missa augun á gólfið, þótt hún hafi alls ekkert verið að horfa á mig.

Lindablinda

Sorry, en fátt finnst mér hallærislegra en fullorðin kona með pjásu eins og tíu ára smástúlka. Það er eitt vel snyrt og annað "vel" snyrt. Ég er því örugglega ein af þessum gömlu kellingum sem glápa á sköllóttar konur því mér finnst þær bara einfaldlega kjánalegar....... fyrir utan hvað þetta hlýtur að valda miklum óþægindum.

Sigga

Hehe... burt séð frá kjánalegheitum og óþægindum, þá er stundum pínlegt að sjá eldri konur stara á ungar (tek fram að ég er hvorug). En, að því sem ég best veit þá ert þú Linda ekki nógu gömul til að flokkast undir "kellingarnar sem stara" Ég bara varð að nefna þetta af því að það var verið að spyrja hvort svona "líkamsparta tékk" ætti sér líka stað í kvennaklefanum ;)

Gestur

Flugbrautin kvað vera vinsæl, landing strip.

Harpa

Hugi minn, elsku smaladrengurinn. Áttirðu von á þessari umræðu í kjölfar færslunnar? Ég veit, jújú, þú ert ýmsu vanur og allt það :-D Ég vona að það hafi ekki gleymst að segja þér að þú ert snillingur.

Gestur

Já, ég vil taka skýrt fram að ég hef bara lesið um þessa flugbraut í bókum. Ég er á þeim aldri sem fær að hafa hárvöxt í friði á þessu svæði.

Hugi

Úps, eyddi óvart út eigin kommenti frá í gær. Skiptir svo sem ekki stóru máli, það sem ég sagði þar var í grundvallaratriðum "Jahá. Góða nótt.". Óskar, þessi ágæti maður hefur e.t.v. þjáðst af hinum mjög svo réttnefnda sjúkdómi "Gigantism"? Dæmi úr dýraríkinu: http://members.shaw.ca/strafemac/testicles.jpg En annars gaman að sjá umræðurnar þróast frá limaburði karlmanna og nær mínu áhugasviði. Svo ég leggi stutt karlmannsmat á snyrtiaðferðir, þá segi ég bara að á sumum stöðum er góð snyrting gulli betri. Nákvæm útfærsla má vera alfarið í höndum eiganda hársins, ég er bara sáttur svo lengi sem ekki þarf að sækja sjónaukann, setja á sig hjálm og leggja í landkönnun um frumskóg með sínu eigin lífkerfi. En ef ykkur finnst truflandi að horfa á neðansköllótt kvenfólk í sturtunni, þá ættuð þið að prófa að fara í sturtu með alrökuðum karlmanni (ég er auðvitað að tala um í búningsklefa - hef ekki prófað hitt). ÞAÐ finnst mér truflandi og þá fyrst fer ég að stara fyrir alvöru - og verður á meðan alltaf hugsað til bókanna um fílinn Babar sem ég las í æsku. Takk Harpa :-). Ég er alltaf undirbúinn og á von á öllu frá hinum snillingunum hérna!

Lindablinda

Einmitt, það er þetta með muninn á vel snyrt og "vel" snyrt. Ég get ekki að því gert en nauðasköllótt fullorðið homo sapiens, hvort heldur það er kona eða karl finnst mér einfaldlega bara eitthvað pervertískt.......því það er stutt í pedofíl úr Babarfíl og Barbie-like sköpum. Ég vil aldrei þurfa að sjá neðansköllóttan mann....ever. Mín skoðun.

Hugi

Tjah, sem ég segi - ég legg það alfarið í hendur hárvaxandans hversu vel hárið er snyrt. En miðað við hversu óþægilegt það er að hafa þriggja daga skeggbrodda, þá mundi ég ekki bjóða í að hafa þriggja daga... eh, já, þú veist hvað ég meina. Það þarf örugglega vilja og dugnað til að viðhalda góðri (wink wink, nod nod o.s.frv.) snyrtingu.

Gestur

Já, og svo frábið ég mér alla skartgripi, glimmer og glans. Talaði við lækni um daginn, þið megið giska hvernig, sem furðaði sig á hugmyndaauðginni í neðantískunni. Svo sagði hann: "Svo eru þessar konur að kvarta við MIG að það sé vont að koma í skoðun. Hver gerir svona?" Ætli sé ekki best að hætta núna.

Kalli

Stúlkan á myndinni er svo glaðleg að það er sem hún hafi himinn höndum tekið.

baun

elskurnar, hvad jeg sakna ykkar...thetta kjaerleiksrika bull mannbaetandi

Stefán Arason

Eitt sinn var ég í saunu í Vesturbæjarlauginni, og fór og skolaði af mér svitann í sturtunni. Heyrði ég þá svona hljóð eins og kúreki væri kominn í sturtuklefann, með spora á stígvélunm. Mér var litið við og stóð þá ekki karlmaður, ágætlega vel vaxinn niðrúr, inni í sturtuklefanum og hafði sá tvo STÓRA hringa hangandi neðan úr kónginum! Á og I! Eftir þessa stórkostlegu sýn er mér slétt sama hvort fólk raki af sér skapahárin eður ei, svo lengi sem það er ekki að flíka sínum útgötuðu kynfærum.

Atviksorða-Anna

Bless you LindaBlinda fyrir ord i tima tolud! Bara ef thessar ungu skvisur vissu nu hvad okkur gomlu kellingunum finnst thessi tiska hraedilega hallaerisleg! Eg vorkenni theim innilega, og thad er ekki lygi. Eg hef tekid eftir augnagotum og er alltaf jafn stolt yfir minum eigin (ekkert-svo-rosalega-vidattumikla tho) bruski - aungvir tiskustraumar skulu reduca mig nidur a theirra skitalevel. Hef tho stundum fengid a tilfinninguna ad ef thaer einhvern daginn verda nogu margar i sturtunni samtimis mer muni thaer radast a mig og...gera mer eitthvad til miska!!? En eg raka mig undir hondunum, og var eitt sinn (meaning "one" time) med manni sem gerdi slikt hid sama. Mer fannst thad bizzare, en miklu logiskara en hinn andskotinn. Kvedjur ur klefanum...

Þór

Er það ekki bara eðlilegt framhald ? (sumt) kvenfólk ætlast til þess að mennirnir þeirra láti ekki staðar numið við að raka kinnar höku og háls heldur vilja að raksturinn haldi áfram niður axlir, bringu og bak. Kvenfólk byrjaði á því að raka á sér lappirnar, svo kom bikini röndin, svo magaröndin, og þá hefur rassinn og rennibrautin væntanlega verið lógískt framhald ? Þýðir það þá að eftir einhvern áratug verði fáanlegt "full-body-wax therapy" ? Baaaaara að pæla ?

Kalli

Er virkilega eitthvað atriði að „ungu“ stúlkurnar viti hvað „gömlu“ konunum finnist um hvernig þær „ungu“ raka sig?

Lindablinda

lol Kalli, nei. Enda efa ég að þetta sé vettvangurinn fyrir þær viðranir okkar "gömlu" kvennana. Ég var nú bara að segja mína eigin skoðun á NAUÐAsköllóttum pjásum, þá er ég að tala um frá anus og upp að nafla. Ég er sjálf vel snyrt, bara ekki sköllótt, en það má líka benda á að frá sjónarmiði kvensjúkdómalækna hafa vandamál þessu tengd aukist gífurlega enda eru hárin þarna af þeirri ástæðu að vernda viðkvæmt svæði. Þetta er ekki bara dót sem var búið til fyrir munnmök. Einu sinni voru konur altaf rakaðar fyrir fæðingu en ekki lengur vegna þess að það er talin meiri hætta á sýkingu og nóg er nú á konuna lagt en að fara að bæta því ofan á. Er ekki viss um að öllum finnist þetta eins sexý þegar þeir vita að þarna grassera ýmiskonar sýkingar, þurrkur, inngróin hár og kýli ásamt núningssárum því að g-strengurinn ku ekki fara vel saman við þetta punt. Hugi, er ekki gaman!!! ?? Hahahaha!

Þór

Linda: hva... þetta hljómar bara eins og andlitið á karlmanni á góðum degi ;-)

Kalli

Ég held að Lindu og Þór hafi tekist með þessum lýsingum að innprenta í mig kaþólskar skoðanir á kynlífi...

Hugi

Linda, jú, gaman! Fyrir mína parta þá er þetta alveg hárréttur vettvangur fyrir þessar umræður :). Hlutverk háranna já. Ég lagðist í heimildaöflun á Netinu í morgun. Það jafnast ekkert á við að byrja hvítasunnudaginn á að fara í morgunsloppinn, smyrja sér hrökkbrauð, hella kaffi í bolla og setjast svo við tölvuna og slá inn "purpose of pubic hair" í Google. Það virðist enginn vita til hvers skapahár eru, en vinsælasta kenningin er að þau virki eins og svampur sem dregur í sig og dreifir úr feromónum til að magna ilminn af þeim. Þau eru s.s. bara beita. Kannski er þarna orðinn til markaður fyrir nýjung, "feromónsvampinn", sem hægt er að troða framan í nærbuxur í stað hárs? Varðandi skartgripi, þá má fólk gera það sem það vill - en það mun enginn, ENGINN, nokkurntíman fá að koma nálægt mínum krúnudjásnum með áhald sem heitir "gatari". Hverjum sitt, segi ég alltaf. Kalli, er þig þá farið að langa í kórdrengi og fermingarstráka eftir þessar umræður? Æ afsakið, þetta var ósmekklegt. Kaþólikkar eru kúl. Baun! Söknum þín líka, ferðu ekki að fá nóg af þessum Tékkum. Og hefurðu rekist á gúmmítékka? Ha ha ha *hóst*.

Kalli

I SO should have seen that coming :)

Hugi

Já Kalli, þetta var óvenju auðvelt :-). Vildi annars bara reka inn nefið til að ráða ykkur frá því að leita að "pubic piercing" á Google. Ekki góð hugmynd, alls ekki. Púff, ég held ég þurfi að fá mér einn sterkan núna.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin