Starfsdagar

12. apríl 2006

Ég er undanfarna daga búinn að vera á starfsdögum Umferðarstofu í Borgarfirði. Það var fínt, ég komst m.a. að því að ég hef gaman af að búa til verkferla. Eins og ég hafi nú ekki verið nógu skemmdur fyrir. Merkilegast fannst mér þó að á mánudaginn afrekaði ég það að klifra upp tólf metra háan súrheysturn. Og hafði gaman af.

Þetta væri ekki í frásögur færandi nema hvað að ég er einhver lofthræddasta lífvera sögunnar, ég nota ekki einu sinni efstu hillurnar í eldhússkápunum hjá mér. Ef ég fengi að ráða, þá mundi ég skríða um á fjórum fótum alla daga. Það að ég skuli hér lýsa því yfir að ég hafi gaman af klifri er ekki ólíkt því að Halldór Ásgrímsson héldi fréttamannafund og lýsti því yfir að hann hefði bara ansi hreint gaman af sverðagleypingum og teygjustökki og langaði að verða atvinnutöframaður.

Mér tókst nú samt auðvitað að móðga kvenmann á staðnum, það er nú bara orðin hefð á mínum ferðalögum. Áður en ég klifraði upp turninn í annað sinn gaf sæta stelpan sem festi á mig klifurbeltið mér smá ráð. Það reyndist afar gagnlegt við að koma mér alla leið upp, og þegar ég var kominn niður aftur og stelpan var að losa klifurbeltið úr klofinu á mér, leit ég niður og sagði "Aaah, takk fyrir tippið, þetta hjálpaði mér upp". Stelpan hætti að gramsa á milli fótanna á mér og lyfti höfðinu hægt þar til augu okkar mættust. Tíminn stöðvaðist. Og þá hrópaði ég "TIPSIÐ, TIPSIÐ, ÉG MEINTI TIPSIÐ".

En skaðinn var skeður og nú er ég líka með nálgunarbann á Indriðastöðum í Borgarfirði. Stundum segir munnurinn á mér merkilegustu hluti. Ég kenni Freud um, ef hann hefði aldrei fundið upp þessi "slip" sín, þá væri líf mitt talsvert einfaldara.


Tjáskipti

Kalli

Heyrðu, verðum við ekki bara að stofna félag Foot in Mouth Syndrome sjúklinga á Íslandi? Annars hefur Halldór kallinn alveg sjarmann til að vera sviðstöframaður. Sjáið þið hann ekki fyrir ykkur með Penn og Teller?

Hugi

Ahahaha, jú gerum það. Ég held að ársfundir hjá FIMS á Íslandi yrðu hinar skemmtilegustu samkomur, fimm klukktímar af endalausum mismælum og misskilningi, það hljómar alveg ótrúlega vel. Og ég sé Halldór svooo fyrir mér á sviði. Ekki í samhengi við orðið "sjarmi" , en frekar í hlutverki vingjarnlegra, heimskulegra trölla. Hann á framtíð fyrir sér, drengurinn.

Kalli

Ég skal bjóða félaga mínum sem afrekaði það að tala við mig um bókina The Fear Of All Sums einu sinni.

Hugi

Frábært! Ég skal halda pep-talk um þegar ég var að halda söluræðu fyrir Íslandsbanka og lýsti því keikur yfir að kerfið sem ég var að selja þeim hefði undanfarið ár tekið "stórstígum samförum".

Kalli

Þetta orðasamband hnýtti hreinlega hnút á heilann minn. Ég er orðlaus...

Elín

Heyrðuði af stelpunni sem stóð upp í rútunni eftir starfsmannaferð og sagði aðeins of hátt.... "ohh ég er svo þröng og sveitt!" svöng og þreytt sum sagt ;) (er bara svona lurkari hérna sko ;)

Gestur

Elín og Hugi, þið bætið svo sannarlega, hressið og kætið. Varst þetta nokkuð þú Elín, í rútunni sko? Freudísk undirpils - sígild skemmtun. Ef Halldór Ásgrímsson getur haldið blaðamannafund til þess að lækka hæsta fjall landsins, getur hann sjálfsagt verið sirkustýpan líka ... Eða, nei.

Hugi

Við skulum ekki útiloka neitt á þessum tímapunkti - Halldór er ungur ennþá, hver veit, kannski uppgötvar hann snjóbrettatöffarann í sér áður en yfir lýkur. Elín, þessi mismæli. Eru góð. Og núna þarf ég að fara að sofa. Já. Í rúminu. Já.

Lindablinda

I'm in! Tölum ekket um það þegar ég t.d. galaði glaðbeytt til húsvarðar í skóla einum sem ég sá rogast með ferðatösku inn í skólann eitt kvöldið - "Hva, kellingin bara búin að henda þér út?!" - sem var reyndar raunin. Úff.

Hugi

Hahahaha!

Gommit

oooo ég ætlaði svo að koma samförunum inn í þennan þráð...

DonPedro

En hvað með ógleymanlega mómentið þegar Pedro spurði stórbeinótta (lesist akfeita)kennnarann sin hvað væri að þegar hún sagðist vera að fara á spítalann, og uppskar mikil sárindi yfir því að hafa ekki kveikt á því að konan var við það að fæða barn?

Hugi

Gott, gott! Ég ætla að fara upp á eitthvað fjall núna, treysti á að hér verði komnar inn ótal sögur þegar ég kem til baka.

Daníel

Indriðastaðir? Var þetta kannski Ása?

Kalli

Ég ætla að hóa í félaga minn sem er mismæltasti maður í heimi. Einu sinni fékk hann lánaða bók hjá mér sem hefur síðan aldrei verið kölluð neitt annað en The Fear Of All Sums. Hlýtur að vera martröð stærðfræðingsins.

Elín

Kalli góð saga hjá þér í bæði skiptin :Þ Og ég uppljóstra ekkert um hver þetta var í rútunni...he he

Kalli

Guð minn góður... hvað heitir svona heilkenni? Bloggblinda?

Lindablinda

Kalli! Hvað var ég búin að segja um bleikiefnisbrúsan!!??

Lindablinda

OG HVERNIG VÆRI AÐ ÉG STAFSETTI SKAMMIRNAR RÉTT!!! (bleikiefnabrúsann..... lol)

baun

vinkona mín gekk eitt sinn galvösk inn í sjoppu og sagði hátt og af innlifun: oohhh, mig langar svo í eitthvað sæðandi! hvað haldiði að hún hafi meint? a. særandi b. seðjandi c. beljandi d. hreðjandi e. gúmmíkennt f. æðandi

Gestur

Ég ætla að segja beljandi, af því að það passar við sæðandi. Kalli, kannski ert þú eins og Lucy í 50 First Dates þegar þú ert á blogginu?

Kalli

Baun: mér líst best á hreðjandi... Gestur: ég vona að það sé ekki mikið líkt með mér og Drew Barrymore en ég hef reyndar aldrei séð þessa mynd. Einn kostur við einhleypni er frelsi frá romcoms.

Hugi

"Beljandi" í samhengi við "sæðandi"? Úffipúff, hvaða karlmenn ert þú að umgangast, Gestur? Ert það kannski þú sem sendir "Ejaculate like a fountain"-spamið sem fyllir hjá mér pósthólfið? Mér líst gríðarvel á "The Fear of All Sums", þessa mynd þarf að framleiða. Dr. Fnord Blurberson, stærðfræðiprófessors við MIT (leikinn af Harrison Ford), kemst að því að með því að taka þversummuna af runu fenginni með því að leggja náttúrulegan logra hverrar prímtölu við grunnfeldi sitt, má fá út tölu sem er alveg óvenjulega ógnvekjandi. Óprúttnir aðilar frá ríkisstjórninni og Samtökum iðnaðarins vilja komast yfir þetta hræðilega leyndarmál og nota það gegn kommúnistum, hippum og samkynhneigðum, en Dr. Blurberson tekst af útsjónarsemi að flýja með því að dulbúast sem garðstóll. Myndin er spennandi og hröð, en segir jafnframt hjartnæma þroskasögu félagslega hefts stærðfræðisénís sem aldrei hefur þorað að horfast í augu við sinn innri garðstól. Og þetta er ástæðan fyrir því að ég er ekki kvikmyndahandritahöfundur.

Logi Helgu

"Do me lika a lady" söng ein ung mey þegar átti víst að vera "Dude looks lika a lady"

Kalli

Logi, þetta er reyndar annað fyrirbrigði, en náskylt, og heitir Chronic Lyricosis. Þetta ástand er mjög algengt og brýnt að hjálpa þeim sem þjást af því. Sleppa Harrison Ford og fá einhvern töff leikara í staðinn og þetta gæti virkað Hugi. Fnord!

Lindablinda

Bekkjarbróðir minn í leik-skólanum söng af mikilli innlifun og rómans í lokaprófi söngþjálfunar: "Unforgivable, that's what you are....." Allt lagið!! Við félagarnir og kvikindin hristumst hins vegar úti í sal. Á auðvitað að vera Unforgettable - pínu munur - Hnjahaha! Eftir á bar hann við blackout-i vegna hræðslu. (Getur það verið málið með þig Kalli? Blackout vegna....hmm)

Lindablinda

Ég dýrka hins vegar handritið Hugi! lol. Hver leikur garðstólinn?

Hugi

Ég held að Alec Baldwin yrði fyrirtaks garðstóll, það þarf bara að raka af honum hárið, mála hann hvítan og brjóta saman í miðjunni. Hehe, unforgivable.. Ég þjáist annars líka af Chronic Lyricosis, sem er ákveðið vandamál þegar aukabúgreinin er söngur. Spurning hvort maður fær sjúkrastyrki frá FÍH ef CL háir manni í starfi? Daníel, ég fnord hef ekki grænan fnord grun um hvað stelpan fnord hét. En fnord hún var rauðhærð.

Kalli

Linda: ég kenni fnordunum um.

Gestur

Hugi, þó. Ég var ekki að reyna að vera þjóðleg-ur. Hugrenningatengslin voru belja og sæða, ég var í sveit sem barn. Já, og einu karlmennirnir sem ég "umgengst" eru á Netinu, til dæmis þú og Kalli, þar sem hið geysihagnýta frotté er yfir og allt um kring. (Kalli, er romcom annað heiti yfir chick flick?)

Gestur

Ef þið haldið áfram að vera svona fyndnir þarf ég að plasta lyklaborðið, ég frussa svo miklu kóki yfir það. Burp.

Hugi

Afsakið Gestur, þetta var einkar ó-herramannslegt af mér. Það er orðið of langt síðan ég var við sæðingar og þessi hræðilega, hræðilega beljandi gosbrunns-ímynd úr téðum ruslpósti fylgir mér í svefni og vöku.

Kalli

Ég verð að játa að það er enn dáldið mystery fyrir mér þetta frotte hans Huga. Ég meina... ég hef hugmyndir – sem ég vil ekki ræða frekar – en nákvæmni í efnisvali og magn efnis stendur dáldið í mér... Og romcom er stytting á Romantic Comedy. Þarf ekki að vera chick flick en ætli þessi mengi skarist ekki all-svakalega?

DonPedro

Ég hef þegar hafið framleiðsluviðræður, og þessa mynd verður að gera. Ég fékk ekki Harrison Ford, en ég get fengið Þór Túliníus á brotabrot af hans uppsetta verði, þannig að ég er þegar búinn að græða milljónir dollara á þessu. Scuse me, while I kiss this guy, dimmdimmdomm dongdongdi

Hugi

This summer, Þór Tulinius IS Dr. Fnord Blurberson, IN the most amazing thriller you'll ever see. Action, Chairs, Explosions, Chairs, Sex, Chairs, And More Chairs! Showing in all major theatres.

Daníel

Aha, Ása er rauðhærð. Og alveg afskaplega myndarleg.

Daníel

Já og svo er Ása með bloggsíðu: http://www.123.is/asasigurlaug/. En hvort þetta er sú sama og gaf þér tippið, það er svo auðvitað allt önnur Ella. En hún heitir reyndar Elín og býr í Hafnarfirðinum.

Hugi

Nei, þetta er reyndar ekki téð Borgarfjarðarmær. En myndarleg engu að síður.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin