Stemning

13. september 2006

Kíkti aðeins heim í hádeginu. Það er greinilega alveg mögnuð stemning í einhverri íbúðinni því strax og ég kom inn í stigaganginn mætti mér megn áfengislykt og greinilegt glasaglamur. Og nú er kvenrödd að syngja "On my own" í ellefta skipti. Í röð.

Alveg er ég viss um að féló hefur keypt íbúð í blokkinni og er búin að planta einhverjum krakkfíklum í hana. Eins og hafi nú ekki verið nóg að sitja hérna uppi með landbúnaðarráðherra, kynskipting sem heldur að hann sé fyrrverandi forseti og tvo kennara.

En á jákvæðu nótunum þá heyrist mér Anna vera í framkvæmdagírnum. Heyri svona óljóst krafs eins og hún sé að skríða um gólfin uppi, líklega einmitt með tuskuna að þrífa. Vildi að ég væri jafn duglegur og hún, hún er svo full af orku þessi elska.


Tjáskipti

baun

stökktu yfir til hennar strákur, og hafðu með þér biblíu.

Stjórinn

Skríður Anna bara ekki um gólfin örþreytt eftir að hafa stútað sjerríflöskunni og sungið "On my own" ellefu sinnum í röð?

Skutlan

Eru það ekki sjóararnir sem fá sér alltaf í glas í miðri viku.......nú er anna ekki x vélstjóri........híhíhíhíhí

Eva

Krafsið sem þú heyrðir hefur nú líklega verið í keðjunum. Er ekki Ken í bænum?

baun

Hugi, nú ertu annað hvort týndur eða ástfanginn. vona að það sé hið síðarnefnda...

Carlos

Ætli Hugi sé Crazy in Love?

Geztur

Kannski eru puttarnir dottnir af honum. Of mikið af refsingum í skólanum?

Carlo

Það segir kannski meira um mig að þegar þú nefndir þetta með puttana fór ég ekki að hugsa um píanóleik...

Geztur

Einmitt. Kannski er hann bara orðinn of loðinn í lófunum til þess að geta pikkað á tölvuna.

Hugi

Afsakið, það er mikið að gera í vinnu og skóla þessa dagana :-). Baun, ég er alltaf ástfanginn og alltaf týndur. Þannig er ég bara :).

Geztur

Smaladrengurinn okkar er kominn aftur. Himnarnir gráta af gleði. Ó, nei, það var ég :D

Hugi

Hehe, ekki í fyrsta skipti sem ég græti kvenmann eða þannig :-).

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin