Góður dagur

9. júní 2007

Já, það eru líklega allir orðnir þreyttir á Blakk mínum og ég veit að ítrekaðar myndbirtingar hér af bílnum eru löngu orðnar vandræðalegar, jafnvel perralegar. En svona er það þegar maður bíður eftir ástinni í öll þessi ár og finnur hana - og hún reynist svo miklu betri en mann óraði fyrir.

Ég sagði einhverntíman að það væri ekki hægt að kaupa hamingjuna. Ég hafði auðvitað kolrangt fyrir mér eins og venjulega, því núna get ég fullyrt að hamingjan kostar aðeins 1. stk Land Rover (plús eigendaskiptagjald og umferðaröryggisgjald). Viðhaldskostnaður svona standard hamingju er svo ca. kr. 10.000 á mánuði (bifreiðagjöld + tryggingar). Það finnst mér ekki mikið.

Ég bauð annars Hildi systur í smá vegalag (nýyrði undirritaðs um "road trip") í dag og við fórum Kjalveg upp að Langjökli . Enduðum rúntinn svo við Gullfoss sem var í regnbogagírnum (sjá á mynd af minni gullfallegu systur (athugið, hún er á lausu, hubbah hubbah!)).

Stærri myndir leynast við smellinn.

Og svo skal ég halda kjafti um bölvaðan bílinn. Lofa.


Tjáskipti

Halldór Eldjárn

Hmm það kemur alltaf sama myndin þegar maður smellir á þær... :P

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin