Líf píanónemans

8. maí 2007

Það er ekki tekið út með sældinni að vera í djassi, enda djass og sadismi náskyld fyrirbrigði. Já, nýlegar rannsóknir sýna að það er sama heilastöðin sem framleiðir hvorttveggja, en það veltur víst á kynhegðun móður hvort menn velja að kvelja fólk eða hljóðfæri.

Stundum fer þetta saman - markgreifinn Sade var t.d. einn þekktasti djasssemballeikari Frakklands og tók upp fjórar plötur með Miles Davis-kvintettinum áður en hann hóf sólóferilinn.

Og svo er það náttúrulega afkastamesti sadisti sögunnar: Kenny G. Skv. síðustu tölum hefur hann refsað yfir 30% af íbúm hins vestræna heims. Með sópransaxófóni. Geri aðrir betur.

Og svona fara píanótímarnir mínir fram (þeir sem þekkja til kennarans míns, Agnars Más, ættu að skilja þetta. Hef sjaldan á ævinni kynnst meiri skapofsamanni - Atli Húnakóngur hefði litið út eins og Gandhi við hliðina á honum):


Tjáskipti

inga hanna

þið músíkantar eruð frekar krúl við okkur hin. sannast þarna.

Kalli

Kenny Rogers. Maður sem getur grillað kjúkling með röddinni einni saman og er allt sem heilbrigður strákur þarf til að fræðast um heiminn.

Hugi

Jú Inga Hanna, við músikantar erum alræmd illmenni. Dæmi: Ég skrapp á röltið um Oz núna í febrúar þar sem ég rakst á fuglahræðu, málmmenni og ljón. Ég bauð þeim á þorrablót Íslendingafélagsins á staðnum og brosti til þeirra meðan ég át súrsaða heila, hjörtu og punga. Þeim var ekki skemmt. Kalli, þarna átti auðvitað að standa "Kenny G". Kenny Rogers... Vá, ég verð að hætta að þamba LSD fyrir badminton...

inga hanna

varst það virkilega þú sem bauðst þeim?

Hugi

Jú, það var víst ég. En mér skilst að þetta hafi allt saman bjargast því þau öðluðust öll pólitískan frama í kjölfarið. Fuglahræðan í Frjálslynda flokknum, Málmmaðurinn í sjálfstæðisflokknum og ljónið í framsókn.

inga hanna

hvar enduðuð þið dórótea?

Kalli

Þetta er handa þér: http://www.apple.com/trailers/disney/ratatouille/previewQTmedium.html :D

Kalli

Mínus :D http://www.apple.com/trailers/disney/ratatouille/previewQTmedium.html

Hugi

Inga Hanna, við Dórótea gerðum ekkert sem ekki er löglegt í Kansas. Ekki trúa öllu sem þú lest í blöðunum. Kalli - þú varst að vinna þér inn einn stóran þarna, þetta var algjör snilld! :-) Sorglegt að hún skuli ekki vera sýnd fyrr en 29. - var að vona að ég næði henni í Imax-bíói í San Francisco á meðan WWDC yrði í gangi.

Kalli

Og meira: http://www.drasticgraphics.com/2006/06/ratatouille-wallpapers.html Ratatouille veggfóður! :D

Kalli

Hugi... þú þarft eitthvað að laga HTML parsið hérna. Held ég... ;) http://www.drasticgraphics.com/2006/06/ratatouille-wallpapers.html

Kenny G.

Nonni litli var aðeins farinn að velta fyrir sér lífinu og tilverunni og einn daginn fór hann til pabba síns og spurði hann: "Hvað eru stjórnmál?" Pabbi hans svaraði: "Jú sjáðu til, það er kannski best að ég útskýri það á þennan hátt: Ég vinn fyrir fjölskyldunni og þess vegna skulum við kalla mig Auðmagnið. Mamma þín stýrir heimilinu og ræður útgjöldunum og þess vegna skulum við kalla hana Stjórnvöld. Við erum til þess að sinna þörfum þínum svo við skulum kalla þig Fólkið. Við getum síðan haldið áfram og kallað barnfóstruna Öreiga. Litla bróður þinn skulum við kalla Framtíðina. Farðu nú og veltu þessu fyrir þér og athugaðu hvort þetta kemur ekki heim og saman. þannig að Nonni litli fór í háttinn og hugsaði stöðugt um það sem pabbi hans sagði honum. Um nóttina vaknar hann upp við grátinn í bróður sínum. þegar hann kemur inn í herbergi hans finnur hann fljótt að bleian hans er blaut og mikil fýla af henni. Hann fer inn í svefnherbergi foreldra sinna og finnur mömmu sína sofandi. þá fer hann að herbergi barnfóstrunnar og finnur að hurðin er læst. Hann kíkir inn um skráargatið og sér föður sinn í rúminu með barnfóstrunni. Að lokum gafst Nonni litli upp og fór aftur í herbergi sitt og sofnaði. Næsta morgun segir hann við föður sinn. "Pabbi, ég held núna að ég skilji hvað stjórnmál ganga út á." Gott segir faðirinn, segðu okkur frá því. þá sagði Nonni litli: " Jú sjáðu til, á meðan Auðmagnið riðlast á Öreigunum er Ríkisstjórnin steinsofandi. Fólkið er hundsað og Framtíðin er í djúpum skít...

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin