Betri heimur

25. október 2007

Ég á mér draum. Draum um betri heim. Heim, þar sem við getum öll í sátt og samlyndi hengt skeiðar á geirvörturnar á okkur án afskipta yfirvalda.

Er það til of mikils ætlast?


Tjáskipti

Elías

Við getum það nú þegar, ef skeiðarnar eru þannig hannaðar og geirvörturnar eru stinnar. Hins vegar má vera að það sé ekki leyfilegt gegn greiðslu.

Hugi

Er það ekki leyfilegt gegn greiðslu, svo lengi sem enginn þriðji aðili hagnast á viðskiptunum? Held það, greiðslan verður að fara óskipt til skeiðarinnar, annars er um skeiðsal að ræða.

Bullu-Kolla

Lífið er hróplegt óréttlæti endalaust!! Ég mun t.d. aldrei getað kramið bjórdósir á milli brjósta mér, þó ég æfði mig lungan úr degi í mörg ár, með eða án afskipta yfirvalda eða alfonsa!! En þú Hugi minn, skeiðabusinessinn er þinn...

Hugi

Kolla mín, þú gætir kramið bjórámur milli brjósta þér! Og núna ætla ég að hugsa um skeið. (sjáið hvað ég er að gera þarna - tvöföld merking. "Skeið" getur hvort sem er átt við áhaldið eða tímabil. Mjög sniðugt.)

Bullu-Kolla

Skeið getur nú líka verið eitthvað annað en áhald, eða tímabil. Think harder!!! ;o) Hugi, er ég svona harðbrjósta?!! Ámur, er það ekki eitthvað úr níðþungu timbri? Ætla að taka þetta sem Gullhamra ;o) og ekki hugsa neitt meira um bjórdósir eða ámur eða skeið(ar). Hef lokið máli mínu. Enda krúsin tóm.

Hugi

Auðvitað! Ég er greinilega ekki nógu duglegur í hestamennskunni *hóst*. Og nei, þú ert nú ekki svo harðbrjósta. Ég bara hélt að brjóst væru vöðvar - er ekki hægt að hnykla þau þannig að þau verði grjóthörð? (sit á biðstofu og bíð - lítið annað hægt að gera á biðstofum. Nema... ég gæti auðvitað reynt við gaurinn sem situr við hliðina á mér. Það mundi örugglega lífga upp á stemninguna hérna).

baun

mér finnst allt of margt bannað. og það er enginn maður til að banna öll þessi bönn. hvar er forsetinn? hvar er lýðheilsustöð? hvar er FÍB?

Bullu-Kolla

Þessar bækur sem þú ert að kaupa hjá Braga eru greinilega gangslausar! Hestamennska!!!! pffuuffff.....

Hugi

Baun, hárrétt. Nú grípum við til aðgerða og stofnum þrýstihóp um að banna bönn. Ég verð ekki sáttur fyrr en öll bönn eru bönnuð! Þótt ég eigi auðvitað von á hörðum mótmælum frá þessu undarlega fólki sem vill banna bönn sem banna bönn, bannbannabannahópnum. Aðgerðaleysi stjórnvalda er vítavert. Forsetinn er að greiða sér, það er tómur lýður að vinna á lýðheilsustöð og formaður FÍB, Félags Íslenskra Bannbannara er vita vonlaus. Ég hef sagt það áður og segi það enn - lýðræði bara virkar ekki.

Hugi

Já, Kolla, ég veit - þær eru gangslausar. Ég er alltaf að segja við Braga "ef þú nú bara límdir litla ganglimi á bækurnar og teiknaðir einn broslim framan á þær mundu þær seljast miklu betur". En hann bara hefur engan áhuga á að græða.

baun

lýðræði er fyrir aumingja.

Kolla

ARRRGGGG og úlfaldi! Það mætti halda að ég væri blaðamaður á mbl.is. GaGNslausar ætlaði ég að skrifa en það er svona þegar ósjálfráða skriftin tekur yfirhöndina. Ég fell í trans....

Hugi

Ef maður les biblíuna afturábak kemur í ljós að lýðræði er bara afbrigði af satanisma.

Kyngimögnuð

I'm not following you. Syntax error! Held ég fari og hlusti á Bannanaramma flytja lagið "Venus" með tilvísan í skeið(ar).

Hugi

Kyngimögnuð, á þessum vef hittist aðeins sjúkt fólk til að ræða sjúka hluti. Velkomin í hópinn! Og mundu að hér tölvum við ávallt íslensku - Bananarama heitir til dæmis "Bjúgaldinrama".

Kalli

Bottom! Fish! Banana! Drepum alla ofstækismenn!

Gamli

Baun. Ertu þá fyrir valdstjórnina!

Steinunn Þóra

Þú ættir kannski að fá þér svona græju eins og Nanna fjallar um: http://nannar.blogspot.com/

Hugi

Steinunn, gerðir mér stóróleik með að benda mér á þessa færslu hjá Nönnu. Núna þrái ég skeiðahitara - með hita þúsund sóla (eða skeiðahitaðra skeiða).

Sveinbjörn the Texan

Gawdem nipple-spoon-attachin' liberal!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin