Andkreppín

13. janúar 2009

Alltaf á heila tímanum hættir hugbúnaðardeild Umferðarstofu að forrita, stendur upp, lyftir höndunum og missir sig í brjáluðu salsa og bossanóva. Engin kreppa, bara sveittir, naktir karlmannslíkamar og seiðandi suðrænn ryþmi. Ofsagott fyrir mjaðmarliðina.

Arrrrrrrríbaaaaa!!!

Að því loknu sest píanónördið niður og hlustar aðeins meira á Michel Camilo.

Rugl á píanó og kongatrommur

Bull og vitleysa með stórsveit


Tjáskipti

Atli

Ég lifi fyrir þessar salsa stundir okkar.

Hugi

Ég veit, ég veit - það sést alveg á því hvernig þú hreyfir þig, tígur.

inga hanna

hmmm... það er nú hættulegt að opinbera svona á tímum niðurskurðar!

Hugi

Neinei, þetta er bara geislandi fordæmi fyrir aðrar stofnanir. Sýnir stórkostlega samstöðu og starfsanda á erfiðum tímum. Þú ættir að sjá kongalínurnar hjá stelpunum í forskráningunum... Úha...

Logi Helgu

Úffff...nú veit ég hvað gerist í vinnunni þegar ég er farinn...elsku litlu hommarnir mínir ;)

Hugi

Margt sem þú ekki veist krútthaus, það gerist ýmislegt eftir að þú ert farinn. Þú ættir að sjá raunverulega stefnukortið..

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin