Djassbúllan við Hagamel

8. desember 2006

Var að komast yfir almennilegt tónlistarforrit (Logic Express, fyrir forvitna) og prófaði að púsla saman stuttu lagi áðan. Úff hvað þetta er gaman, ég mundi líklega gleyma mér hérna við píanóið og deyja úr hungri og óþrifnaði innan viku ef ég þyrfti ekki að mæta í vinnuna og svona. Bölvað ónæði alltaf af þessu alvöru lífi.

En já, Summertime, gjörið þið svo vel. Píanó: Hugi Þórðarson. "Hammond": Hugi Þórðarson. Bassi: Hugi Þórðarson. Útsetning: Hugi Þórðarson. Stjórn upptöku: Hugi Þórðarson. Og til fróðleiks, þá er píanóið hljóðupptaka af mínu eigin hljóðfæri með nýju flottu græjunum, hitt er spilað á hljómborð ("Hammond"-sándið þurfti ég að búa til).


Tjáskipti

Elías Halldór Ágústsson

Æðisgengið!

Hugi

Hehe, veit það nú ekki - en takk! :-)

DonPedro

tíhí, velkominn í Logic hópinn....

Hugi

Hehe, takk. Fæ ég skírteini? :-) Heyrðu, úhhh, Pedro, ertu með Logic Pro? Æ, hvernig spyr ég - eins og að spyrja formann samtaka gyllinæðarsjúklinga hvort hann sé með gyllinæð... Ég mun altént uppfæra á næstunni af tveimur ástæðum. Þær heita evb3 og evp88.

DonPedro

Uppfærðu eins og vindurinn. Þá færðu líka hammond...Þú færð líka nemendaútgáfu :-)

Logi Helgu

Ég fór í nostalgíufíling við að heyra þetta, sá fyrir mér Leisure Suit Larry mættan á svæðið ;)

Hugi

Hyrðu Pétur, það er rétt hjá þér! Ég er nemandi! Ég fæ Logic á 500 dollara! Hó hó hó! :-) Logi, já - sama dósarhljóðið og í gamla pésanum :-) ,En heyrðu, Larry... Þú segir nokkuð, ég þarf að rifja það snilldarlag upp og útsetja...

Einar Solheim

Virkilega flott :) Bara allt of stutt!!!! :)

hildigunnur

geeekt flott! Hvar restin?

Hugi

Hehe, takk :). Ég leggst í frekari upptökur þegar ég er búinn í prófunum. Nú eru það æfingar sem blíva, púff. Ég er svo duglegur að ég fæ eyrnaverk við tilhugsunina. Hvers vegna eyrnaverk? Ég veit það ekki. Er samviskan í eyrunum á manni?

Einar Solheim

Búinn að finna lausnina á vandamálinu varðandi hversu stutt þetta er... meður setur bara á Repeat!!! :)

Mjása

Vitiði hver Manny er í Black Books? Ef Manny væri tónlist þá væri hann þessi tónlist!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin