Alveg frábær dagur

27. júní 2006

Alveg tvímælalaust einn af þessum dögum. Fór og sótti sérsmíðuð myrkvunarluggatjöld fyrir svefnherbergisgluggana mína. Hljóp á glerhurð í búðinni. Keyrði heim með handbremsuna á. Datt í stiganum. Setti upp gluggatjöldin. Þau voru of mjó. Mældi gluggana. Þeir reyndust hafa breikkað óvænt um tvo sentimetra síðan ég mældi þá síðast. Gekk örna minna til að hugsa málið. Klósettpappírinn búinn. Rölti á hækjum mér um íbúðina í leit að einhverskonar þunnu trefjaefni, sinu eða bítetti, þar sem mér fannst ekki nógu virðulegt að setjast á baðgólfið og draga mig áfram á höndunum eins og hundur. Málið reddaðist um síðir.

En ég bara skil ekki þetta með gluggatjöldin, ég þrímældi gluggana. Eða jú, ég skil það vel - þetta er örugglega Önnu og Ken að kenna. Lætin á efri hæðinni eru slík að það hefur hreinlega tognað á blokkinni. Ég ætla að banka upp á hjá þeim í kvöld með reikning fyrir nýjum gluggatjöldum. Og hækkuninni á fasteignagjöldunum.


Tjáskipti

Lindablinda

Þú ert yndislegur! Skeina sig á teppinu. I wuw you :-)

Elín

Þú verður bara að nota gamla myrkraherbergistrikkið, álpappír í gluggann. Já eða bara svona álpappírs-trim, sentimeter sitthvoru megin.... voða smart :) Annars splæstu bara í ný gluggatjöld og notaðu þessi í einhvern minni glugga.

Carlo

Þá veit ég hvað draumamaðurinn hennar Lindu gerir :)

Hugi

Roðn Linda, I wuw you too :). Já, Elín, mjööööööög góð hugmynd með álpappírinn, ég sver að ég tek hana til athugunar. Og þó, jú, ætli ég splæsi ekki bara öðrum 15'skalli í ný gluggatjöld fyrir svefnherbergið og setji þessi í gestaherbergið. Allt í lagi fyrir þessa blessuðu gesti að hafa smá ljóstýru. Eða þá að ég festi einhver breið gerefti á gluggalistana. Eða set einhvern fallegan blúndufald á rúllugardínurnar. Þetta leysist.

Elín Björk

Hugi minn, ég get nú saumað handa þér gluggatjöld ef þú vilt... og rukka ekki 15000kall. (og já það er hægt að kaupa sérlegt myrkvunarefni í venjulegum efnisbúðum)

Lindablinda

Vorum við ekki búin að ræða það áður Kalli?? Skeina sig á teppinu og húmor, algjört möst :-)

Carlo

Hefurðu hugleitt að kíkja bara á úrvalið í prímötum? :D

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin