Feluklæðnaður

14. júlí 2007

Ótrúlegt en satt, það eru tveir hermenn á myndinni hér að neðan. Athugið hvort þið getið fundið þá. Bretar kunnu sko að hanna felukæðnað, maður minn.

Ég mun aldrei skilja hvers vegna breska heimsveldið féll.


Tjáskipti

Fríða

Þetta er fallegt :)

Kalli

Ég held frekar að þeir séu að misskilja Lúsíu hátíðarvenjur.

Hafsteinn

Ég veit afhverji breska heimsveldi féll. Það var af því að foringjarnir einokuðu allta kíkana. Það er greinilegt að hinn vill fá að komast í kíkinn. "Ég má núna, þú leyfir mér aldrei" Hann er meira að segja kominn með byssuna á loft. Á endanum varð þetta aldagömlu heimsveldi að falli. Lítil þúfa og allt það...

baun

ha? er breska heimsveldið fallið?

Hugi

Hafsteinn, góð tilgáta :). Og jú baun, er ekki breska heimsveldið orðið að einhverju <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Commonwealth_of_Nations">samveldi</a> í dag? Skil það reyndar ekki, heimsveldi eru miklu meira töff en samveldi.

Hugi

<img src="http://hugi.karlmenn.is/Apps/WebObjects/Hugi.woa/swdocument/1000166/Breskur+perraklæðnaður.jpg" />

Mjása

Vá, sá fyrst massíft reðurtákn og svo aðventukransana á hausnum. Freudian alert!

Sveinbjörn

Mér finnst þetta bara ógeðslega kúl, og ætla hér eftir að ganga um í svona attire -- varúð, ný tískubylgja á leiðinni.

baun

sniðugt hjá bresku hermönnunum að vera með einiberjarunna á hausnum, þá ganga Þjóðverjakjánarnir bara í kringum Bretana. allavega á jólunum.

DonPedro

ég sé enga hermenn. Eruði klikk?

Hugi

Mjása, ég missti fullkomlega af þessu líka magnaða reðurtákni þar til þú bentir á það - og er afar hamingjusamur yfir því :-). Rorschach hefði verið stoltur af þér! Mæli hinsvegar með því að þú *hóst* leitir leiða til að hreinsa hugann af þessum hugleiðingum. Hundrað maríubænir. Já Sveinbjörn... Eigum við að starta tískubylgju? Baun, ef ekki væri fyrir einiber, þá töluðum við öll þýsku í dag. Meistari Pedro: Já.

Lína

Hugi, ég er í höfuðstað heimsveldisins, á ég að athuga hvort ég fæ svona einiberjadress á þig? Þetta er hrikalega smart. Hver er þessi Freud? Reðurtákn? ??? túrúlú Lína

Hugi

Lína, ég lofa að þú átt einvörðungu von á góðu frá mér ef þú getur útvegað svona einiberjahjálm! Og hvaða hvaða, þú ert í óvenju góðu jafnvægi ef þú kannast hvorki við Freud né reðurtákn. Hefurðu prófað Rorschach-próf?

shynegyivr

Feluklæðnaður shynegyivr http://www.gmqceb6133z69wx563454mgkisii8206s.org/ [url=http://www.gmqceb6133z69wx563454mgkisii8206s.org/]ushynegyivr[/url] <a href="http://www.gmqceb6133z69wx563454mgkisii8206s.org/">ashynegyivr</a>

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin