Peningar kaupa ekki ást. En þeir geta keypt sjálfstraust.

23. janúar 2006

Ég var svo spenntur yfir fallega Rovernum mínum í nótt að ég held að ég hefi fengið egglos. Merkileg tilfinning.

Ég brá mér frá vinnu í hádeginu og tók reynsluakstur. Ég sver að testósterónið hreinlega sprautaðist út um líkamsopin á mér og yfir mig allan þegar ég ók út á götu og byrjaði að svína í veg fyrir allt litla fólkið sem burraðist í kringum mig á fólksbílunum sínum. Ég hugsaði allan tímann "ég er betri en þið" og "farðu frá kelling" og aðra hluti sem karlmenn á jeppum hugsa örugglega.

Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvernig ég segi Golfinum mínum frá því að ég vilji slíta sambandinu við hann, en held að hann eigi eftir að sýna mér fullan skilning. Við höfum bara þroskast í sitthvora áttina, hann er að verða að druslu og ég að karlmanni. Ég hugsa að ég veiti honum fullt forræði yfir báðum varadekkjunum og við eigum örugglega eftir að halda vináttunni áfram, hittast um helgar og taka bensín saman og svona.

Aaaahhhh...


Tjáskipti

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin