Strimillinn lengist

22. ágúst 2009

Jammogjæja, góðviljað fólk (og hugsanlega eitthvað illviljað fólk líka, hvað veit ég) hefur látið mig fá óhemju af gögnum til að setja á Strimilinn og ég ætla að þræla inn 200-300 strimlum á næstu dögum. Helsta vandamálið er að sumir strimlarnir sem ég hef fengið sýna einbeittan innkaupavilja, eru allt að því metri að lengd, og passa því ekki í litla skannann minn - svo ef einhver á skanna að flatarmáli á við Þingvelli væri sérdeilis ljómandi að fá hann lánaðan.

Ég er búinn að skrá GPS-hnit nokkurra verslana, aðallega upp á grín og gaman til að byrja með en þó með ákveðinn framtíðartilgang í huga. Þegar farið verður að skrá verðupplýsingar í grunninn gæti orðið spennandi að nýta staðsetningargögn til að setja sjónrænt fram verðmun á milli landshluta.

Endilega haldið áfram að senda mér strimla. Gögn sem fara á strimilinn eru ekki persónutengd og verða næstum því örugglega ekki notuð í nornaveiðar eftir byltinguna, svo ekki þarf að fela vandræðalega strimla með Celine Dion-geisladiskum og öðrum hræðilegum, hræðilegum perraskap.


Tjáskipti

Anna Soffía

elsku vinur....þú fengir bara sjokk ef við Hildur færum að senda þér strimla..hahahah...úffff....

Hugi

Núnúnú, hvaða hvaða? eru ekki aðallega hundar og hænur á strimlunum ykkar? :)

Bergur

Sniðugt að skrá staðsetningu búðanna. Geturðu ekki fengið þessar staðsetningar allar hjá ja.is?

Hugi

Fín hugmynd, en ég held að gögn hjá ja.is séu því miður öll harðlæst og lokuð :-(. En ég ætla samt að tékka á því á mánudaginn, þetta er náttúrulega allt til á skrá þar.

Logi Helgu

Var einmitt að setja inn langan strimil hjá þér, tók nú bara mynd af honum þ.s. ég var ekki með skanna og notast lítið við svoleiðis tæki. Gaman væri að vita hvort að hann hafi ekki verið nýtilegur?

Hugi

Þetta er nú eiginlega alveg ótrúlega gott miðað við að þetta er ljósmynd - jafnvel nýtilegt í OCR. Hvernig vél tókstu þetta á?

Sveinbjörn

Idealt þá myndirðu vilja skrifa einhvern svona fuzzy logic pattern matching algóriðma sem getur sér til um hvaða vörur eru svipaðar/þær sömu. IMDB gerir það helvíti vel í leitarvélinni sinni, t.d. http://www.imdb.com/find?s=all&q=ring+slodr+&x=0&y=0

Hugi

Einmitt - ég ætla að nota Lucene í leitina, það er m.a. ágætis fuzzy matching í henni.

Hugi

Það er smá sýnishorn af þessu í leitinni á us.is (við notum líka Lucene þar). Prófaðu t.d. að leita að "tarfsolk~" (án gæsalappanna) - tildan á eftir orðinu skipar Lucene að nota nándarleit.

Logi Helgu

Tók þetta á 10MP Nikon D60, þarf stóra vél f. svona stóran strimil ;)

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin