Geitungsbúningur

22. september 2006

Ég bankaði upp á hjá Önnu í hádeginu í dag til að sýna henni geitungsbúninginn sem ég ætla að mæta í á grímuballið. Þegar hún sá mig í búningnum rak hún upp óp, hljóp inn á klósett og læsti að sér. Og þegar ég bankaði á dyrnar neitaði hún að koma út.

Furðulegir þessir nágrannar.


Tjáskipti

baun

gvöööð hvað ég skil hana vel. rauðhærður risageitungur. er hún enn inni á klói?

Hugi

Ég er bara ekki viss, ég gafst upp eftir að hafa suðað í henni í smá tíma og fór svo aftur í vinnuna kukkan eitt.

Geztur

Já, að suða í einhverjum hefur nú fengið alveg glænýja merkingu. Annars máttu alveg fljúga til mín, ég er mjög opin fyrir risageitungum með tónlistargáfu sem elda gourmet, þótt þeir séu með rauð bifhár, en þú mátt ekki fljúga á og brjóta rúður. Mér þykir leitt, að Anna hafi kallað þig hvimleitt kvikindi. Spurning hver er raunverulega með Tourette þarna í stigaganginum.

Barbie

En lovvlí. Skemmtu þér vel á grímuballi!

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin