Death by chivalry

25. mars 2006

Ég náði næstum því að afreka það að myrða með herramennsku í gær. Ég var að rölta í rólegheitum út úr Eiðistorgs-skipulagsslysinu á Seltjarnarnesi þegar ung kona kom hlaupandi á móti mér. Í andartaks herramennskukasti slengdi ég fram fætinum til að halda hurðinni opinni fyrir hana, en það fór ekki betur en svo að ég var of seinn að fjarlægja fótinn aftur og hún sá hann ekki, hrasaði um hann, sveif tignarlega dágóðan spöl og brotlenti á andlitinu. Ég faldi andlitið í höndum mér, stundi þungan og hjálpaði ringlaðri konunni á fætur.

Hún virtist óslösuð að mestu en horfði orðalaust á mig í nokkrar sekúndur með blöndu af undrunar- og reiðisvip á meðan ég opnaði og lokaði munninum eins og þorskur. Ég náði ekki að skýra málið áður en hún hljóp í burtu aftur.

Eldri hjón sem sáu atburðarásina úr fjarlægð horfðu stíft á mig og maðurinn hristi höfuðið með vanþóknunarsvip. Líklega hef ég endanlega útrýmt trú þeirra á ungdóminn í dag, hlaupandi um og bregðandi fæti fyrir kvenfólk upp úr þurru.

Herramennska hætti líklega að borga sig í lok 19. aldar.


Tjáskipti

Lindablinda

Ef þetta hefði verið ég, sem fyrir u.þ.b. 6 mánuðum hefði verið mjög líklegt, værir þú núna með nýtt rassgat við hlið þess gamla.

DonPedro

Ég missti tímabundið trúna á herramennskuna þegar ég slysaðist til að halda hurð opinni fyrir herskáan feminazista sem öskraði á mig að hún gæti alveg opnað hurðir sjálf. Eins og ég hefði boðist til að reima skóna hennar. Ég náði samt að svara henni að það væri ótrúlegur árangur, og óska henni til hamingju, eins og hún hvefði fundið lækninguna við beinþynningu. Ég náði henni. Eitt augnablik hugsaði hún með sér að hún væri sérstök. Kvitt.

Lindablinda

Hahahaha. Kill them with kindness.

Hugi

Hmm, synd að þetta skyldir ekki hafa verið þú Linda, nýtt gat, þýðir það ekki tvöföld afköst? Og já, feminismi er tvímælalaust stærsta ógnin við okkur herramennina, ég hef sjálfur lent í að móðga kvenfólk alveg herfilega með kurteisi. Ég legg hér með til að við stofnum Hin Íslensku Chivalristasamtök til að berjast gegn þessari þróun. Karlmenn, hingað og ekki lengra! Höldum opnum hurðum, setjum yfirhöfnina í drullupollinn svo konan geti gengið yfir hann þurrum fótum og neitum að skipta reikningnum! Okkar tími er runninn upp!

Lindablinda

Ég vil taka það fram að ég var ekki í þessu tilfelli að tala um að auka afköst þín Hugim minn vegna kurteisi, ég hefði náttúrulega haldið að þú hefðir verið að fella mig viljandi. Mín reynsla er nefnilega sú að herramennska sé dauð. En svo koma Hugi og Pedro og ég þarf að endurskipuleggja þankaganginn.

Kibba

Ég er herrakona!!!

Lindablinda

Síðasta komment var svo illa skrifað, stafsett og formað hjá mér, að ég er búin að setja fingurna mína í straff. (Bína Abbyssiníu kisa skrifar þetta, mjá...)

Hugi

Kibba, ég einmitt kvennamaður. Og Linda, ég hef aldrei viljandi fellt konu. Með örfáum undantekningum.

Hr. Stefán Arason, tónskáld / Hr.Hávær

Ég held að herramenskan sé að koma aftur, eftir að konur föttuðu að allt þetta með mjúkamenn og einvherskonar feminisma, sem gengur út á að haga sér eins og 3 ára krakki ("ég kann, ég get, ég vil!"), var tómt rugl og geta nú farið að njóta þeirra herramanna sem eftir eru. Þannig að það er um að gera, herramenn, að boða út fagnaðarerindið.

Lindablinda

Þarf greinilega að fara að venja komur mínar á annars konar samkomustaði en hingað til. Hvar halda svona herramenn til venjulega?

Kibba

í amish samfélögum hef ég heyrt.

Sveinbjörn

Já, you just can't win, eh? Ef þú ert ruddi þá hata þær þig, ef þú ert herramaður þá finnst þeim sjálfstæði sínu ógnað...

Hugi

Já, maður þarf orðið að vera gríðarlegur kvenþekkjari til að vita hvort maður á að halda hurðinni opinni og brosa fallega eða skella henni á nefið á þeim og hlæja. Ég fæ nú stundum lúmskt á tilfinninguna að slæm viðbrögð feministanna við kurteisi karlmanna séu til komin vegna þess að með því að vera kurteis er maður að eyðileggja karlmanns-stereotýpuna "lata prumpdýrið" sem þeim hefur heppnast svo vel að berja inn í þjóðarsálina. Ég ætla sko ekki að hjálpa þeim að steypa okkur karlana alla í sama fótboltalagaða mótið og held hurðum og ber töskur sem aldrei fyrr.

Hugi

Jú einmitt, Amish-samfélögin eru örugglega pakkfull af góðum gæjum. Íbúðin mín er sjálfbært Amish-samfélag og eldavélin mín þætti t.d. hlægilega gamaldags á flestum Amish-heimilum. Annars leynast herramennirnir víða, þú þarft bara að hafa augun hjá þér því það er hluti af náttúrulegu eðlisfari herramannsins að láta lítið á sér bera þar til hans er þörf. Smá veiðiráð: Farðu á kaffihús og hrópaðu "almáttugur, veskinu mínu var stolið" þegar kemur að því að borga. Maðurinn sem kemur gangandi og greiðir fyrir þig kaffibollann án þess að segja orð er herramaður.

Lindablinda

Hugi, þú ert snillingur! Æ lof jú (smile)

Elías

Hugi: Áttu örbylgjuofn í þínu Amish-eldhúsi? Ég hef eldað á mínu heimili í meira en 20 ár og ekki enn fengið mér slíkt. Fyrir 20 árum síðan var ég eini fjölskyldumeðlimurinn sem hafði ekki fengið mér svoleiðis og ég sé enn ekki ástæðu til. Varðandi riddaramennsku, þá hefur föðursystir mín reynt að kenna mér hana undanfarin 40 ár, með misjöfnum árangri. Ég held ég sé of utan við mig til að ná henni svona dags daglega. Af hverju föðursystir mín? Því hún er eini ættingi minn sem hefur áhuga á riddaramennsku. Hún er ógift og barnlaus. Ég held líka að hún hafi haft mestan áhuga á uppeldi mínu af mínum ættingjum, eða kannski sá eini af þeim sem lét sér detta þá firru í hug að það væri yfirhöfuð hægt að ala mig upp.

Hugi

Það er reyndar örbylgjuofn (gamall erfðagripur) uppi á skápunum í eldhúsinu hjá mér, en hann er ekki í sambandi og hefur ekki verið notaður í fjöldamörg ár. Gefðu föðursystur þinni séns, hún er greinilega "herrakona" eins og Kibba segir, og það er margt hægt að læra af slíkum. Ég veit líka fyrir víst að inni í þér er falinn lítill herramaður sem bara bíður þess að komast út og opna hurðir og halda á töskum.

Elías

Ég hef alltaf gefið henni séns, enda er hún ein af mínum eftirlætisættingjum. Ég skírði meira að segja dóttur mína og frumburð minn í höfuðið á henni.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin