Berlín

13. maí 2008

Mér er sagt að ég sé að fara til Berlínar í næstu viku. Húrra!

Hvað gerir maður í Berlín? Á Ítalíu borðar maður góðan mat og í Frakklandi verður maður ástfanginn - en ég veit ekkert hvað maður á að gera í Þýskalandi. Vera stundvís? Hanna örugga bíla?

Kunnugir segja mér að það sé geggjað stuð að kveikja í þinghúsinu, hrifsa völdin, stofna fasistaríki og ráðast inn í Pólland - en ég hef ekki nema fjóra daga svo ég verð að geyma það þangað til næst.

Hilfe!


Tjáskipti

Fiðlan

Ég er með hugmynd. Slepptu því að fara til Berlínar og komdu hingað til Prag í staðinn. veit ekkert hvað ég á að gera við allan þennan mat og rauðvín :-p

Hugi

Sérdeilis ljómandi hugmynd ungfrú Fiðla - þú gjörþekkir augljóslega alla mína veikleika. En ég ræð víst engu um það hvert ég fer. Vinnan. Ráðstefna. Þjóðverjar. Svo nú er bara að æfa þýskuna.. Achtung! Zwiebel!

lindablinda

Vinkonur mínar fóru til Berlínar um daginn og fannst hún meiriháttar. Fullt af flottum hlutum að skoða, sýningar, leikhús, tónleikar, frábær matur....þeim fannst þetta geggjað og ætla fljótlega aftur - so, enjoy yourself you loony

Hugi

Jú, ég fékk reyndar að heyra í óspurðum fréttum um daginn að a.m.k. austurhlutinn sé alveg frábær. Og ég er að fara með skemmtilegum strákum á áhugaverða ráðstefnu svo þetta ætti að verða gaman. En samt. Þjóðverjar... Berlín... Þetta lyktar allt af heimsstyrjöldum.

Bjarni Þór

Tek undir með fiðlunni. Komdu til Köben. Plís?

Miss G

Þú gætir t.d. ekið léttkenndur í leigubifreið í gegnum Brandenburgarhliðið í ljósaskiptunum (það gerði ég í maí fyrir einum [neyðaróóóp] tíu árum í mjög góðum félagsskap). Mæli með því. Og hangir kannski dálítið í Mitte. Tékkar síðan aðeins á Ólympíuleikvangnum. Já og færð þér ferskan aspas með sméri á e-m veitingastað. Svo er sama á hvaða sóðabúllu maður pantar sér hvítvín í karöflu, það er alltaf bragðgott. Meira að segja í lestunum. Berlín er æði!

Hugi

Meistari Bjarni, mjög fallegt óskhyggjutripp hjá þér en Fiðlan býr í Prag - og þótt mig langi að heimsækja ykkur bæði gerist það tæpast samtímis - þótt það gerist auðvitað :-). Miss G, snilldarinnskot - þetta verður allt gert! En eitt vantar..: Það er og verður alltaf aðalmarkmiðið með þessari ferð að kyssa Horst Tappert. Á báða baugana.

Miss G

Já, þú verður að kyssa Horst Tappert!!! Hann er líka einn af upprunalegu Íslandsvinunum, ég man ekki betur en að skrifuð hafi verið heil dagblaðsfrétt um það að honum þætti Leifsstöð flott, þegar hún var nývígð. Þetta er maður sem við tökum mark á. Stefan Derrick og Harry "litli" Klein*. Dæs. Ég tárast. *Heimild: Rósa Ingólfsdóttir

Hugi

Ah. Horst Tappert, wo bist du... Reyndar hefur smá gúglun leit í ljós að karlinn er enn á lífi (sem gerir það erfiðara að staðfesta grun minn um að baugarnir séu hluti af beinabyggingunni). En það sem meira er, hann barðist fyrir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og ég finn ekkert um æskuár hans á intervefnum. Getur verið að Horst Tappert sé... Hitler?

Hugi

{macro:km:picture id="1000514"}

SævarJökull

uuuu... ódýr bjór... þarf ekki meira til að sannfæra mig :)

Miss G

GMG! Ef ég hefði ekki séð ykkur Harry litla Klein hvorn í sínu lagi (sem ég hef ekki gert) myndi ég halda að þetta værir þú. Nokkrum áratugum síðar. Annars man ég skyndilega eftir sviðsnafni stúlku sem dansaði fáklædd á skemmtistöðum fyrir margt löngu og kallaði sig Berlína.

Hafsteinn

Ég var að ná í geisladisk í MS Partner bunkann hjá okkur og dró upp rangan disk og sá var einmitt "German" eða á þýsku. Skemmtileg tilviljun, eða hvað? úúúhhhh

Þórey Leifs.

Nauðsynlegt að fara á egypskt safn sem er þarna. Geðveikt.

Ester H

tja þetta gæti vakið áhuga þinn.... Jazzklúbbur: http://www.a-trane.de/ Matsölustaður með blindum þjónum: http://www.unsicht-bar-berlin.de/unsicht-bar-berlin-v2/en/html/reservations.html Ekki farið til Berlinar en ég tók þetta bara af síðu hjá Ellu móðursystur en hún er með íbúð sem hún leigir þarna og með einhverja fleiri fróðleiksmola á síðunni sinni.... http://www.simnet.is/tabla/hlekkir.htm Góða ferð Kveðja Ester

Hugi

Sævar. Í grundvallaratriðum er ég sammála. Bjór ætti náttúrulega að vera neðsta þrepið í pýramídanum hjá Maslow. Ég??? Stefan Klein??? Sex ára ég er mjög móðgaður yfir þessu, allir strákarnir vildu vera Derrick, enginn vildi vera Stefan Klein. Og já, var hún Berlína svolítil bolla, ha ha ha, *hóst*. Hafsteinn, Microsoft-hugbúnaður á þýsku... Það er eins og Jóðlkór að covera lög Árna Johnsen. Ógnvekjandi. Þórey, laaaangt síðan ég hef séð þig! :-) Takk fyrir ábendinguna, ég er sögunörd svo það gæti verið fjör. Snilld Ester! Ég ætla að tékka á þessum stöðum. Líst serstaklega vel á djassklúbbinn, það eru tónleikar með djasspíanistanum Andreas Schmidt á mánudagskvöldinu - hljómar vel! http://www.myspace.com/andreasschmidt

Sveinbjörn

Í Berlín fær maður sér kebab og heimsækir Checkpoint Charlie. Það vita það allir, Hugi. Svona í fyllstu alvöru, Berlín er snilldarborg og ótrúlega margt skemmtilegt alltaf í gangi. Mæli með Stalíngarðinum mikla -- ekki margir staðir í heiminum þar sem maður getur séð 20 metra háa styttu af hinum stritandi verkamanni, ásamt tilvitnunum í Stalín árituðum í marmara.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin