Jæja, þá er það kennslustund.

24. mars 2006

The Happy Gay Toothbrushing Technique For The Harðsperrts And Otherwise Arm Challenged People®

Ég vil byrja á að nefna að mér finnst gott að vera nakinn þegar ég nota þessa tækni, en mér finnst líka almennt gott að vera nakinn. Kaþólikkar, harðlínufeministar, Gunnar í Krossinum og aðrir sem álíta líkamann viðurstyggilegt syndgunartól mega vera í fötunum.

Grípið þéttingsfast um skaft tannburstans með vörunum og smeygið honum á milli tannanna, með sömu varahreyfingu og notuð er til að innbyrða sérlega þrjóskt spagettí. Varlega, við viljum ekki setja tannaför í skaftið.

Nú þarf að finna hentugan stað á opnu svæði til að skorða burstann. Notið hugmyndaflugið við staðarval. Ég nota efra niðurfallið á vaskinum en það er líka hægt að nota kranann eða klósettsetuna. Sumum finnst gott að halda burstanum á milli hnjánna en það finnst mér bara ósmekklegur perraskapur.

Gætið þess að ganga úr skugga um að burstinn sé vel fastur. Skriðþungi höfuðsins getur náð allt að 19.000 kgm/s þegar maður er kominn í gírinn og orðinn æstur við burstunina og það er fátt hættulegra við slíkar aðstæður en laus bursti. Til eru skjöluð tilvik um rifnar kinnar, brotnar tennur og alvarleg höfuðmeiðsl eftir burstun. Þú vilt ekki enda á slysadeild með tannbursta standandi aftan úr hnakkanum, það kallar á óþægilegar augngotur og spurningar á biðstofunni.

Nú þarf að koma tannkreminu á burstann. Skrúfuð lok á tannkremstúbum eru erfið viðureignar og ef þú ert með eina slíka mæli ég með uppfærslu í nýrra módel með smelltu loki, t.d. Colgate Sensation Super Whitening Action. Til að ná tannkreminu úr set ég túbuna þversum upp í mig og kreisti með tönnunum en ég þekkti einu sinni stelpu sem gat tekið túbuna langsum og notaði kokið til að kreista hana. Ég sakna hennar. En það er önnur saga. Notið þá tækni sem hentar ykkur best.

Jæja, þá er útbúnaðurinn tilbúinn, nú hefst gamanið.

Það skiptir miklu máli að æfa sig í jöfnum og ákveðnum strokum, þannig næst bestur árangur. Þú verður að prófa þig áfram og finna þinn eigin takt, því umfram allt þarf þér að líða vel og frjálslega á meðan þú burstar, þvingaðir burstarar fá hausverk og vöðvabólgu sem getur leitt til dauða. Flestir byrjendur nota hálsinn og hrista höfuðið sem er ágætt, en þeir sem eru lengra komnir beita oftast öllum efri hluta líkamans. Með réttri æfingu er hægt að ná að klára allan munninn á innan við hálftíma, bara muna, galdurinn liggur í löngum, ákveðnum strokum.

Nú vitið þið allt um leyndardóma The Happy Happy Gay Toothbrushing Technique For The Harðsperrts And Otherwise Arm Disabled People Yessir®. Munið að bursta góminn og tunguna vel, það er oft þar sem mesti sýklagróðurinn leynist.

Góða skemmtun!


Tjáskipti

Kalli

Þaddna... stelpan... þessi flínka þarna? Ertu nokkuð með símanúmerið hennar? Neibaraspökuleraha...

Stefán Arason

"varleg, við viljum ekki setja tannaför í skaftið." :-D Þetta er einn besti pistill þú nokkurntímann hefur ritað...mundu að setja hann í ævisöguna þína.

Stefán Arason

hæ...bara ég hérna aftur. Ætlarðu að gefa út bækling með þessu? Fáum við kannski myndir næst?

Lindablinda

Skriðþungi höfuðs........ Hahahaha Djöfull væri ég til í að sitja uppi á slysó núna, bara að tékka.

Harpa

You dirty young man.. Harðsperrts... Það á að ganga frá okkur gamla fólkinu!

DonPedro

Rétt að vara við því að nokkar tegundir raftannbursta eru ekki veil tilfallnar í þessa notkun. Sérstaklega ekki Brown OralPlus 315. Hef ég heyrt.

Hugi

Neisko, ég sé að sumir túlka þessa færslu tvírætt. Það er auðvitað fásinna, ég er hér að fjalla um tannnburstun og ekkert annað. Kalli, ég veit ekki símanúmerið hjá stúlkunni í dag en síðast þegar ég vissi vann hún við að fóðra mörgæsaunga í húsdýragarðinum. Þú gætir prófað þar.

Hugi

Og Pedro er með þarfa ábendingu sem ég gleymdi að nefna. Brown OralPlus 315 hentar alls ekki vel þar sem framhausinn á honum er ekki nægilega útstæður, auk þess sem gómpússan á honum er beinlínis hlægilegt eldra japanskt módel.

Kibba

Ég nennti ekkert að lesa pistilinn í heild sinni. Ég las bara "nakinn" og þá var málið dautt!! Kwenaer á að kýkja á meg?

Hugi

Gott að tala við fólk sem nær inntaki pistlanna í fyrstu setningu. Ég er einmitt nakinn núna, að synda í bananasplitti sem ég bjó til í baðkarinu. Býður þú upp á salatið?

Kibba

Já ég skal búa til salatið (tómatfrítt) og salatlaust. hver getur staðist það!!!!!!

Hugi

Ég mæti, hef aldrei getað staðist salatfrítt salat. Þarf bara að finna einhvern til að passa heimilisdverginn svo hann neyði sér ekki upp á páfagaukinn eins og síðast. Og ég ætla að kenna þér að borða tómata í leiðinni. Þú ert náttúrulega bara vond, vond stelpa að borða ekki tómatana þína.

Kibba

Koddá msn litla vaffla

Hugi

Ég er skemmdur, skemmdur maður.

Kibba

Piff.. ekki láta g-streng úr harðfiski standa á milli okkar!

Stefán Arason

Einhvernvegin koma ýmsar svæsnar myndir upp í huga mér við að lesa þessar samræður á milli Huga og Kibbu. Hún er kind og hann er rauðhært íslenskt karlmenni. Hún er að bjóða honum að bíta gras með sér og hún kallar hann fyrir "litlu vöffluna sína"! Vonandi án rjóma, því ef svo er...JEDÚDDAMÍA.

Hugi

Samband okkar Kibbu er auðvitað alfarið salatónskt. Það er fullkomlega eðlilegt á þessum tímum að fullorðinn búfénaður hittist og jórtri saman án þess að nokkuð búi þar að baki.

Tjáskiptaðu þínu eigin tjáskipti í tjáskiptin